Lífið

Kántrístjarnan Charley Pride lést úr Covid-19

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kántrístjarnan Charley Pride er látinn. 
Kántrístjarnan Charley Pride er látinn.  Getty/Terry Wyatt

Bandaríski kántrísönvarinn Charley Pride er látinn, 86 ára að aldri, af völdum covid-19. Pride lést í gær en söngvarinn gerði garðinn frægan með tónlist sinni vestanhafs á miklum umrótatímum á sjöunda áratugnum en greint er frá andlátinu á heimasíðu söngvarans.

Pride hlaut þrenn Grammy-verðlaun á ferli sínum og hlaut jafnframt heiðursverðlaun Grammy árið 2017. Þótt Pride hafi ekki verið fyrsti kántrísöngvarinn sem var dökkur á hörund varð hann fljótt ein fyrsta kántrístjarnan úr röðum svartra í Bandaríkjunum.

Meðal þeirra sem hafa minnst Charley Pride í dag er söngkonan Dolly Partaon. „Ég er svo sorgmædd yfir því að einn af mínum kærustu og elstu vinum, Charley Pride, sé fallinn frá. Það er jafnvel verra að hann lést úr covid-19. En hryllilegur, hryllilegur vírus,“ skrifar Parton á Twitter.

Árið 2000 varð Pride annar kántrísöngvarinn úr röðum svartra til að fá nafn sitt á „Country Music Hall of Fame.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.