Lífið

Yara Shahidi svarar 73 spurningum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Shahidi var nokkuð hress og skemmtileg í innslaginu.
Shahidi var nokkuð hress og skemmtileg í innslaginu.

Leikkonan Yara Shahidi tók á dögunum þátt í reglulegum lið á YouTube-síðu tímaritsins Vogue.

Þá gengur hún um og svarar 73 spurningum um lífið, fortíðina og framtíðina. Í innslaginu kom meðal annars fram að hún væri með ofnæmi fyrir ananas og að hún trúir á drauga.

Yara Shahidi er nokkuð vinsæl leikkona og fyrirsæta sem hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í þáttunum Black-ish og Grown-ish.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.