Innlent

„Þarna var nýbúið að taka fram úr mér“

Samúel Karl Ólason skrifar
Úlfar telur líklegt að ökumaður hafi hafnað á röngum vegarhelmingi á þeim slóðum þar sem áður var ein akrein í hvora átt en eru nú tvær.
Úlfar telur líklegt að ökumaður hafi hafnað á röngum vegarhelmingi á þeim slóðum þar sem áður var ein akrein í hvora átt en eru nú tvær.

Honum Úlfari Snæ Arnarsyni brá nokkuð í brún þegar hann mætti jepplingi ekið á móti umferð á Reykjanesbrautinni í Hafnarfirði í gær. Úlfar telur líklegt að ökumaður bílsins hafi ruglast í ríminu og að hann hafi ekki áttað sig á mistökunum, miðað við hraðann sem hann var á.

„Þetta er ekki alveg staðurinn sem maður býst við því að fá einhvern á móti sér,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. „Þarna var nýbúið að taka fram úr mér.“

Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan.

Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarna mánuði við tvöföldun Reykjanesbrautar. Úlfar telur líklegt að ökumaður hafi hafnað á röngum vegarhelmingi á þeim slóðum þar sem áður var ein akrein í hvora átt en eru nú tvær.

Úlfar segir gott að ekkert virðist hafa komið fyrir vegna akstursins. Hann segði atvikið þó góða ábendingu um að maður eigi ekki að gera ráð fyrir því að aðrir ökumenn í umferðinni geri allt rétt.

„Þannig held ég að maður þurfi að hugsa, sérstaklega núna í jólaösinni, um að lækka aðeins hraðann og horfa vel í kringum sig,“ segir Úlfar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.