Ekki óhætt að snúa aftur heim næsta sólarhringinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2020 14:32 Staðan á Seyðisfirði er metin í sífellu en á þessari stundu er talið afar ólíklegt að fólkið geti snúið aftur heim í bráð. Davíð Kristinsson Ólíklegt þykir að fólkið sem þurfti að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu á Seyðisfirði geti snúið aftur í bráð. Í það minnsta ekki næsta sólarhringinn því hættustig er áfram í gildi í bænum. Staðan er þó í metin í sífellu. Síðdegis í gær þurfti að rýma fimmtíu hús í alls fimm götum á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í bænum en að minnsta kosti tvö hús urðu fyrir þeim. Ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar segir að skaplegra veður sé fyrir austan í dag en í kvöld bætir aftur í úrkomu og næstu daga sem veiti ekki á gott. Í dag verður stund milli stríða þar sem fólki gefst tækifæri til að fara örstutt heim til sín til að kanna aðstæður eftir skriðurnar og sækja lyf og aðrar nauðsynjar. Heimsóknirnar verða undir eftirliti lögreglu og björgunarsveita. Hafi fólk áhuga á að komast heim til sín í þessum tilgangi í dag er þeim bent á að leita í björgunarsveitarhúsið í bænum til að fá upplýsingar og fylgd. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir að tjón af völdum skriðanna verði metið í dag. „Með bæði drónum og á vettvangi auðvitað. Það er bara verið að skoða aðstæður og engin tíðindi bein af þeim en þetta er í skoðun akkúrat núna.“ Verkefni dagsins verður að vakta stöðuna og aðstoða íbúa. „Við gerum ráð fyrir að íbúar, þeir sem hafa hug á því að komast til síns heima til að skoða aðstæður og jafnvel gera ráðstafanir, þeir geti það í dag, og eitthvað fram á daginn en þá er gert ráð fyrir rigningu aftur í kvöld.“ En í ljósi þess að spáin er óhagstæð í kvöld og næstu daga, er útlit fyrir að fólk geti snúið aftur heim og gist heima hjá sér næstu daga? „Við vitum það ekki nákvæmlega en það lítur út fyrir að það verði ekki hægt að snúa heim í dag, staðan verður þó tekin aftur á morgun, þannig að við vonum það besta.“ En staðan á Eskifirði? „Þar hefur ekki dregið til neinna sérstakra tíðinda nema hvað að vatnsveðrið auðvitað varðar, það er mikið og það er álag á kerfin hér og í einhverjum tilvikum hefur flætt upp úr niðurföllum og svo framvegis en enn sem komið er er stórtíðindalaust og verður vonandi svoleiðis áfram.“ Lögregluyfirvöld og almannavarnir munu reyna að koma upplýsingum til íbúa á Seyðisfirði með reglulegu millibili bæði með fréttatilkynningum og með smáskilaboðum. Regluleg upplýsingagjöf verður á meðan ástandið varir. „Þannig að það séu allir eins upplýstir og mögulegt er.“ Hvernig er hljóðið í bæjarbúum? Það hlýtur að felast í því álag að búa við hættustig. „Líðan íbúanna er ágæt. Menn eru stóískir gagnvart þessu en eftir sem áður þá er auðvitað álag að þurfa að yfirgefa heimili sitt en ástandið á Seyðisfirði er býsna sérstakt, eins og staðan er núna. Svona vatnsveður hefur ekki verið í tugi ára, að því er mér skilst. Sem betur fer er þetta ekki daglegt brauð hjá íbúum á Seyðisfirði.“ Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. 16. desember 2020 14:03 Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Síðdegis í gær þurfti að rýma fimmtíu hús í alls fimm götum á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í bænum en að minnsta kosti tvö hús urðu fyrir þeim. Ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar segir að skaplegra veður sé fyrir austan í dag en í kvöld bætir aftur í úrkomu og næstu daga sem veiti ekki á gott. Í dag verður stund milli stríða þar sem fólki gefst tækifæri til að fara örstutt heim til sín til að kanna aðstæður eftir skriðurnar og sækja lyf og aðrar nauðsynjar. Heimsóknirnar verða undir eftirliti lögreglu og björgunarsveita. Hafi fólk áhuga á að komast heim til sín í þessum tilgangi í dag er þeim bent á að leita í björgunarsveitarhúsið í bænum til að fá upplýsingar og fylgd. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir að tjón af völdum skriðanna verði metið í dag. „Með bæði drónum og á vettvangi auðvitað. Það er bara verið að skoða aðstæður og engin tíðindi bein af þeim en þetta er í skoðun akkúrat núna.“ Verkefni dagsins verður að vakta stöðuna og aðstoða íbúa. „Við gerum ráð fyrir að íbúar, þeir sem hafa hug á því að komast til síns heima til að skoða aðstæður og jafnvel gera ráðstafanir, þeir geti það í dag, og eitthvað fram á daginn en þá er gert ráð fyrir rigningu aftur í kvöld.“ En í ljósi þess að spáin er óhagstæð í kvöld og næstu daga, er útlit fyrir að fólk geti snúið aftur heim og gist heima hjá sér næstu daga? „Við vitum það ekki nákvæmlega en það lítur út fyrir að það verði ekki hægt að snúa heim í dag, staðan verður þó tekin aftur á morgun, þannig að við vonum það besta.“ En staðan á Eskifirði? „Þar hefur ekki dregið til neinna sérstakra tíðinda nema hvað að vatnsveðrið auðvitað varðar, það er mikið og það er álag á kerfin hér og í einhverjum tilvikum hefur flætt upp úr niðurföllum og svo framvegis en enn sem komið er er stórtíðindalaust og verður vonandi svoleiðis áfram.“ Lögregluyfirvöld og almannavarnir munu reyna að koma upplýsingum til íbúa á Seyðisfirði með reglulegu millibili bæði með fréttatilkynningum og með smáskilaboðum. Regluleg upplýsingagjöf verður á meðan ástandið varir. „Þannig að það séu allir eins upplýstir og mögulegt er.“ Hvernig er hljóðið í bæjarbúum? Það hlýtur að felast í því álag að búa við hættustig. „Líðan íbúanna er ágæt. Menn eru stóískir gagnvart þessu en eftir sem áður þá er auðvitað álag að þurfa að yfirgefa heimili sitt en ástandið á Seyðisfirði er býsna sérstakt, eins og staðan er núna. Svona vatnsveður hefur ekki verið í tugi ára, að því er mér skilst. Sem betur fer er þetta ekki daglegt brauð hjá íbúum á Seyðisfirði.“
Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. 16. desember 2020 14:03 Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47
Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. 16. desember 2020 14:03
Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?