Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2020 23:41 Fé rekið af kerru á Dómadalshálsi. Hálkan var svo mikil að jeppinn komst ekki upp. Einar Árnason Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. „Maður verður bara að standa upp aftur,“ segir Sif Ólafsdóttir í þættinum Um land allt á Stöð 2 en þar er fjallmönnum Land- og Holtamanna fylgt í leitum á Landmannaafrétti í haust. „Maður fylgir þessum ullarhnoðrum út um allt,“ segir Dagný Rós Stefánsdóttir. Dagný Rós Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga, og Sif Ólafsdóttir, Einhamri, við Helliskvísl hjá Landmannahelli.Einar Árnason „Maður hafði eiginlega meiri áhyggjur af því að hesturinn rynni bara niður. Þetta var svo sleipt þarna uppi,“ segir Sif. „Svo safnast snjórinn svo undir hófana á þeim,“ segir Dagný Rós. „Þeir eru alveg á stultum, greyin,“ segir Sif. Leitirnar í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna. Fjallið Löðmundur er með þeim hæstu á þessum slóðum, 1.077 metra hátt. Í hlíðum þess sjáum við göngumenn fóta sig áfram upp á hæstu brúnir í hríðinni. Rökkvi Hljómur Kristjánsson er frá Hólum á Rangárvöllum.Einar Árnason Við Löðmundarvatn hittum við þá Braga Guðmundsson, sem býr í Garðinum en stundar hestamennsku í Flagbjarnarholti, og Rökkva Hljóm Kristjánsson frá Hólum á Rangárvöllum. Þeir höfðu smalað svæðið allt frá Landmannalaugum þann daginn. Og það er heldur ekki hættulaust að vera akandi við þessar aðstæður. Í brekkunni upp Dómadalshálsinn er Hugrún Hannesdóttir næstum búin að missa jeppann út af í hálku og með fjögurra ára gamlan son sinn í bílnum. Kerran í eftirdragi fór í vinkil þegar jeppinn tók að renna niður brekkuna. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 14.30. Hér má sjá sex mínútna myndskeið: Um land allt Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
„Maður verður bara að standa upp aftur,“ segir Sif Ólafsdóttir í þættinum Um land allt á Stöð 2 en þar er fjallmönnum Land- og Holtamanna fylgt í leitum á Landmannaafrétti í haust. „Maður fylgir þessum ullarhnoðrum út um allt,“ segir Dagný Rós Stefánsdóttir. Dagný Rós Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga, og Sif Ólafsdóttir, Einhamri, við Helliskvísl hjá Landmannahelli.Einar Árnason „Maður hafði eiginlega meiri áhyggjur af því að hesturinn rynni bara niður. Þetta var svo sleipt þarna uppi,“ segir Sif. „Svo safnast snjórinn svo undir hófana á þeim,“ segir Dagný Rós. „Þeir eru alveg á stultum, greyin,“ segir Sif. Leitirnar í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna. Fjallið Löðmundur er með þeim hæstu á þessum slóðum, 1.077 metra hátt. Í hlíðum þess sjáum við göngumenn fóta sig áfram upp á hæstu brúnir í hríðinni. Rökkvi Hljómur Kristjánsson er frá Hólum á Rangárvöllum.Einar Árnason Við Löðmundarvatn hittum við þá Braga Guðmundsson, sem býr í Garðinum en stundar hestamennsku í Flagbjarnarholti, og Rökkva Hljóm Kristjánsson frá Hólum á Rangárvöllum. Þeir höfðu smalað svæðið allt frá Landmannalaugum þann daginn. Og það er heldur ekki hættulaust að vera akandi við þessar aðstæður. Í brekkunni upp Dómadalshálsinn er Hugrún Hannesdóttir næstum búin að missa jeppann út af í hálku og með fjögurra ára gamlan son sinn í bílnum. Kerran í eftirdragi fór í vinkil þegar jeppinn tók að renna niður brekkuna. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 14.30. Hér má sjá sex mínútna myndskeið:
Um land allt Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30
Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23