Innlent

Fluguhnýtingarkassar smíðaðir af föngum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Jón Ingi Jónsson, fangavörður og umsjónarmaður smíðaverkstæðisins á Litla Hrauni.
Jón Ingi Jónsson, fangavörður og umsjónarmaður smíðaverkstæðisins á Litla Hrauni. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fluguhnýtingar kassar smíðaðir af föngum á Litla Hrauni renna út eins og heitar lummur til veiðimanna, sem þurfa að geyma flugurnar sínum á góðum stað. Efni úr gömlu varðstjóraborði á Litla Hrauni er meðal annars notað í kassana.

Það er stöðugt verið að vinna í því að vinna verkefni fyrri fangana á Litla Hrauni. Á staðnum er smíðaverkstæði þar sem fangarnir taka að sér ýmis verkefni en það nýjasta hjá þeim er að smíða fluguhnýtingar kassa.

„Svona verkefni ræktar samband á milli handar og huga og hjálpar föngnum aðeins að gleyma í hvernig aðstæðum þeir eru. Það er þannig að það er einn maður hérna sem heitir Jón Þór og er meðferðarfulltrúi hérna, sem er ógurlegur fluguveiðimaður, hann gaukaði þessari hugmynd að mér,“ segir Jón Ingi Jónsson, fangavörður og umsjónarmaður smíðaverkstæðisins á Litla Hrauni.

Fangarnir hafa smíðað eða eru að smíða fimmtán fluguhnýtingar kassa.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Jón Ingi segir fangana hafa mjög gaman af þessu verkefni, ekki síst vegna þess hvað það fær góðar viðtökur og hvað margir veiðimenn hafi áhuga á að eignast svona kassa.

„Þetta kennir drengjunum að vinna með höndum og láta daginn líða við svona uppbyggjandi störf.“

Jón Ingi segir frábært að stýra verkstæðinu á Litla Hrauni og sjá hvað margir af föngnum eru mikil verkmenn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×