Ætla að herða eftirlit með sóttvörnum á Keflavíkurflugvelli Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 16. desember 2020 19:10 Lögreglan á Keflavíkurflugvelli ætlar að herða eftirlit með sóttvörnum. Til greina kemur að sekta fólk fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum varðandi það að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn. Fyrr í dag var sagt frá því að nokkuð hafi borið á því að farþegar sem hafi komið til landsins með flugi síðustu daga, hafi verið sóttir á Keflavíkurflugvöll og þá þvert á tilmæli yfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sagði í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Rætt var við nokkra á flugvellinum í dag sem höfðu lagt leið sína þangað til að sækja einhverja sem voru að fljúga til landsins. Þar virtist fólk meðvitað um sóttvarnarreglur og viðmið. Leigubílstjóri sem hefur fylgst með á flugvellinum dregur þó verulega í efa að reglum hafi verið fylgt og að allir þeir sem hafi sótt fólk og keyrt með þeim til byggða muni fara í sóttkví. Elma Cates var mætt til að sækja barnabörn sín og hún sagði að allir færu saman í sóttkví eftir á. Það væri þess virði að fá börnin heim yfir jólin. Þorgerður Gylfadóttir greip til ráðstafana og kom með aukabíl til að sækja dóttur sína og tengdason. Þá var búið að koma þeim fyrir í annarri íbúð þar sem þau gætu verið í sóttkví. Edith Louise Carlson, leigubílstjóri, sagði marga hafa verið sótta á einkabílum og hún hefði ekki trú á því að allt það fólk færi í sóttkví. Þá hefðu margir verið að faðmast. Fólk að kyssast og knúsast Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagðist hafa áhyggjur af stöðunni. Enn og aftur væri fólk að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn, þrátt fyrir að margsinnis væri búið að benda fólki á að gera það ekki. Fólk væri „jafnvel að kyssast og knúsast og taka af sér grímurnar,“ eins og Sigurgeir orðaði það. Hann sagði fjórar leiðir í boði fyrir fólk. Bílaleigubíl, flugrútu, leigubílar eða þá að skilja eftir bíla fyrir þá sem séu að koma til landsins erlendis frá. Hann sagði að eftirlit með þessu yrði hert en vildi ekki segja til um hvort fólk gæti átt von á sektum. Sigurgeir segði að alltaf væri reynt að fara hina leiðina en það væri ekki útilokað að sekta fólk. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
Fyrr í dag var sagt frá því að nokkuð hafi borið á því að farþegar sem hafi komið til landsins með flugi síðustu daga, hafi verið sóttir á Keflavíkurflugvöll og þá þvert á tilmæli yfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sagði í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Rætt var við nokkra á flugvellinum í dag sem höfðu lagt leið sína þangað til að sækja einhverja sem voru að fljúga til landsins. Þar virtist fólk meðvitað um sóttvarnarreglur og viðmið. Leigubílstjóri sem hefur fylgst með á flugvellinum dregur þó verulega í efa að reglum hafi verið fylgt og að allir þeir sem hafi sótt fólk og keyrt með þeim til byggða muni fara í sóttkví. Elma Cates var mætt til að sækja barnabörn sín og hún sagði að allir færu saman í sóttkví eftir á. Það væri þess virði að fá börnin heim yfir jólin. Þorgerður Gylfadóttir greip til ráðstafana og kom með aukabíl til að sækja dóttur sína og tengdason. Þá var búið að koma þeim fyrir í annarri íbúð þar sem þau gætu verið í sóttkví. Edith Louise Carlson, leigubílstjóri, sagði marga hafa verið sótta á einkabílum og hún hefði ekki trú á því að allt það fólk færi í sóttkví. Þá hefðu margir verið að faðmast. Fólk að kyssast og knúsast Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagðist hafa áhyggjur af stöðunni. Enn og aftur væri fólk að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn, þrátt fyrir að margsinnis væri búið að benda fólki á að gera það ekki. Fólk væri „jafnvel að kyssast og knúsast og taka af sér grímurnar,“ eins og Sigurgeir orðaði það. Hann sagði fjórar leiðir í boði fyrir fólk. Bílaleigubíl, flugrútu, leigubílar eða þá að skilja eftir bíla fyrir þá sem séu að koma til landsins erlendis frá. Hann sagði að eftirlit með þessu yrði hert en vildi ekki segja til um hvort fólk gæti átt von á sektum. Sigurgeir segði að alltaf væri reynt að fara hina leiðina en það væri ekki útilokað að sekta fólk.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira