Rosalegt kvikmyndaár framundan Stefán Árni Pálsson skrifar 23. desember 2020 07:01 Fjölmargar risakvikmyndir á leiðinni. Árið 2021 verður risastórt í kvikmyndabransanum um heim allan en í raun varð að færa allar frumsýningar ársins 2020 yfir á næsta ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdóminum. Time hefur nú tekið saman 39 kvikmyndir sem verða frumsýndar á næsta ári og er listinn heldur betur magnaður. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar kvikmyndir sem koma út á næsta ári en hér má sjá listann í heild sinni. Framhald af myndinni Coming To America verður frumsýnd 5. mars á næsta ári. Fyrri myndin kom út árið 1988 og fór Eddie Murphy með aðalhlutverkið. Þar leikur hann moldríkan prins sem fer til Bandaríkjanna til að finna eiginkonu. Myndin vakti mikla athygli og þótti mjög vel heppnuð. Eddie Murphy mun leika í framhaldsmyndinni og fer aftur með hlutverk Akeem. Frumsýning nýjustu James Bond-myndarinnar, No Time to Die, var frestað til næsta árs. Upphaflega stóð til að frumsýna kvikmyndina í apríl á þessu ári en ákveðið var að fresta því eftir að kórónuveirufaraldurinn hóf að herja á heimsbyggðina. Þá var ákveðið að myndin yrði frumsýnd þann 12. nóvember en svo var ákveðið að fresta frumsýningunni enn og aftur og verður hún sýnd í kvikmyndahúsum 2. apríl 2021. Kvikmyndin Black Widow úr smiðju Marvel kemur út 7.maí á næsta ári en þar fer Scarlett Johanssson með aðalhlutverkið og er það Cate Shortland sem leikstýrir. Natösha Romanoff er Black Widow og stendur hún í stöngu í þessari 24. kvikmynd Avengers. Þann 29. maí kemur út níunda Fast and Furious kvikmyndin en Vin Diesel, Michelle Rodriguez og John Cena fara með aðalhlutverkin í þessari kvikmynd leikstjórans Justin Lin. 2. júlí næsta sumar kemur út kvikmynd sem margir bíða eftir en þá kemur út Top Gun: Maverick, en það er framhaldsmynd hinnar sígildu kvikmyndar Top Gun sem kom út árið 1986. Top Gun: Maverick segir frá orrustuflugmanninum og kafteininum Peter „Maverick“ Mitchell, sem eins og í fyrri myndinni er aðalpersónan og er leikinn af Tom Cruise. Myndin gerist 35 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar, sem sagt árið 2021. Maverick mætir mörgum áskorunum í nýju myndinni en meðal þess sem hann reynir að gera er að leiðbeina syni Goose, fallins félaga Mavericks, til þess að verða orrustuflugmaður líkt og faðir sinn. Framhaldsmyndin, Space Jam: A New Legacy kemur í kvikmyndahús þann 16.júlí en þar fer Lebron James með aðalhlutverkið en í fyrri myndinni var það sjalfur Michael Jordan. Þann 1. október kemur kvikmyndin Dune út. Warner Bros framleiðir myndina sem er eftir Denis Villeneuve. Myndin, sem er stjörnum prýdd, byggir á bókum Frank Herbert og fjallar um Atreidesættina og baráttu hennar við Harkonnenættina um plánetuna Arrakis, sem einnig kallast Dune. Meðal leikara í myndinni eru þau Timothée Chalamet, Zendaya, Rebecca Ferguson, Oscar Isaac, Jason Momoa, Josh Brolin, Dave Bautista, Stellan Skarsgård og Javier Bardem. Það verður greinilega mikið um að vera hjá Tom Cruise en 19. nóvember verður Mission: Impossible 7 frumsýnd og fer Cruise að sjálfsögðu með aðalhlutverkið. Lana Wachowski er höfundur fjórðu Matrix kvikmyndarinnar sem verður frumsýnd 22. desember á næsta ári. Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss munu snúa aftur í gamalkunnu hlutverkin. Söguþráður kvikmyndarinnar flokkast undir vísindaskáldskap. Í forgrunni er hugmyndin um sýndarveruleika og barátta manns og vélar. Tilvísanaheimurinn samanstendur af japönskum teiknimyndum, trúarlegum hugmyndum og heimspeki. Fyrsta kvikmyndin var frumsýnd árið 1999 en talið er að tökur á nýju myndinni, sem er númer fjögur í röðinni, hófust í ársbyrjun 2020. Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. er dreifingaraðili og framleiðir kvikmyndina. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Time hefur nú tekið saman 39 kvikmyndir sem verða frumsýndar á næsta ári og er listinn heldur betur magnaður. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar kvikmyndir sem koma út á næsta ári en hér má sjá listann í heild sinni. Framhald af myndinni Coming To America verður frumsýnd 5. mars á næsta ári. Fyrri myndin kom út árið 1988 og fór Eddie Murphy með aðalhlutverkið. Þar leikur hann moldríkan prins sem fer til Bandaríkjanna til að finna eiginkonu. Myndin vakti mikla athygli og þótti mjög vel heppnuð. Eddie Murphy mun leika í framhaldsmyndinni og fer aftur með hlutverk Akeem. Frumsýning nýjustu James Bond-myndarinnar, No Time to Die, var frestað til næsta árs. Upphaflega stóð til að frumsýna kvikmyndina í apríl á þessu ári en ákveðið var að fresta því eftir að kórónuveirufaraldurinn hóf að herja á heimsbyggðina. Þá var ákveðið að myndin yrði frumsýnd þann 12. nóvember en svo var ákveðið að fresta frumsýningunni enn og aftur og verður hún sýnd í kvikmyndahúsum 2. apríl 2021. Kvikmyndin Black Widow úr smiðju Marvel kemur út 7.maí á næsta ári en þar fer Scarlett Johanssson með aðalhlutverkið og er það Cate Shortland sem leikstýrir. Natösha Romanoff er Black Widow og stendur hún í stöngu í þessari 24. kvikmynd Avengers. Þann 29. maí kemur út níunda Fast and Furious kvikmyndin en Vin Diesel, Michelle Rodriguez og John Cena fara með aðalhlutverkin í þessari kvikmynd leikstjórans Justin Lin. 2. júlí næsta sumar kemur út kvikmynd sem margir bíða eftir en þá kemur út Top Gun: Maverick, en það er framhaldsmynd hinnar sígildu kvikmyndar Top Gun sem kom út árið 1986. Top Gun: Maverick segir frá orrustuflugmanninum og kafteininum Peter „Maverick“ Mitchell, sem eins og í fyrri myndinni er aðalpersónan og er leikinn af Tom Cruise. Myndin gerist 35 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar, sem sagt árið 2021. Maverick mætir mörgum áskorunum í nýju myndinni en meðal þess sem hann reynir að gera er að leiðbeina syni Goose, fallins félaga Mavericks, til þess að verða orrustuflugmaður líkt og faðir sinn. Framhaldsmyndin, Space Jam: A New Legacy kemur í kvikmyndahús þann 16.júlí en þar fer Lebron James með aðalhlutverkið en í fyrri myndinni var það sjalfur Michael Jordan. Þann 1. október kemur kvikmyndin Dune út. Warner Bros framleiðir myndina sem er eftir Denis Villeneuve. Myndin, sem er stjörnum prýdd, byggir á bókum Frank Herbert og fjallar um Atreidesættina og baráttu hennar við Harkonnenættina um plánetuna Arrakis, sem einnig kallast Dune. Meðal leikara í myndinni eru þau Timothée Chalamet, Zendaya, Rebecca Ferguson, Oscar Isaac, Jason Momoa, Josh Brolin, Dave Bautista, Stellan Skarsgård og Javier Bardem. Það verður greinilega mikið um að vera hjá Tom Cruise en 19. nóvember verður Mission: Impossible 7 frumsýnd og fer Cruise að sjálfsögðu með aðalhlutverkið. Lana Wachowski er höfundur fjórðu Matrix kvikmyndarinnar sem verður frumsýnd 22. desember á næsta ári. Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss munu snúa aftur í gamalkunnu hlutverkin. Söguþráður kvikmyndarinnar flokkast undir vísindaskáldskap. Í forgrunni er hugmyndin um sýndarveruleika og barátta manns og vélar. Tilvísanaheimurinn samanstendur af japönskum teiknimyndum, trúarlegum hugmyndum og heimspeki. Fyrsta kvikmyndin var frumsýnd árið 1999 en talið er að tökur á nýju myndinni, sem er númer fjögur í röðinni, hófust í ársbyrjun 2020. Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. er dreifingaraðili og framleiðir kvikmyndina.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira