Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2020 16:13 Marek og Brimir eru svo sannarlega vinir í raun. Vísir/Vilhelm Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. „Þetta var náttúrulega bara skelfilegt að sjá þetta koma niður. Erfitt að sjá öll þessi hús fara. Þegar þetta gerðist þá breyttist eiginlega allt. Allt lokað eiginlega,“ segir Marek í viðtali á Seyðisfirði síðdegis. Brimir, sem er ellefu ára, var heima þegar skriðan féll. „Pabbi bara greip mig, við fórum út og það kom bara skriða og allt,“ segir Brimir en skriðan lenti á húsi fjölskyldu hans sem er illa farið. Hann segist ekkert hafa meitt sig. „Nei, ég meiddi mig ekkert en pabbi meiddi sig af því hann sökk í skriðuna.“ Rennblautur að krókna úr kulda Fjórum dögum eftir hamfarirnar eru merkilega létt yfir vinunum sem greinilega styðja vel hvor annan. Það gerðu þeir líka skömmu eftir að skriðan féll. Fyrir vikið klæðist Brimir peysu Mareks í dag. Vinirnir ræddu við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, fréttamann okkar, á Seyðisfirði í dag. „Þegar ég var að hlaupa í burtu var ég kominn að Ferjuhúsinu,“ segir Marek en um er að ræða upplýsingamiðstöðina á Seyðisfirði. „Þá koma hinir björgunarsveitarmennirnir með hann, rennblautan, alveg að frjósa og hann krækir sig utan í mig. Ég fer úr peysunni minni og gaf honum peysuna. Svo fór ég eiginlega bara beint heim því ég var eiginlega bara á stuttermapeysu.“ Marek er nefnilega björgunarsveitarmaður þrátt fyrir ungan aldur. Þrettán ára í dag en verður frjótán í næstu viku. Og sá yngsti á svæðinu. Fékk peysu frá Víði „Já, ætli það ekki,“ segir Marek og glottir. Aðspurður hvort hann ætli að verða björgunarsveitarmaður eins og Marek segir Brimir: „Kannski, af því vinur minn Marek gerir það.“ Brimir var klæddur í peysuna sem hann fékk frá Marek í viðtalinu í dag. Marek var klæddur í aðra peysu, sem hann fékk að gjöf frá þjóðþekktum manni. Víðir Reynisson fer yfir stöðu mála með ráðherrum á Seyðisfirði í dag.Vísir/Vilhelm „Ég man aldrei hvað hann heitir - en hann er í þríeykinu. Hann frétti að ég hefði gefið honum peysuna og þetta er gjöf frá slysavarnarfélaginu. Ég fékk sem sagt aðra peysu og gaf honum þessa peysu.“ Best að tala um hamfarirnar Hinn ónefndi er Víðir Reynisson og hlær Marek að því hvernig hann ruglar fólkinu í framlínunni saman. Hann segist ætla að reyna að taka það rólega um jólin. „Mér finnst best að tala um þetta til að koma þessu frá mér. Ég ætla að reyna að hafa það kósý um jólin.“ Brimir verður í Reykjavík yfir hátíðarnar og óvíst með framhaldið enda ástandið á heimili hans slæmt. Hann vill samt búa áfram á Seyðisfirði enda svo skemmtilegt að búa og leika með vinum sínum. Björgunarsveitir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
„Þetta var náttúrulega bara skelfilegt að sjá þetta koma niður. Erfitt að sjá öll þessi hús fara. Þegar þetta gerðist þá breyttist eiginlega allt. Allt lokað eiginlega,“ segir Marek í viðtali á Seyðisfirði síðdegis. Brimir, sem er ellefu ára, var heima þegar skriðan féll. „Pabbi bara greip mig, við fórum út og það kom bara skriða og allt,“ segir Brimir en skriðan lenti á húsi fjölskyldu hans sem er illa farið. Hann segist ekkert hafa meitt sig. „Nei, ég meiddi mig ekkert en pabbi meiddi sig af því hann sökk í skriðuna.“ Rennblautur að krókna úr kulda Fjórum dögum eftir hamfarirnar eru merkilega létt yfir vinunum sem greinilega styðja vel hvor annan. Það gerðu þeir líka skömmu eftir að skriðan féll. Fyrir vikið klæðist Brimir peysu Mareks í dag. Vinirnir ræddu við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, fréttamann okkar, á Seyðisfirði í dag. „Þegar ég var að hlaupa í burtu var ég kominn að Ferjuhúsinu,“ segir Marek en um er að ræða upplýsingamiðstöðina á Seyðisfirði. „Þá koma hinir björgunarsveitarmennirnir með hann, rennblautan, alveg að frjósa og hann krækir sig utan í mig. Ég fer úr peysunni minni og gaf honum peysuna. Svo fór ég eiginlega bara beint heim því ég var eiginlega bara á stuttermapeysu.“ Marek er nefnilega björgunarsveitarmaður þrátt fyrir ungan aldur. Þrettán ára í dag en verður frjótán í næstu viku. Og sá yngsti á svæðinu. Fékk peysu frá Víði „Já, ætli það ekki,“ segir Marek og glottir. Aðspurður hvort hann ætli að verða björgunarsveitarmaður eins og Marek segir Brimir: „Kannski, af því vinur minn Marek gerir það.“ Brimir var klæddur í peysuna sem hann fékk frá Marek í viðtalinu í dag. Marek var klæddur í aðra peysu, sem hann fékk að gjöf frá þjóðþekktum manni. Víðir Reynisson fer yfir stöðu mála með ráðherrum á Seyðisfirði í dag.Vísir/Vilhelm „Ég man aldrei hvað hann heitir - en hann er í þríeykinu. Hann frétti að ég hefði gefið honum peysuna og þetta er gjöf frá slysavarnarfélaginu. Ég fékk sem sagt aðra peysu og gaf honum þessa peysu.“ Best að tala um hamfarirnar Hinn ónefndi er Víðir Reynisson og hlær Marek að því hvernig hann ruglar fólkinu í framlínunni saman. Hann segist ætla að reyna að taka það rólega um jólin. „Mér finnst best að tala um þetta til að koma þessu frá mér. Ég ætla að reyna að hafa það kósý um jólin.“ Brimir verður í Reykjavík yfir hátíðarnar og óvíst með framhaldið enda ástandið á heimili hans slæmt. Hann vill samt búa áfram á Seyðisfirði enda svo skemmtilegt að búa og leika með vinum sínum.
Björgunarsveitir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira