Stóri Ben og félagar frekar litlir í sér í tapi á móti einu lélegasta liði deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 16:01 Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers eru í tómu tjóni með liðið sitt rétt fyrir úrslitakeppni. AP/Michael Conroy Pittsburgh Steelers tapaði þriðja leiknum í röð í nótt og liðið sem var síðasta liðið til að tapa leik hefur ekki gert annað síðan. Cincinnati Bengals var aðeins búið að vinna tvo af fyrstu tólf leikjum sínum í NFL-deildinni í vetur en vann frekar sannfærandi 27-17 sigur á Pittsburgh Steelers í lokaleik fimmtándu leikviku. Cincinnati Bengals var 17-0 yfir í hálfleik og 24-10 yfir þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Þetta gerði Cincinnati Bengals liðið þrátt fyrir að leik án sinna tveggja stærstu stjarna, leikstjórnandans Joe Burrow og hlauparans Joe Mixon. FINAL: The @Bengals take this AFC North matchup! #SeizeTheDEY #PITvsCIN (by @Lexus) pic.twitter.com/AAv6cnH2ND— NFL (@NFL) December 22, 2020 Ryan Finley, þriðji leikstjórnandi liðsins, leiddi liðið til sigurs og hlauparinn og varaskeifan Giovani Bernard átti mjög góðan leik. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers, átti ekki góðan leik og liðið hans virðist vera í tómu tjóni. Steelers vann ellefu fyrstu leiki sína á tímabilinu en hefur nú tapað þremur í röð og ekki skorað yfir tuttugu stig í fjórum síðustu leikjum sínum. Ryan Finley keeps it for the 23-yard rushing TD! The @Bengals take a 14-point lead. #SeizeTheDEY : #PITvsCIN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/pZlOokjorx pic.twitter.com/K8GtmUyZ5R— NFL (@NFL) December 22, 2020 Það héldu flestir að liðið myndi rífa sig upp á móti einu slakasta liði NFL-deildarinnar en annað kom heldur betur á daginn. Í ofanlag var liði að tapa í fyrsta sinn fyrir Bengals síðan 2015. „Við verðum að kafa djúpt. Við þurfum að finna út hvað er að og verða betri,“ sagði varnarmaðurinn TJ Watt eftir leik. „Ég hef aldrei hætt að trúa á þetta lið. Við verðum bara að leysa þetta og ég tel að við getum það,“ sagði Ben Roethlisberger. Mackensie Alexander with the interception! #SeizeTheDEY : #PITvsCIN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/pZlOokjorx pic.twitter.com/OnWoAj114l— NFL (@NFL) December 22, 2020 Pittsburgh Steelers er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en þessi taphrina hefur aftur á móti gefið Cleveland Browns tækifæri til að vinna Norðurriðil Ameríkudeildarinnar því Browns er nú aðeins einum sigri á eftir Steelers. Pittsburgh Steelers á heldur ekki auðvelda andstæðinga í lokaumferðunum eða umrætt Cleveland Browns lið á útivelli og svo Indianapolis Colts sem hefur líka unnið tíu af fjórtán leikjum sínum á leiktíðinni. The Steelers are the 17th team in NFL history to start a season 11-0 or better. They are just the 3rd team among that group to lose 3 straight games immediately following an 11-0 or better start, alongside the 1969 Rams and 2009 Saints.The 2009 Saints won the Super Bowl. pic.twitter.com/G2Eud1bkT6— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) December 22, 2020 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Cincinnati Bengals var aðeins búið að vinna tvo af fyrstu tólf leikjum sínum í NFL-deildinni í vetur en vann frekar sannfærandi 27-17 sigur á Pittsburgh Steelers í lokaleik fimmtándu leikviku. Cincinnati Bengals var 17-0 yfir í hálfleik og 24-10 yfir þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Þetta gerði Cincinnati Bengals liðið þrátt fyrir að leik án sinna tveggja stærstu stjarna, leikstjórnandans Joe Burrow og hlauparans Joe Mixon. FINAL: The @Bengals take this AFC North matchup! #SeizeTheDEY #PITvsCIN (by @Lexus) pic.twitter.com/AAv6cnH2ND— NFL (@NFL) December 22, 2020 Ryan Finley, þriðji leikstjórnandi liðsins, leiddi liðið til sigurs og hlauparinn og varaskeifan Giovani Bernard átti mjög góðan leik. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers, átti ekki góðan leik og liðið hans virðist vera í tómu tjóni. Steelers vann ellefu fyrstu leiki sína á tímabilinu en hefur nú tapað þremur í röð og ekki skorað yfir tuttugu stig í fjórum síðustu leikjum sínum. Ryan Finley keeps it for the 23-yard rushing TD! The @Bengals take a 14-point lead. #SeizeTheDEY : #PITvsCIN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/pZlOokjorx pic.twitter.com/K8GtmUyZ5R— NFL (@NFL) December 22, 2020 Það héldu flestir að liðið myndi rífa sig upp á móti einu slakasta liði NFL-deildarinnar en annað kom heldur betur á daginn. Í ofanlag var liði að tapa í fyrsta sinn fyrir Bengals síðan 2015. „Við verðum að kafa djúpt. Við þurfum að finna út hvað er að og verða betri,“ sagði varnarmaðurinn TJ Watt eftir leik. „Ég hef aldrei hætt að trúa á þetta lið. Við verðum bara að leysa þetta og ég tel að við getum það,“ sagði Ben Roethlisberger. Mackensie Alexander with the interception! #SeizeTheDEY : #PITvsCIN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/pZlOokjorx pic.twitter.com/OnWoAj114l— NFL (@NFL) December 22, 2020 Pittsburgh Steelers er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en þessi taphrina hefur aftur á móti gefið Cleveland Browns tækifæri til að vinna Norðurriðil Ameríkudeildarinnar því Browns er nú aðeins einum sigri á eftir Steelers. Pittsburgh Steelers á heldur ekki auðvelda andstæðinga í lokaumferðunum eða umrætt Cleveland Browns lið á útivelli og svo Indianapolis Colts sem hefur líka unnið tíu af fjórtán leikjum sínum á leiktíðinni. The Steelers are the 17th team in NFL history to start a season 11-0 or better. They are just the 3rd team among that group to lose 3 straight games immediately following an 11-0 or better start, alongside the 1969 Rams and 2009 Saints.The 2009 Saints won the Super Bowl. pic.twitter.com/G2Eud1bkT6— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) December 22, 2020 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira