Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2020 10:18 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og hefur sem slíkur verið sjaldséður í ræðustól þingsins á þessu kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. Í ræðu sinni spurði hann hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að geta neitað þjóðinni um að stofna þjóðgarð á sínu eigin landi og sagði í því samhengi að vísbendingar væru um að 65 prósent þjóðarinnar væru hlynnt því að stofna þjóðgarðinn. Ljóst er að málið er umdeilt en sveitarfélög hafa til að mynda gagnrýnt frumvarpið sem og ferðaþjónustuaðilar. Þá er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem stofnun þjóðgarðsins er mótmælt Helgidómar og hjarta Íslands Forseti Alþingis er sjaldséður í ræðustól þingsins en Steingrímur, sem oftar en einu sinni hefur verið ræðukóngur Alþingis, kvaðst hafa látið það eftir sér að halda ræðu um málið enda hefði hann sterkar taugar til hálendisins. Þá hefði hann setið í þverpólitískri nefnd um málið fyrir hönd VG. Sagði Steingrímur að stofnun hálendisþjóðgarðs væri honum mikið tilfinningamál. Í huga hans leyndust helgidómar og hjarta Íslands á hálendinu. „Hinir eiginlegu helgidómar míns lífs það er að komast til dæmis í brekkuna í Arnarfelli hinu mikla og sjá þá ótrúlega miklu gróðurvin, í yfir 600 metra hæð yfir sjó. […] Þar er hjarta Íslands, þar er helgidómur. Fyrir okkur sem erum ekki trúuð þá er vissulega hægt að komast í helgidóma, þeir eru kannski annars eðlis heldur en kirkjur eða moskur,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst því fagna málinu mjög og sagðist vonast til að þinginu tækist vel upp í meðferð þess. Þá sagðist hann sannfærður um að hægt væri að vinna málið áfram til að samstaðan um það breikki. „Eru þó vísbendingar um að 65 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að stofna þennan þjóðgarð, vilji fá sinn hálendisþjóðgarð, það er væntanlega eitthvað sem menn gera stundum með þegar landið virðist liggja þannig, og að sjálfsögðu á að leita eins góðrar samstöðu og mögulegt er. En ég segi líka alveg hiklaust að það er ekki þannig að sá síðasti eigi að hafa neitunarvald. Á einhver örlítill grenjandi minnihluti að hafa neitunarvald um að þjóðin megi stofna þennan þjóðgarð sinn á sínu eigin landi?“ spurði Steingrímur og benti á að undir væru þjóðlendurnar, hinir gömlu almenningar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróðir Steingríms í VG, leggur fram frumvarp um hálendisþjóðgarð sem Alþingi fjallar um þessa dagana.Vísir/Vilhelm Eðlilegar áhyggjur og spurningar sem heyrðust einnig við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs „Sem frá landsnámsdögum upp í gegnum alla söguöld og inn á síðmiðaldir voru í hugum þjóðarinnar ekkert annað en almenningar eins og síðan hefur komið á daginn að eru að stærstum hluta. Nefndin valdi þá leið, til þess að greiða götu málsins, að draga í raun og veru minnsta samnefnara. Þetta væru þjóðlendur innan hálendislínunnar. Er þá ekki staðan býsna sterk til þess að á því svæði landsins megi þjóðin stofna sér sinn þjóðgarð? Það finnst mér og ég bið menn að hafa þetta í huga þegar þeir eru að ræða þetta úr öðrum áttum.“ Þá minntist Steingrímur einnig vinnunnar við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en hann sat einnig í þverpólitískri þingmannanefnd um stofnun þess garðs á sínum tíma. Sagði hann sömu sjónarmið hafa komið upp í vinnu beggja nefnda þegar rætt var við sveitarfélög, félagasamtök, hagsmunaaðila og einstaklinga. „Eðlileg tortryggni, eðlilegar áhyggjur og eðlilegar spurningar. Á nú að fara að taka völdin af okkur og stjórna þessu öllu að sunnan? „Nei“ sögðum við. Þetta verður væntanlega dreifstýrt módel „a la“ Vatnajökulsþjóðgarður enda hefði Vatnajökulsþjóðgarður ekki orðið til nema vegna þess að við, nefndin á þeim tíma, lögðum upp það módel. Það verður að stofna í eins mikilli sátt við svæðin og heimaaðilana og hægt er og þau þurfa að vera alveg ráðandi í því hvernig farið er með málin á sínu svæði,“ sagði Steingrímur. Þingmenn ræddu stofnun hálendisþjóðgarð til miðnætti í gærkvöldi og má nálgast alla umræðuna hér á vef Alþingis. Alþingi Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Hálendisþjóðgarður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Í ræðu sinni spurði hann hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að geta neitað þjóðinni um að stofna þjóðgarð á sínu eigin landi og sagði í því samhengi að vísbendingar væru um að 65 prósent þjóðarinnar væru hlynnt því að stofna þjóðgarðinn. Ljóst er að málið er umdeilt en sveitarfélög hafa til að mynda gagnrýnt frumvarpið sem og ferðaþjónustuaðilar. Þá er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem stofnun þjóðgarðsins er mótmælt Helgidómar og hjarta Íslands Forseti Alþingis er sjaldséður í ræðustól þingsins en Steingrímur, sem oftar en einu sinni hefur verið ræðukóngur Alþingis, kvaðst hafa látið það eftir sér að halda ræðu um málið enda hefði hann sterkar taugar til hálendisins. Þá hefði hann setið í þverpólitískri nefnd um málið fyrir hönd VG. Sagði Steingrímur að stofnun hálendisþjóðgarðs væri honum mikið tilfinningamál. Í huga hans leyndust helgidómar og hjarta Íslands á hálendinu. „Hinir eiginlegu helgidómar míns lífs það er að komast til dæmis í brekkuna í Arnarfelli hinu mikla og sjá þá ótrúlega miklu gróðurvin, í yfir 600 metra hæð yfir sjó. […] Þar er hjarta Íslands, þar er helgidómur. Fyrir okkur sem erum ekki trúuð þá er vissulega hægt að komast í helgidóma, þeir eru kannski annars eðlis heldur en kirkjur eða moskur,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst því fagna málinu mjög og sagðist vonast til að þinginu tækist vel upp í meðferð þess. Þá sagðist hann sannfærður um að hægt væri að vinna málið áfram til að samstaðan um það breikki. „Eru þó vísbendingar um að 65 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að stofna þennan þjóðgarð, vilji fá sinn hálendisþjóðgarð, það er væntanlega eitthvað sem menn gera stundum með þegar landið virðist liggja þannig, og að sjálfsögðu á að leita eins góðrar samstöðu og mögulegt er. En ég segi líka alveg hiklaust að það er ekki þannig að sá síðasti eigi að hafa neitunarvald. Á einhver örlítill grenjandi minnihluti að hafa neitunarvald um að þjóðin megi stofna þennan þjóðgarð sinn á sínu eigin landi?“ spurði Steingrímur og benti á að undir væru þjóðlendurnar, hinir gömlu almenningar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróðir Steingríms í VG, leggur fram frumvarp um hálendisþjóðgarð sem Alþingi fjallar um þessa dagana.Vísir/Vilhelm Eðlilegar áhyggjur og spurningar sem heyrðust einnig við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs „Sem frá landsnámsdögum upp í gegnum alla söguöld og inn á síðmiðaldir voru í hugum þjóðarinnar ekkert annað en almenningar eins og síðan hefur komið á daginn að eru að stærstum hluta. Nefndin valdi þá leið, til þess að greiða götu málsins, að draga í raun og veru minnsta samnefnara. Þetta væru þjóðlendur innan hálendislínunnar. Er þá ekki staðan býsna sterk til þess að á því svæði landsins megi þjóðin stofna sér sinn þjóðgarð? Það finnst mér og ég bið menn að hafa þetta í huga þegar þeir eru að ræða þetta úr öðrum áttum.“ Þá minntist Steingrímur einnig vinnunnar við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en hann sat einnig í þverpólitískri þingmannanefnd um stofnun þess garðs á sínum tíma. Sagði hann sömu sjónarmið hafa komið upp í vinnu beggja nefnda þegar rætt var við sveitarfélög, félagasamtök, hagsmunaaðila og einstaklinga. „Eðlileg tortryggni, eðlilegar áhyggjur og eðlilegar spurningar. Á nú að fara að taka völdin af okkur og stjórna þessu öllu að sunnan? „Nei“ sögðum við. Þetta verður væntanlega dreifstýrt módel „a la“ Vatnajökulsþjóðgarður enda hefði Vatnajökulsþjóðgarður ekki orðið til nema vegna þess að við, nefndin á þeim tíma, lögðum upp það módel. Það verður að stofna í eins mikilli sátt við svæðin og heimaaðilana og hægt er og þau þurfa að vera alveg ráðandi í því hvernig farið er með málin á sínu svæði,“ sagði Steingrímur. Þingmenn ræddu stofnun hálendisþjóðgarð til miðnætti í gærkvöldi og má nálgast alla umræðuna hér á vef Alþingis.
Alþingi Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Hálendisþjóðgarður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent