Innlent

55 nemendur í Laugarnesskóla í sóttkví vegna smits

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Laugarnesskóli í Laugardal.
Frá Laugarnesskóli í Laugardal. Reykjavíkurborg

Nemendur í þremur bekkjum í Laugarnesskóla, grunnskóla í Reykjavík, eru komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af Covid-19. Þetta staðfestir Sigríður Heiða Bragadóttir skólastjóri við Vísi. Auk nemendanna, sem eru 55, eru fjórir starfsmenn í sóttkví sömuleiðis.

Framundan er sýnataka á mánudaginn og þá kemur í ljós hvert framhaldið verður.

„Við krossleggjum fingur að þetta fari á sem bestan veg,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×