Bubbi búinn að selja fyrir rúmar tuttugu milljónir á fimm dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2020 21:45 Óhætt er að segja að visst Bubba æði hafi gripið landann. Á sjöunda hundrað manns hafa keypt verk hans undanfarna fimm daga. Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að sala á textaverkum Bubba Morthens gangi vel. Um er að ræða textaverk af frumtextum Bubba sem seld eru ýmist í lit eða svart-hvítu og í takmörkuðu upplagi. Bubbi hefur selt á sjöunda hundrað verk síðan sala hófst þann 1. desember. Umboðsmaður Bubba reiknar með að verkin seljist upp á næstunni. „Þetta er langt fram úr því sem við reiknuðum með,“ segir Páll Eyjólfsson umboðsmaður. Alls konar fólk kaupi verkin enda sé Bubbi svo mikill þverskurður af þjóðfélaginu. Bubbi.is hafi verið breytt í vefverslun og þar streyma verkin út. Talning Vísis í kvöld á fjölda seldra verka nam 621. Sextán verkanna eru í lit og eru 25 eintök í boði. Tíu eru í svört-hvítu og eru 50 eintök í boði. Reyndar eru alls ekkert öll verkin lengur í boði enda ellefu verk uppseld. Ekki verða prentuð fleiri eintök. Frumtexti úr Rómeó og Júlíu, einu vinsælasta verki Bubba. „Fólk er svo ánægt með það, að þetta verði ekki eitthvað sem verður fjöldaframleitt,“ segir Páll. Útreikningar Vísis benda til þess að Bubbi hafi selt listaverk sín fyrir rúmar 23 milljónir króna á fimm dögum sem hlýtur að teljast ansi vel heppnað. Ekki síst í ljósi þess að tekjumöguleikar listamanna hafa verið afar litlir á þessu ári sökum kórónuveirufaraldursins. „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Það er bara svoleiðis!“ sagði Bubbi á léttum nótum í vikunni. Fann gamlar stílabækur „Fyrir nokkrum vikum var ég í tiltekt heima fyrir og fann nokkrar gamlar stílabækur. Ég var fljótur að átta mig á því að þetta voru frumútgáfur af textum sem ég hafði samið í upphafi ferils míns sem tónlistarmaður og lagahöfundur, frá árinu 1975 til bókar sem ég skrifaði í á meðan ég dvaldi á Staðarfelli 1985,“ segir Bubbi um tilurð verksins á heimasíðunni Bubbi.is. „Textarnir og hugleiðingar mínar frá þessum tíma lifnuðu við og töluðu til mín. Ég tók þá ákvörðun að útbúa textaverk í takmörkuðu upplagi, þar sem frumtextinn eins og ég skrifaði hann með eigin hendi í upphafi, er notaður í verkið.“ Bubbi ræddi verkin í viðtali við fréttastofu þann 1. desember. Þar sagði hann of mikla fordóma vera í samfélaginu gagnvart skrifblindum. Hann hvatti fólk til að óttast ekkert og leyfa náðargáfunni að skína. Þannig er að finna ýmsar málfræðivillur í frumtextum Bubba sem birtast á textaverkunum. Frumtextarnir urðu vitanlega að lögum sem landinn hefur sungið áratugum saman. „Málið er orðið þannig að fólk er haldið málótta of fólk þorir ekki að skrifa. Og ef það er að tala þá er það svo hrætt um að gera einhver mistök, beygi einhverjar setningar vitlaust og það sem gerist er það að þú ert tekinn niður. Enn í dag ertu tekinn niður yfir því hvernig þú talar eða hvernig þú skrifar. Þetta er svo galið.“ Stígið fram, verið óhrædd! Bubbi segist nánast daglega fá athugasemdir út á skrif sín á netinu. Bubbi á forsíðu Samúel í október 1981. Ljósmynd eftir Björgvin Pálsson. Plakatið fyrir Níu líf í Borgarleikhúsinu var unnið eftir mynd Björgvins. „Það er hópur þarna úti sem þorir ekki að skrifa, hefur verið að glíma við skrifblinduna og allt þetta. Ég segi bara: Stígið þið fram. Skapið. Verið óhrædd. Skrifið með hjartanu og við munum skilja ykkur.“ Hann viðurkennir að hann hefði líklega ekki farið út í þessa vinnu ef hann hefði fengið að sinna tónlistinni meira undanfarið ár. Þá náðist aðeins að sýna þrisvar söngleikinn Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um Bubba. „Ég veit það er fólk þarna úti sem er stútfullt af hæfileikum og hefur ekki þorað að koma fram. Stígið fram. Skrifið, semjið. Geggjað.“ Fram undan eru Þorláksmessutónleikar Bubba þann 23. desember sem að þessu sinni verða í streymi í sjónvarpinu. Miðinn kostar tvö þúsund krónur og hægt verður að kaupa aðgang á myndlyklum sjónvarpsstöðvanna. Myndlist Tónlist Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
