Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2020 14:08 Þrír létust í brunanum sem kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Vísir/Vilhelm Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. Þrír létust í brunanum. Skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann hefur verið birt á vef HMS en í samantekt um skýrsluna segir að ofangreint vekji spurningar um til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að hindra að harmleikur af þessu tagi endurtaki sig. Þá segir að vettvangurinn hafi ekki verið fullmannaður af hálfu slökkviliðsins fyrr en seinni dælubíllinn kom á staðinn, 11 mínútum og 50 sekúndum eftir að útkall barst, þar sem hann var að sinna öðru alvarlegu útkalli. „Það er umfram það 10 mínútna viðmið sem kveðið er á um fyrir umrætt útkallssvæði í reglugerð. Skýrsluhöfundar komast þó að þeirri niðurstöðu að fullmannaður vettvangur strax 7 mínútum eftir útkall, þegar fyrsti dælubílinn var kominn á staðinn, hefði ekki breytt því hvernig fór.“ Hermann Jónsson, forstjóri HMS: „Bruninn á Bræðraborgarstíg er mikill harmleikur. Það er óásættanlegt fyrir okkar samfélag að aðstæður íbúa hússins skuli hafa verið þeim hætti sem lýst er í skýrslunni. Erlent verkafólk er hópur sem við höfum lengi vitað að er í einna verstu stöðunni á húsnæðismarkaði. Á Bræðraborgarstíg voru brunavarnir ekki í samræmi við lög. Þessi skýrsla þarf að verða upphafspunktur úrbóta og til þess þurfa margir ólíkir aðilar að koma að borðinu. Við höfum verið með óleyfisbúsetu, sem við köllum það þegar fólk býr í húsnæði sem ekki er ætlað sem íbúðarhúsnæði, í sérstakri skoðun að undanförnu, í samvinnu við borgaryfirvöld, slökkvilið og verkalýðshreyfinguna. Nú liggur þessi skýrsla fyrir og birtir okkur veruleika fólks sem býr í ósamþykktu leiguhúsnæði en sem reynist svo vera brunagildra. Við skuldum bæði þeim sem létust og þeim sem búa í óviðunandi húsnæði í dag að bregðast við. Að ósk ráðherra þá munum við vinna þetta hratt og skila tillögum innan fimm til sex vikna. Við ætlum að eiga samtal við alla hlutaðeigandi. Það verður að taka betur utan um þessi mál en hefur verið gert hingað til, svo tryggja megi að hræðilegir atburðir eins og þessi endurtaki sig ekki.“ Eina flóttaleiðin fljótlega teppt Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að líklega hafi verið um íkveikju að ræða, sem skýri að hluta hraða útbreiðslu eldsins. Meginástæðan fyrir því að eldsvoðinn varð svo skæður hafi hins vegar verið ástand hússins og lélegar brunavarnir. „Húsið var gamalt timburhús sem ekki var brunatæknilega hannað. Einangrun hússins var að mestu brennanleg, sem auðveldaði mjög útbreiðslu elds og gerði slökkvistarfi erfitt fyrir. Klæðningar voru almennt úr timbri sem juku á brunaálagið og hröðuðu eldútbreiðslu, ekki síst timbur í loftum,“ segir í skýrslunni. Niðurstöður athuguna leiddi í ljós að eldurinn hefði byrjað í herbergi á 2. hæð og og að hurðinni á því herbergi hefði verið hallað aftur. Um mínútu seinna hefði eldur kviknað á stigapalli á sömu hæð og reykur frá þeim eldi fljótlega teppt einu flóttaleið hússins. „Skömmu eftir að gluggi í stigahúsinu til suðurs var brotinn varð yfirtendrun í stigahúsinu. Eftir það breiddist eldurinn út á 2. hæð og upp á rishæð. Líkan HMS hermdi sannfærandi eftir atburðarrásinni, borið saman við atburðarrásina eins og hún kom fyrir sjónir að teknu tilliti til mynda, myndbanda og frásagna sjónarvotta.“ Vísir/Vilhelm Ekki kallað eftir sérstakri brunahönnun Í skýrslunni er fjallað um byggingasögu hússins en þar kemur meðal annars fram að ekki var kallað eftir sérstakri brunahönnun eins og hefði átt að gera en það hefði líklega leitt til breytinga á fyrirkomulagi íbúðarhæða á 2. og rishæð hússins. „Þá voru þær litlu brunavarnir sem þó komu fram á samþykktum teikningum frá árinu 2000 ekki til staðar þegar eldsvoðinn átti sér stað. Það gerði húsið óbyggilegt frá brunatæknilegu sjónarhorni.