Ætla að herða eftirlit með sóttvörnum á Keflavíkurflugvelli Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 16. desember 2020 19:10 Lögreglan á Keflavíkurflugvelli ætlar að herða eftirlit með sóttvörnum. Til greina kemur að sekta fólk fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum varðandi það að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn. Fyrr í dag var sagt frá því að nokkuð hafi borið á því að farþegar sem hafi komið til landsins með flugi síðustu daga, hafi verið sóttir á Keflavíkurflugvöll og þá þvert á tilmæli yfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sagði í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Rætt var við nokkra á flugvellinum í dag sem höfðu lagt leið sína þangað til að sækja einhverja sem voru að fljúga til landsins. Þar virtist fólk meðvitað um sóttvarnarreglur og viðmið. Leigubílstjóri sem hefur fylgst með á flugvellinum dregur þó verulega í efa að reglum hafi verið fylgt og að allir þeir sem hafi sótt fólk og keyrt með þeim til byggða muni fara í sóttkví. Elma Cates var mætt til að sækja barnabörn sín og hún sagði að allir færu saman í sóttkví eftir á. Það væri þess virði að fá börnin heim yfir jólin. Þorgerður Gylfadóttir greip til ráðstafana og kom með aukabíl til að sækja dóttur sína og tengdason. Þá var búið að koma þeim fyrir í annarri íbúð þar sem þau gætu verið í sóttkví. Edith Louise Carlson, leigubílstjóri, sagði marga hafa verið sótta á einkabílum og hún hefði ekki trú á því að allt það fólk færi í sóttkví. Þá hefðu margir verið að faðmast. Fólk að kyssast og knúsast Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagðist hafa áhyggjur af stöðunni. Enn og aftur væri fólk að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn, þrátt fyrir að margsinnis væri búið að benda fólki á að gera það ekki. Fólk væri „jafnvel að kyssast og knúsast og taka af sér grímurnar,“ eins og Sigurgeir orðaði það. Hann sagði fjórar leiðir í boði fyrir fólk. Bílaleigubíl, flugrútu, leigubílar eða þá að skilja eftir bíla fyrir þá sem séu að koma til landsins erlendis frá. Hann sagði að eftirlit með þessu yrði hert en vildi ekki segja til um hvort fólk gæti átt von á sektum. Sigurgeir segði að alltaf væri reynt að fara hina leiðina en það væri ekki útilokað að sekta fólk. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Fyrr í dag var sagt frá því að nokkuð hafi borið á því að farþegar sem hafi komið til landsins með flugi síðustu daga, hafi verið sóttir á Keflavíkurflugvöll og þá þvert á tilmæli yfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sagði í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Rætt var við nokkra á flugvellinum í dag sem höfðu lagt leið sína þangað til að sækja einhverja sem voru að fljúga til landsins. Þar virtist fólk meðvitað um sóttvarnarreglur og viðmið. Leigubílstjóri sem hefur fylgst með á flugvellinum dregur þó verulega í efa að reglum hafi verið fylgt og að allir þeir sem hafi sótt fólk og keyrt með þeim til byggða muni fara í sóttkví. Elma Cates var mætt til að sækja barnabörn sín og hún sagði að allir færu saman í sóttkví eftir á. Það væri þess virði að fá börnin heim yfir jólin. Þorgerður Gylfadóttir greip til ráðstafana og kom með aukabíl til að sækja dóttur sína og tengdason. Þá var búið að koma þeim fyrir í annarri íbúð þar sem þau gætu verið í sóttkví. Edith Louise Carlson, leigubílstjóri, sagði marga hafa verið sótta á einkabílum og hún hefði ekki trú á því að allt það fólk færi í sóttkví. Þá hefðu margir verið að faðmast. Fólk að kyssast og knúsast Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagðist hafa áhyggjur af stöðunni. Enn og aftur væri fólk að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn, þrátt fyrir að margsinnis væri búið að benda fólki á að gera það ekki. Fólk væri „jafnvel að kyssast og knúsast og taka af sér grímurnar,“ eins og Sigurgeir orðaði það. Hann sagði fjórar leiðir í boði fyrir fólk. Bílaleigubíl, flugrútu, leigubílar eða þá að skilja eftir bíla fyrir þá sem séu að koma til landsins erlendis frá. Hann sagði að eftirlit með þessu yrði hert en vildi ekki segja til um hvort fólk gæti átt von á sektum. Sigurgeir segði að alltaf væri reynt að fara hina leiðina en það væri ekki útilokað að sekta fólk.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira