Innlent

Kanna hve margir bjuggu í húsunum

Birgir Olgeirsson skrifar
Skriðurnar sem féllu í nótt og í dag sjást hér á korti. Sú stóra síðdegis sést rauðmerkt fara yfir Hafnarveg.
Skriðurnar sem féllu í nótt og í dag sjást hér á korti. Sú stóra síðdegis sést rauðmerkt fara yfir Hafnarveg. Hafsteinn

Ekki er vitað til að nokkurs sé saknað eftir seinni skriðuna sem féll á Seyðisfirði í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir í samtali við Vísi að á þessari stundu sé ekki vitað til þess að slys hafi orðið á fólki.

Hann segir að verið sé að kanna hve margir bjuggu í húsunum sem urðu fyrir þessari síðustu skriðum, en þau eru minnst tíu. Fyrr í dag óskuðu almannavarnir eftir því að allir íbúar gerðu grein fyrir sér í félagsheimilinu Herðubreið í bænum.

Nú er unnið að því að flytja alla íbúa á brott með hópferðabílum og er undirbúningur hafinn fyrir móttöku þeirra í fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum.

Frá Seyðisfirði. Vísir/Egill


Tengdar fréttir

Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll

Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Skriður féllu enn síðdegis. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að hækka almannavarnastig á Seyðisfirði úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.