“ Skýrsluhöfundar benda á að teikningar hússins hefðu gert ráð fyrir því að á 2. hæð og í risi væru íbúðir en raunveruleg notkun hefði verið önnur. „Forsendur gagnvart brunaöryggi voru því allt aðrar. Húsið var í raun notað af fjölda einstaklinga sem hver hafði sitt herbergi og sameiginlegan aðgang að eldhúsi og baði en ekki sem tvær íbúðir. Fjöldi herbergja var meiri en á teikningum og því hefði húseigandi átt að sækja um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun hússins. Breytt notkun kallaði á breyttar brunavarnir og eldvarnaeftirlit.“ Vísir/Vilhelm Ómögulegt að bjarga þeim sem létust HMS kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið hægt, eins og aðstæður voru, að bjarga þeim þremur einstaklingum sem létu lífið í eldsvoðanum. Full mönnun á vettvangi innan sjö mínútna frá því að útkall barst hefði ekki breytt neinu þar um. „Í ljósi þess mikla álags sem almennt er í sjúkraflutningum á svæði SHS telur HMS þörf á að íhuga vandlega möguleika á eflingu mannafla liðsins. Þetta þyrfti að gera samhliða árlegri endurskoðun á mannaflaþörf í brunavarnaáætlun SHS.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Þrír létust í brunanum. Skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann hefur verið birt á vef HMS en í samantekt um skýrsluna segir að ofangreint vekji spurningar um til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að hindra að harmleikur af þessu tagi endurtaki sig. Þá segir að vettvangurinn hafi ekki verið fullmannaður af hálfu slökkviliðsins fyrr en seinni dælubíllinn kom á staðinn, 11 mínútum og 50 sekúndum eftir að útkall barst, þar sem hann var að sinna öðru alvarlegu útkalli. „Það er umfram það 10 mínútna viðmið sem kveðið er á um fyrir umrætt útkallssvæði í reglugerð. Skýrsluhöfundar komast þó að þeirri niðurstöðu að fullmannaður vettvangur strax 7 mínútum eftir útkall, þegar fyrsti dælubílinn var kominn á staðinn, hefði ekki breytt því hvernig fór.“ Hermann Jónsson, forstjóri HMS: „Bruninn á Bræðraborgarstíg er mikill harmleikur. Það er óásættanlegt fyrir okkar samfélag að aðstæður íbúa hússins skuli hafa verið þeim hætti sem lýst er í skýrslunni. Erlent verkafólk er hópur sem við höfum lengi vitað að er í einna verstu stöðunni á húsnæðismarkaði. Á Bræðraborgarstíg voru brunavarnir ekki í samræmi við lög. Þessi skýrsla þarf að verða upphafspunktur úrbóta og til þess þurfa margir ólíkir aðilar að koma að borðinu. Við höfum verið með óleyfisbúsetu, sem við köllum það þegar fólk býr í húsnæði sem ekki er ætlað sem íbúðarhúsnæði, í sérstakri skoðun að undanförnu, í samvinnu við borgaryfirvöld, slökkvilið og verkalýðshreyfinguna. Nú liggur þessi skýrsla fyrir og birtir okkur veruleika fólks sem býr í ósamþykktu leiguhúsnæði en sem reynist svo vera brunagildra. Við skuldum bæði þeim sem létust og þeim sem búa í óviðunandi húsnæði í dag að bregðast við. Að ósk ráðherra þá munum við vinna þetta hratt og skila tillögum innan fimm til sex vikna. Við ætlum að eiga samtal við alla hlutaðeigandi. Það verður að taka betur utan um þessi mál en hefur verið gert hingað til, svo tryggja megi að hræðilegir atburðir eins og þessi endurtaki sig ekki.