Enski boltinn

Kald­hæðinn Mourin­ho um sigur Klopp: „Eini mögu­leiki Flick er að þeir búi til fleiri keppnir fyrir hann“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jose Mourinho skaut aðeins á það að Jurgen Klopp hafi unnið verðlauninn, besti þjálfarinn hjá FIFA.
Jose Mourinho skaut aðeins á það að Jurgen Klopp hafi unnið verðlauninn, besti þjálfarinn hjá FIFA. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sló á létta strengi á blaðamannafundi er hann var spurður út í verðlaunin sem Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, vann í vikunni.

Klopp var valinn þjálfari ársins hjá FIFA. Þar hafði hann meðal annars betur gegn Hansi Flick, þjálfara Bayern, en Flick vann allt það sem hægt var að vinna með þýska liðið.

„Ég held að eini möguleikinn fyrir Flick til að vinna þetta, er sú að Bayern þurfi að finna tvær eða þrjár nýjar keppnir fyrir hann til þess að vinna,“ sagði Mourinho í kaldhæðnislegum tón.

„Svo kannski ef hann vinnur sjö keppnir á einu tímabili, þá kannski vinnur hann þetta. Ég held að hann hafi bara unnið Meistaradeildina, þýsku úrvalsdeildina, þýska bikarinn, Ofurbikarinn og þýska Ofurbikarinn.“

„Hann vann bara fimm keppnir og þar á meðal þá stærstu. Aumingja hann,“ sagði Mourinho í sínum einstaka kaldhæðna stíl.

Klopp og Mourinho lenti aðeins saman eftir leik Liverpool og Tottenham í vikunni en Tottenham mætir Leicester í Lundúnum á morgun.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.