„Þetta er langt fram úr því sem við reiknuðum með,“ segir Páll Eyjólfsson umboðsmaður. Alls konar fólk kaupi verkin enda sé Bubbi svo mikill þverskurður af þjóðfélaginu. Bubbi.is hafi verið breytt í vefverslun og þar streyma verkin út. Talning Vísis í kvöld á fjölda seldra verka nam 621. Sextán verkanna eru í lit og eru 25 eintök í boði. Tíu eru í svört-hvítu og eru 50 eintök í boði. Reyndar eru alls ekkert öll verkin lengur í boði enda ellefu verk uppseld. Ekki verða prentuð fleiri eintök. Frumtexti úr Rómeó og Júlíu, einu vinsælasta verki Bubba. „Fólk er svo ánægt með það, að þetta verði ekki eitthvað sem verður fjöldaframleitt,“ segir Páll. Útreikningar Vísis benda til þess að Bubbi hafi selt listaverk sín fyrir rúmar 23 milljónir króna á fimm dögum sem hlýtur að teljast ansi vel heppnað. Ekki síst í ljósi þess að tekjumöguleikar listamanna hafa verið afar litlir á þessu ári sökum kórónuveirufaraldursins. „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Það er bara svoleiðis!“ sagði Bubbi á léttum nótum í vikunni. Fann gamlar stílabækur „Fyrir nokkrum vikum var ég í tiltekt heima fyrir og fann nokkrar gamlar stílabækur. Ég var fljótur að átta mig á því að þetta voru frumútgáfur af textum sem ég hafði samið í upphafi ferils míns sem tónlistarmaður og lagahöfundur, frá árinu 1975 til bókar sem ég skrifaði í á meðan ég dvaldi á Staðarfelli 1985,“ segir Bubbi um tilurð verksins á heimasíðunni Bubbi.is. „Textarnir og hugleiðingar mínar frá þessum tíma lifnuðu við og töluðu til mín. Ég tók þá ákvörðun að útbúa textaverk í takmörkuðu upplagi, þar sem frumtextinn eins og ég skrifaði hann með eigin hendi í upphafi, er notaður í verkið.“ Bubbi ræddi verkin í viðtali við fréttastofu þann 1. desember. Þar sagði hann of mikla fordóma vera í samfélaginu gagnvart skrifblindum. Hann hvatti fólk til að óttast ekkert og leyfa náðargáfunni að skína. Þannig er að finna ýmsar málfræðivillur í frumtextum Bubba sem birtast á textaverkunum. Frumtextarnir urðu vitanlega að lögum sem landinn hefur sungið áratugum saman. „Málið er orðið þannig að fólk er haldið málótta of fólk þorir ekki að skrifa. Og ef það er að tala þá er það svo hrætt um að gera einhver mistök, beygi einhverjar setningar vitlaust og það sem gerist er það að þú ert tekinn niður. Enn í dag ertu tekinn niður yfir því hvernig þú talar eða hvernig þú skrifar. Þetta er svo galið.“ Stígið fram, verið óhrædd! Bubbi segist nánast daglega fá athugasemdir út á skrif sín á netinu. Bubbi á forsíðu Samúel í október 1981. Ljósmynd eftir Björgvin Pálsson. Plakatið fyrir Níu líf í Borgarleikhúsinu var unnið eftir mynd Björgvins. „Það er hópur þarna úti sem þorir ekki að skrifa, hefur verið að glíma við skrifblinduna og allt þetta. Ég segi bara: Stígið þið fram. Skapið. Verið óhrædd. Skrifið með hjartanu og við munum skilja ykkur.“ Hann viðurkennir að hann hefði líklega ekki farið út í þessa vinnu ef hann hefði fengið að sinna tónlistinni meira undanfarið ár. Þá náðist aðeins að sýna þrisvar söngleikinn Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um Bubba. „Ég veit það er fólk þarna úti sem er stútfullt af hæfileikum og hefur ekki þorað að koma fram. Stígið fram. Skrifið, semjið. Geggjað.“ Fram undan eru Þorláksmessutónleikar Bubba þann 23. desember sem að þessu sinni verða í streymi í sjónvarpinu. Miðinn kostar tvö þúsund krónur og hægt verður að kaupa aðgang á myndlyklum sjónvarpsstöðvanna.
Myndlist Tónlist Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira