Lífið

Það sem gerist í raun og veru fyrstu vikuna í bandarísku fangelsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mario sat í fangelsi í tólf ár. 
Mario sat í fangelsi í tólf ár. 

Fyrrum fanginn Mario settist niður með Buzz Feed á dögunum og fór ítarlega yfir það hvað gerist í lífi fanga sem hefur afplánun í bandarísku fangelsi.

Sumir hafa ákveðnar hugmyndir og eru þær margar til komnar út frá bandarískum kvikmyndum. Hlutir eins og að fangar lendi oft í líkamsárás á fyrstu dögunum, miklar óeirðir brjótist út og margt fleira.

Mario var sjálfur í tólf ár í fangelsi og segir hann að fyrstu dagarnir séu fjarri þeim sögusögnum.

Í raun og veru fara fangar í ákveðna aðlögun í þrjá mánuði áður en þeir eru settir í alvöru fangelsi.

Fyrstu þrír dagarnir fara í læknisskoðanir og þar fá fangar bólusetningar, til tannlæknis og líkamlegt standa fanganna er skoðað. Hann segist hafa farið í fyrsta sinn á ævi sinni til tannlæknis í fangelsi.

Hér að neðan má sjá yfirferð Mario í heild sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.