“ Eina flóttaleiðin fljótlega teppt Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að líklega hafi verið um íkveikju að ræða, sem skýri að hluta hraða útbreiðslu eldsins. Meginástæðan fyrir því að eldsvoðinn varð svo skæður hafi hins vegar verið ástand hússins og lélegar brunavarnir. „Húsið var gamalt timburhús sem ekki var brunatæknilega hannað. Einangrun hússins var að mestu brennanleg, sem auðveldaði mjög útbreiðslu elds og gerði slökkvistarfi erfitt fyrir. Klæðningar voru almennt úr timbri sem juku á brunaálagið og hröðuðu eldútbreiðslu, ekki síst timbur í loftum,“ segir í skýrslunni. Niðurstöður athuguna leiddi í ljós að eldurinn hefði byrjað í herbergi á 2. hæð og og að hurðinni á því herbergi hefði verið hallað aftur. Um mínútu seinna hefði eldur kviknað á stigapalli á sömu hæð og reykur frá þeim eldi fljótlega teppt einu flóttaleið hússins. „Skömmu eftir að gluggi í stigahúsinu til suðurs var brotinn varð yfirtendrun í stigahúsinu. Eftir það breiddist eldurinn út á 2. hæð og upp á rishæð. Líkan HMS hermdi sannfærandi eftir atburðarrásinni, borið saman við atburðarrásina eins og hún kom fyrir sjónir að teknu tilliti til mynda, myndbanda og frásagna sjónarvotta.“ Vísir/Vilhelm Ekki kallað eftir sérstakri brunahönnun Í skýrslunni er fjallað um byggingasögu hússins en þar kemur meðal annars fram að ekki var kallað eftir sérstakri brunahönnun eins og hefði átt að gera en það hefði líklega leitt til breytinga á fyrirkomulagi íbúðarhæða á 2. og rishæð hússins. „Þá voru þær litlu brunavarnir sem þó komu fram á samþykktum teikningum frá árinu 2000 ekki til staðar þegar eldsvoðinn átti sér stað. Það gerði húsið óbyggilegt frá brunatæknilegu sjónarhorni.“ Skýrsluhöfundar benda á að teikningar hússins hefðu gert ráð fyrir því að á 2. hæð og í risi væru íbúðir en raunveruleg notkun hefði verið önnur. „Forsendur gagnvart brunaöryggi voru því allt aðrar. Húsið var í raun notað af fjölda einstaklinga sem hver hafði sitt herbergi og sameiginlegan aðgang að eldhúsi og baði en ekki sem tvær íbúðir. Fjöldi herbergja var meiri en á teikningum og því hefði húseigandi átt að sækja um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun hússins. Breytt notkun kallaði á breyttar brunavarnir og eldvarnaeftirlit.“ Vísir/Vilhelm Ómögulegt að bjarga þeim sem létust HMS kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið hægt, eins og aðstæður voru, að bjarga þeim þremur einstaklingum sem létu lífið í eldsvoðanum. Full mönnun á vettvangi innan sjö mínútna frá því að útkall barst hefði ekki breytt neinu þar um. „Í ljósi þess mikla álags sem almennt er í sjúkraflutningum á svæði SHS telur HMS þörf á að íhuga vandlega möguleika á eflingu mannafla liðsins. Þetta þyrfti að gera samhliða árlegri endurskoðun á mannaflaþörf í brunavarnaáætlun SHS.“
Hermann Jónsson, forstjóri HMS: „Bruninn á Bræðraborgarstíg er mikill harmleikur. Það er óásættanlegt fyrir okkar samfélag að aðstæður íbúa hússins skuli hafa verið þeim hætti sem lýst er í skýrslunni. Erlent verkafólk er hópur sem við höfum lengi vitað að er í einna verstu stöðunni á húsnæðismarkaði. Á Bræðraborgarstíg voru brunavarnir ekki í samræmi við lög. Þessi skýrsla þarf að verða upphafspunktur úrbóta og til þess þurfa margir ólíkir aðilar að koma að borðinu. Við höfum verið með óleyfisbúsetu, sem við köllum það þegar fólk býr í húsnæði sem ekki er ætlað sem íbúðarhúsnæði, í sérstakri skoðun að undanförnu, í samvinnu við borgaryfirvöld, slökkvilið og verkalýðshreyfinguna. Nú liggur þessi skýrsla fyrir og birtir okkur veruleika fólks sem býr í ósamþykktu leiguhúsnæði en sem reynist svo vera brunagildra. Við skuldum bæði þeim sem létust og þeim sem búa í óviðunandi húsnæði í dag að bregðast við. Að ósk ráðherra þá munum við vinna þetta hratt og skila tillögum innan fimm til sex vikna. Við ætlum að eiga samtal við alla hlutaðeigandi. Það verður að taka betur utan um þessi mál en hefur verið gert hingað til, svo tryggja megi að hræðilegir atburðir eins og þessi endurtaki sig ekki.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira