„Vá stendur fyrir dyrum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa ákveðið að draga hraðar úr losun gróðurhúsaloftegunda miðað við það sem áður var ákveðið. Formaður Samfylkingarinnar segir að markmiðin séu ekki fjármögnuð og spyr hvort um sé að ræða ódýrt kosningaloforð. Stjórnvöld eru í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu í markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar rætt er um þennan samdrátt er miðað við heildarlosun árið 1990 og samkvæmt fyrra markmiði átti hún að minnka um 40% fyrir árið 2030. Nú á samdrátturinn að vera 55%. Hlutur Íslendinga vex úr 29% í 40 til 45% að sögn forsætisráðherra. „Þannig við stefnum á að gera hlutina hraðar. Og það er mikilvægt. Vegna þess að það er vá sem stendur fyrir dyrum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er samdrátturinn nú, miðað við árið 1990, í kringum sex til sjö prósent. Langur vegur er því fyrir höndum. Katrín segir tækifæri liggja víða í umhverfisvænni lausnum, líkt og í landbúnaði, sjávarútvegi og samgöngum. „Það er hægt að ráðast hraðar í orkuskipti með breyttum ferðavenjum. En líka bara í öllum geirum atvinnulífsins.“ Einnig á að vinna hraðar í að ná kolefnishlutleysi, nú innan tíu ára í stað tuttugu. Formaður Samfylkingar sagði á Alþingi í dag að markmiðin væru ófjármögnuð. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm „Billegt kosningaloforð?“ „Er ríkisstjórnin ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra er ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra og formanns Vinstri Grænna í fjárlögum?“ spurði Logi Einarsson í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Er þetta einungis billegt kosningaloforð úr forsætisráðuneytinu?“ Katrín tekur fyrir þetta. „Ég held að formaður Samfylkingar verði bara að horfast í augu við það að engin ríkisstjórn hefur gert jafn mikið í loftslagsmálum og sú ríkistjórn sem nú situr og okkur er fúlasta alvara með því að ná raunverulegum árangri. Það sýna auðvitað fyrri aðgerðaáætlanir, stórauknar fjárveitingar og þau metnaðarfullu markmið sem ég vona bara að eigi eftir að hafa veruleg áhrif.“ Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Stjórnvöld eru í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu í markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar rætt er um þennan samdrátt er miðað við heildarlosun árið 1990 og samkvæmt fyrra markmiði átti hún að minnka um 40% fyrir árið 2030. Nú á samdrátturinn að vera 55%. Hlutur Íslendinga vex úr 29% í 40 til 45% að sögn forsætisráðherra. „Þannig við stefnum á að gera hlutina hraðar. Og það er mikilvægt. Vegna þess að það er vá sem stendur fyrir dyrum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er samdrátturinn nú, miðað við árið 1990, í kringum sex til sjö prósent. Langur vegur er því fyrir höndum. Katrín segir tækifæri liggja víða í umhverfisvænni lausnum, líkt og í landbúnaði, sjávarútvegi og samgöngum. „Það er hægt að ráðast hraðar í orkuskipti með breyttum ferðavenjum. En líka bara í öllum geirum atvinnulífsins.“ Einnig á að vinna hraðar í að ná kolefnishlutleysi, nú innan tíu ára í stað tuttugu. Formaður Samfylkingar sagði á Alþingi í dag að markmiðin væru ófjármögnuð. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm „Billegt kosningaloforð?“ „Er ríkisstjórnin ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra er ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra og formanns Vinstri Grænna í fjárlögum?“ spurði Logi Einarsson í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Er þetta einungis billegt kosningaloforð úr forsætisráðuneytinu?“ Katrín tekur fyrir þetta. „Ég held að formaður Samfylkingar verði bara að horfast í augu við það að engin ríkisstjórn hefur gert jafn mikið í loftslagsmálum og sú ríkistjórn sem nú situr og okkur er fúlasta alvara með því að ná raunverulegum árangri. Það sýna auðvitað fyrri aðgerðaáætlanir, stórauknar fjárveitingar og þau metnaðarfullu markmið sem ég vona bara að eigi eftir að hafa veruleg áhrif.“
Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent