Innlent

Allt sem þarf að vita um stöðu bóluefnanna á einum stað

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Pfizer-bóluefnið er komið lengst á veg.
Pfizer-bóluefnið er komið lengst á veg. AP/Hans Pennink

Heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman yfirlit með upplýsingum um stöðu samninga um bóluefni gegn kórónuveirunni, sem Íslandi bjóðast á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur.

Á yfirlitinu má einnig sjá hver staðan er á prófunum viðkomandi bóluefnis, hvenær megi vænta útgáfu markaðsleyfis og hve marga skammta bóluefnis Ísland muni fá eftir því sem upplýsingar um það liggja fyrir. Yfirlitið er myndrænt og verður uppfært reglulega eftir því sem málum vindur fram.

Í yfirlitinu, sem sjá má gagnvirkt hér fyrir neðan, kemur til dæmis fram að stefnt sé að afhendingu Pfizer/BioNTech-bóluefnisins í lok þessa árs eftir fund Evrópsku lyfjastofnunarinnar 21. desember.

Ekki liggur fyrir hvenær bóluefni AstraZeneca kemur til landsins en líklega verður byrjað að afhenda það á fyrsta ársfjórðungi. Afstaða Evrópsku lyfjastofnunarinnar til Moderna-bóluefnisins mun ekki liggja fyrir síðar en 12. janúar næstkomandi. Áætlað er að afhending efnisins hér á landi hefjist á fyrsta ársfjórðungi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×