Lífið

Bein útsending: Valdimar í Hljómahöll

Stefán Árni Pálsson skrifar
Valdimar Guðmundsson er einn besti söngvari landsins. 
Valdimar Guðmundsson er einn besti söngvari landsins. 

Í kvöld verða tónleikar Valdimar í Hljómahöllinni í beinni útsendingu á Vísi klukkan átta.

Undanfarin ár hefur myndast sú hefð að hljómsveitin Valdimar hefur haldið tónleika í Hljómahöll þann 30. desember og eru þessir tónleikar orðnir fastur liður í hátíðarhöldum margra Suðurnesjamanna. Á þessum tónleikum hefur engu verið til sparað í ljósa- og hljóðbúnaði og allt lagt í sölurnar til þess að enda árið með sem tilkomumestum hætti.

Valdimar stígur á sviðið klukkan 20:00 og standa tónleikarnir yfir til klukkan 21.

Árið 2019 náðist ekki að halda þessa tónleika vegna anna hjá sveitinni við undirbúning 10 ára afmælistónleika Valdimars í Hörpu sem áttu að fara fram fyrr á þessu ári en svo gripu örlögin í taumana og er óhætt að segja að fátt hafi gengið eftir plani árið 2020.

Hér að neðan má sjá upptöku frá tónleikunum í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×