Óvenju hlýtt miðað við árstíma en of snemmt að segja til um jólaveðrið Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 08:02 Fyrstu dagar desembermánaðar hafa verið óvenju hlýir. Þessi mynd var tekin fyrir ári síðan, þegar Reykjavík var í vetrarbúningi. Vísir/Vilhelm Meðalhiti fyrstu tíu daga desembermánaðar er 0,2 stigum hærri en hefur verið að meðaltali síðustu tíu árin í Reykjavík. Dagarnir voru þó hlýrri á sama tíma árið 2016 en að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er vissulega óvenjulega hlýtt. Trausti Jónsson veðurfræðingur ritar færslu um hlýindin á bloggsíðu sinni þar sem hann fer stuttlega yfir þessa fyrstu tíu daga. Útlit er fyrir að hlýindin haldi eitthvað áfram næstu daga, en Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort höfuðborgarbúar megi búast við hvítum jólum í ár. „Þessi hlýindi halda nú eitthvað áfram í vikunni en það er aðeins að kólna þegar líður á vikuna. Það verður frekar hlýtt fram á miðvikudag eða fimmtudag, þá kólnar aðeins. Það fer að snjóa eitthvað fyrir norðan en það er ekki alveg strax hægt að fara að spá eitthvað um jólasnjóinn hér syðra,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir það sennilega skýrast eftir helgi hvort von sé á snjókomu fyrir sunnan, en segist sammála því að óvenju milt veður sé á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. „Það er óvenjulega heitt. Það var átta stiga hiti í morgun og það eru ellefu stig á Skrauthólum á Kjalarnesi núna. Þetta er nánast vorveður, það vantar bara birtuna,“ segir Þorsteinn en bætir við að hitatölurnar ættu að fara lækkandi næstu daga. „Hitinn er að fara niður á við þegar líður á næstu viku, svo það er ekki útilokað að það verði jólasnjór einhvers staðar en það er of snemmt að segja til um það núna. Það gæti hlýnað eitthvað aftur.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag og þriðjudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast við SA-ströndina. Rigning á austanverðu landinu og slydda með norðurströndinni, en annars þurrt að kalla. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á miðvikudag og fimmtudag:Strekkings norðaustlæg átt og dálítil snjókoma eða slydda norðanlands, en rigning austast og hiti nærri frostmarki. Þurrt sunnan heiða og hiti 0 til 6 stig. Á föstudag:Útlit fyrir áframhaldanadi norðaustanátt og slyddu eða snjókomu með köflum, en þurrt að kalla á S- og V-landi. Heldur kólnandi veður. Veður Jól Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur ritar færslu um hlýindin á bloggsíðu sinni þar sem hann fer stuttlega yfir þessa fyrstu tíu daga. Útlit er fyrir að hlýindin haldi eitthvað áfram næstu daga, en Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort höfuðborgarbúar megi búast við hvítum jólum í ár. „Þessi hlýindi halda nú eitthvað áfram í vikunni en það er aðeins að kólna þegar líður á vikuna. Það verður frekar hlýtt fram á miðvikudag eða fimmtudag, þá kólnar aðeins. Það fer að snjóa eitthvað fyrir norðan en það er ekki alveg strax hægt að fara að spá eitthvað um jólasnjóinn hér syðra,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir það sennilega skýrast eftir helgi hvort von sé á snjókomu fyrir sunnan, en segist sammála því að óvenju milt veður sé á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. „Það er óvenjulega heitt. Það var átta stiga hiti í morgun og það eru ellefu stig á Skrauthólum á Kjalarnesi núna. Þetta er nánast vorveður, það vantar bara birtuna,“ segir Þorsteinn en bætir við að hitatölurnar ættu að fara lækkandi næstu daga. „Hitinn er að fara niður á við þegar líður á næstu viku, svo það er ekki útilokað að það verði jólasnjór einhvers staðar en það er of snemmt að segja til um það núna. Það gæti hlýnað eitthvað aftur.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag og þriðjudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast við SA-ströndina. Rigning á austanverðu landinu og slydda með norðurströndinni, en annars þurrt að kalla. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á miðvikudag og fimmtudag:Strekkings norðaustlæg átt og dálítil snjókoma eða slydda norðanlands, en rigning austast og hiti nærri frostmarki. Þurrt sunnan heiða og hiti 0 til 6 stig. Á föstudag:Útlit fyrir áframhaldanadi norðaustanátt og slyddu eða snjókomu með köflum, en þurrt að kalla á S- og V-landi. Heldur kólnandi veður.
Veður Jól Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira