Sara Björk knattspyrnukona ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 11:16 Sara Björk er knattspyrnukona Íslands, sjötta árið í röð. Vísir/Vilhelm KSÍ tilkynnti í gær að Sara Björk Gunnarsdóttir væri knattspyrnukona ársins 2020. Sjötta árið í röð. Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir komu þar á eftir í valinu að þessu sinni. Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er Knattspyrnukona ársins í sjöunda skipti og sjötta árið í röð. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og hefur nú leikið alls 136 leiki fyrir A-landslið Íslands. Hún spilaði stóra rullu í því að Ísland tryggði sæti sitt á Evrópumótinu 2022 en það er fjórða Evrópumótið í röð sem Ísland fer á. Þá gekk hún til liðs við Frakklands- og Evrópumeistara Lyon þar sem hún gerði sér lítið fyrir og skoraði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. „Það er alltaf mikill heiður að vera kosin knattspyrnukona ársins. Þetta hefur auðvitað verið svolítið sérstakt ár að mörgu leyti. Ég færði mig um set frá Wolfsburg yfir til Lyon eftir góð ár í Þýskalandi, hef verið ánægð með byrjunina hjá nýjum klúbbi og hlakka til framhaldsins, ekki síst með landsliðinu, þar sem við náðum okkar markmiði að tryggja sæti á EM. Það eru spennandi tímar framundan,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við KSÍ um valið. 2. sæti - Sveindís Jane Jónsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir er í 2. sæti yfir knattspyrnukonur ársins. Hún kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið eftir að hafa spilað lykilhlutverk í mögnuðu liði Breiðabliks. Hún kom í Kópavoginn á láni frá Keflavík og stóð svo sannarlega fyrir sínu. Skoraði hún 14 mörk í aðeins 15 leikjum og var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur. Í heildina lék hún fimm A-landsleiki árið 2020 og skoraði í þeim tvö mörk. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta A-landsleik. Geri aðrir betur.VÍSIR/VILHELM 3. sæti - Glódís Perla Viggósdóttir Í þriðja sæti er svo Glódís Perla Viggósdóttir. Hún var einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar þar sem lið hennar Rosengård lenti í öðru sæti. Hún var tilnefnd sem besti varnarmaður deildarinnar á uppskeru hátíð sænsku úrvalsdeildarinnar. Glódís Perla lék alls átta landsleiki á árinu og er komin með 89 leiki á ferlinum, magnað afrek hjá leikmanni sem er aðeins 25 ára gamall. Glódís Perla Viggósdóttir hefur alls leikið 89 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Ekki allir hafa verið leiknir í veðri sem þessu.VÍSIR/VILHELM Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Tengdar fréttir Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01 Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er Knattspyrnukona ársins í sjöunda skipti og sjötta árið í röð. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og hefur nú leikið alls 136 leiki fyrir A-landslið Íslands. Hún spilaði stóra rullu í því að Ísland tryggði sæti sitt á Evrópumótinu 2022 en það er fjórða Evrópumótið í röð sem Ísland fer á. Þá gekk hún til liðs við Frakklands- og Evrópumeistara Lyon þar sem hún gerði sér lítið fyrir og skoraði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. „Það er alltaf mikill heiður að vera kosin knattspyrnukona ársins. Þetta hefur auðvitað verið svolítið sérstakt ár að mörgu leyti. Ég færði mig um set frá Wolfsburg yfir til Lyon eftir góð ár í Þýskalandi, hef verið ánægð með byrjunina hjá nýjum klúbbi og hlakka til framhaldsins, ekki síst með landsliðinu, þar sem við náðum okkar markmiði að tryggja sæti á EM. Það eru spennandi tímar framundan,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við KSÍ um valið. 2. sæti - Sveindís Jane Jónsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir er í 2. sæti yfir knattspyrnukonur ársins. Hún kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið eftir að hafa spilað lykilhlutverk í mögnuðu liði Breiðabliks. Hún kom í Kópavoginn á láni frá Keflavík og stóð svo sannarlega fyrir sínu. Skoraði hún 14 mörk í aðeins 15 leikjum og var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur. Í heildina lék hún fimm A-landsleiki árið 2020 og skoraði í þeim tvö mörk. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta A-landsleik. Geri aðrir betur.VÍSIR/VILHELM 3. sæti - Glódís Perla Viggósdóttir Í þriðja sæti er svo Glódís Perla Viggósdóttir. Hún var einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar þar sem lið hennar Rosengård lenti í öðru sæti. Hún var tilnefnd sem besti varnarmaður deildarinnar á uppskeru hátíð sænsku úrvalsdeildarinnar. Glódís Perla lék alls átta landsleiki á árinu og er komin með 89 leiki á ferlinum, magnað afrek hjá leikmanni sem er aðeins 25 ára gamall. Glódís Perla Viggósdóttir hefur alls leikið 89 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Ekki allir hafa verið leiknir í veðri sem þessu.VÍSIR/VILHELM
Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Tengdar fréttir Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01 Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01
Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00