Ekki óhætt að snúa aftur heim næsta sólarhringinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2020 14:32 Staðan á Seyðisfirði er metin í sífellu en á þessari stundu er talið afar ólíklegt að fólkið geti snúið aftur heim í bráð. Davíð Kristinsson Ólíklegt þykir að fólkið sem þurfti að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu á Seyðisfirði geti snúið aftur í bráð. Í það minnsta ekki næsta sólarhringinn því hættustig er áfram í gildi í bænum. Staðan er þó í metin í sífellu. Síðdegis í gær þurfti að rýma fimmtíu hús í alls fimm götum á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í bænum en að minnsta kosti tvö hús urðu fyrir þeim. Ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar segir að skaplegra veður sé fyrir austan í dag en í kvöld bætir aftur í úrkomu og næstu daga sem veiti ekki á gott. Í dag verður stund milli stríða þar sem fólki gefst tækifæri til að fara örstutt heim til sín til að kanna aðstæður eftir skriðurnar og sækja lyf og aðrar nauðsynjar. Heimsóknirnar verða undir eftirliti lögreglu og björgunarsveita. Hafi fólk áhuga á að komast heim til sín í þessum tilgangi í dag er þeim bent á að leita í björgunarsveitarhúsið í bænum til að fá upplýsingar og fylgd. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir að tjón af völdum skriðanna verði metið í dag. „Með bæði drónum og á vettvangi auðvitað. Það er bara verið að skoða aðstæður og engin tíðindi bein af þeim en þetta er í skoðun akkúrat núna.“ Verkefni dagsins verður að vakta stöðuna og aðstoða íbúa. „Við gerum ráð fyrir að íbúar, þeir sem hafa hug á því að komast til síns heima til að skoða aðstæður og jafnvel gera ráðstafanir, þeir geti það í dag, og eitthvað fram á daginn en þá er gert ráð fyrir rigningu aftur í kvöld.“ En í ljósi þess að spáin er óhagstæð í kvöld og næstu daga, er útlit fyrir að fólk geti snúið aftur heim og gist heima hjá sér næstu daga? „Við vitum það ekki nákvæmlega en það lítur út fyrir að það verði ekki hægt að snúa heim í dag, staðan verður þó tekin aftur á morgun, þannig að við vonum það besta.“ En staðan á Eskifirði? „Þar hefur ekki dregið til neinna sérstakra tíðinda nema hvað að vatnsveðrið auðvitað varðar, það er mikið og það er álag á kerfin hér og í einhverjum tilvikum hefur flætt upp úr niðurföllum og svo framvegis en enn sem komið er er stórtíðindalaust og verður vonandi svoleiðis áfram.“ Lögregluyfirvöld og almannavarnir munu reyna að koma upplýsingum til íbúa á Seyðisfirði með reglulegu millibili bæði með fréttatilkynningum og með smáskilaboðum. Regluleg upplýsingagjöf verður á meðan ástandið varir. „Þannig að það séu allir eins upplýstir og mögulegt er.“ Hvernig er hljóðið í bæjarbúum? Það hlýtur að felast í því álag að búa við hættustig. „Líðan íbúanna er ágæt. Menn eru stóískir gagnvart þessu en eftir sem áður þá er auðvitað álag að þurfa að yfirgefa heimili sitt en ástandið á Seyðisfirði er býsna sérstakt, eins og staðan er núna. Svona vatnsveður hefur ekki verið í tugi ára, að því er mér skilst. Sem betur fer er þetta ekki daglegt brauð hjá íbúum á Seyðisfirði.“ Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. 16. desember 2020 14:03 Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Síðdegis í gær þurfti að rýma fimmtíu hús í alls fimm götum á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í bænum en að minnsta kosti tvö hús urðu fyrir þeim. Ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar segir að skaplegra veður sé fyrir austan í dag en í kvöld bætir aftur í úrkomu og næstu daga sem veiti ekki á gott. Í dag verður stund milli stríða þar sem fólki gefst tækifæri til að fara örstutt heim til sín til að kanna aðstæður eftir skriðurnar og sækja lyf og aðrar nauðsynjar. Heimsóknirnar verða undir eftirliti lögreglu og björgunarsveita. Hafi fólk áhuga á að komast heim til sín í þessum tilgangi í dag er þeim bent á að leita í björgunarsveitarhúsið í bænum til að fá upplýsingar og fylgd. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir að tjón af völdum skriðanna verði metið í dag. „Með bæði drónum og á vettvangi auðvitað. Það er bara verið að skoða aðstæður og engin tíðindi bein af þeim en þetta er í skoðun akkúrat núna.“ Verkefni dagsins verður að vakta stöðuna og aðstoða íbúa. „Við gerum ráð fyrir að íbúar, þeir sem hafa hug á því að komast til síns heima til að skoða aðstæður og jafnvel gera ráðstafanir, þeir geti það í dag, og eitthvað fram á daginn en þá er gert ráð fyrir rigningu aftur í kvöld.“ En í ljósi þess að spáin er óhagstæð í kvöld og næstu daga, er útlit fyrir að fólk geti snúið aftur heim og gist heima hjá sér næstu daga? „Við vitum það ekki nákvæmlega en það lítur út fyrir að það verði ekki hægt að snúa heim í dag, staðan verður þó tekin aftur á morgun, þannig að við vonum það besta.“ En staðan á Eskifirði? „Þar hefur ekki dregið til neinna sérstakra tíðinda nema hvað að vatnsveðrið auðvitað varðar, það er mikið og það er álag á kerfin hér og í einhverjum tilvikum hefur flætt upp úr niðurföllum og svo framvegis en enn sem komið er er stórtíðindalaust og verður vonandi svoleiðis áfram.“ Lögregluyfirvöld og almannavarnir munu reyna að koma upplýsingum til íbúa á Seyðisfirði með reglulegu millibili bæði með fréttatilkynningum og með smáskilaboðum. Regluleg upplýsingagjöf verður á meðan ástandið varir. „Þannig að það séu allir eins upplýstir og mögulegt er.“ Hvernig er hljóðið í bæjarbúum? Það hlýtur að felast í því álag að búa við hættustig. „Líðan íbúanna er ágæt. Menn eru stóískir gagnvart þessu en eftir sem áður þá er auðvitað álag að þurfa að yfirgefa heimili sitt en ástandið á Seyðisfirði er býsna sérstakt, eins og staðan er núna. Svona vatnsveður hefur ekki verið í tugi ára, að því er mér skilst. Sem betur fer er þetta ekki daglegt brauð hjá íbúum á Seyðisfirði.“
Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. 16. desember 2020 14:03 Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47
Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. 16. desember 2020 14:03
Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37