Messi segist dreyma um að spila í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 08:00 Lionel Messi í síðasta leik Barcelona liðsins fyrir jólafrí. Getty/David S. Bustamante Lionel Messi er sannfærður um að hann hefði unnið málið gegn Barcelona en hann vildi ekki yfirgefa félagið á þann hátt. Hann gaf mjög opinskátt sjónvarpsviðtal í Argentínu í gær. Messi fékk aukafrí hjá Barcelona til að fara heim til Argentínu um jólin og hanngaf La Sexta einkaviðtal þar sem hann fór yfir síðustu mánuði þar sem mikið hefur gengið á í hans lífi. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust og taldi sig geta það samkvæmt ákvæði í samningi sínum. Barcelona gaf sig ekki og Messi hætti við. „Gat ég farið síðasta sumar? Ég veit það að ef við hefðum farið með málið fyrir dómstóla þá hefðum við unnið. Það var ekki bara einn lögfræðingur sem sagði mér það heldur margir. Ég vildi bara ekki fara þannig frá félaginu,“ sagði Lionel Messi en hann má byrja að tala við önnur félög 1. janúar. Lionel Messi would like to play in US but is committed to Barcelona https://t.co/H9p1XRMZU4— Guardian sport (@guardian_sport) December 27, 2020 „Ég mun ekki fara í samningaviðræður við önnur félög. Ég mun bíða þar til tímabilið klárast og ákveð mig síðan í júní,“ sagði Lionel Messi sem sendi frægt fax til Barcelona í sumarlok þar sem hann tilkynnti þeim að hann væri á förum. „Ég eyddi heilu ári í að segja [Josep] Bartomeu að ég vildi fara frá Barcelona. Forsetinn svaraði alltaf: Nei. Faxið var sent til að þess að þetta yrði formlegt. Ég hélt að ég hefði lokað hringnum. Ég þurfti á breytingu að halda. Ég vildi fara því Barcelona hringurinn var búinn. Krakkarnir mínir sögðu að þau vildi ekki fara en mér fannst þetta vera það besta í stöðunni fyrir mig,“ sagði Messi. Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu af Quique Setien en liðið hefur ekki getað styrkt sig almennilega vegna peningavandræða og er bara í fimmta sæti deildarinnar. Messi speaks pic.twitter.com/KT1Un9Wlki— B/R Football (@brfootball) December 27, 2020 „Það verður erfitt að ná í leikmenn. það er enginn peningur til. Þeir verða að sækja mikilvæga leikmenn. Það yrði mjög dýrt að ná í Neymar. Þetta er mjög erfið staða sem bíður nýja forsetans og hann þarf að vera klókur,“ sagði Lionel Messi. „Mér leið mjög illa síðasta sumar en núna líður mér vel. Ég er spenntur fyrir að berjast fyrir öllu í boði. Félagið er samt að fara í gegnum erfiða tíma og allt í kringum Barcelona er basl. Ég veit að staðan er mjög, mjög slæm hjá Barcelona. Það verður mjög erfitt að komast þangað sem við vorum,“ sagði Lionel Messi. Messi fór yfir víðan völl í viðtalinu og þar kom meðal annars fram að það hafi alltaf verið draumur hans að spila í Bandaríkjunum. „Ég vildi fá tækifæri til að spila í Bandaríkjunum en það hefur alltaf verið einn af draumum mínum. Ég veit samt ekki hvort það verði að því,“ sagði Lionel Messi. Spænski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Messi fékk aukafrí hjá Barcelona til að fara heim til Argentínu um jólin og hanngaf La Sexta einkaviðtal þar sem hann fór yfir síðustu mánuði þar sem mikið hefur gengið á í hans lífi. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust og taldi sig geta það samkvæmt ákvæði í samningi sínum. Barcelona gaf sig ekki og Messi hætti við. „Gat ég farið síðasta sumar? Ég veit það að ef við hefðum farið með málið fyrir dómstóla þá hefðum við unnið. Það var ekki bara einn lögfræðingur sem sagði mér það heldur margir. Ég vildi bara ekki fara þannig frá félaginu,“ sagði Lionel Messi en hann má byrja að tala við önnur félög 1. janúar. Lionel Messi would like to play in US but is committed to Barcelona https://t.co/H9p1XRMZU4— Guardian sport (@guardian_sport) December 27, 2020 „Ég mun ekki fara í samningaviðræður við önnur félög. Ég mun bíða þar til tímabilið klárast og ákveð mig síðan í júní,“ sagði Lionel Messi sem sendi frægt fax til Barcelona í sumarlok þar sem hann tilkynnti þeim að hann væri á förum. „Ég eyddi heilu ári í að segja [Josep] Bartomeu að ég vildi fara frá Barcelona. Forsetinn svaraði alltaf: Nei. Faxið var sent til að þess að þetta yrði formlegt. Ég hélt að ég hefði lokað hringnum. Ég þurfti á breytingu að halda. Ég vildi fara því Barcelona hringurinn var búinn. Krakkarnir mínir sögðu að þau vildi ekki fara en mér fannst þetta vera það besta í stöðunni fyrir mig,“ sagði Messi. Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu af Quique Setien en liðið hefur ekki getað styrkt sig almennilega vegna peningavandræða og er bara í fimmta sæti deildarinnar. Messi speaks pic.twitter.com/KT1Un9Wlki— B/R Football (@brfootball) December 27, 2020 „Það verður erfitt að ná í leikmenn. það er enginn peningur til. Þeir verða að sækja mikilvæga leikmenn. Það yrði mjög dýrt að ná í Neymar. Þetta er mjög erfið staða sem bíður nýja forsetans og hann þarf að vera klókur,“ sagði Lionel Messi. „Mér leið mjög illa síðasta sumar en núna líður mér vel. Ég er spenntur fyrir að berjast fyrir öllu í boði. Félagið er samt að fara í gegnum erfiða tíma og allt í kringum Barcelona er basl. Ég veit að staðan er mjög, mjög slæm hjá Barcelona. Það verður mjög erfitt að komast þangað sem við vorum,“ sagði Lionel Messi. Messi fór yfir víðan völl í viðtalinu og þar kom meðal annars fram að það hafi alltaf verið draumur hans að spila í Bandaríkjunum. „Ég vildi fá tækifæri til að spila í Bandaríkjunum en það hefur alltaf verið einn af draumum mínum. Ég veit samt ekki hvort það verði að því,“ sagði Lionel Messi.
Spænski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira