Flúðu á Hverfisgötu undan myglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 23:45 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Egill Samtökin ’78 hafa flutt skrifstofu sína í húsnæði á Hverfisgötu 39 vegna myglu sem fannst í húsakynnum Samtakanna við Suðurgötu. Frá þessu greina samtökin á Facebook í dag. „Eins og formaður Samtakanna ’78 tilkynnti á félagsfundi nýverið þá fannst mygla í húsakynnum Samtakanna ’78 í Suðurgötu 3 sem getur haft skaðleg áhrif á starfsfólk sem er í átta tíma á dag, fimm sinnum í viku inni á skrifstofu,“ segir í tilkynningu Samtakanna í dag. Nú sé leitað leiða til að losna við mygluna. Þá muni ráðgjafaþjónusta Samtakanna einnig flytja tímabundið í upphafi nýs árs. „Við látum engan bilbug á okkur finna og munum vinna hörðum höndum að öllum góðum verkum héðan frá Hverfisgötu, að minnsta kosti í bili.“ Skrifstofa Samtakanna 78 hefur nú tímabundið flutt yfir á Hverfisgötu, nánar tiltekið Hverfisgötu 39 í bakhúsi hjá...Posted by Samtökin '78 on Föstudagur, 4. desember 2020 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna og einn starfsmaður skrifstofunnar sem nú er flutt, segir í samtali við Vísi að starfsfólkið hafi byrjað að finna fyrir einkennum sem líktust veikindum af völdum myglu. Verkfræðistofan EFLA hafi í kjölfarið verið fengin til að kanna málið og fundið myglu í húsinu. Daníel segir þó að myglan hafi ekki talist skæð og að enginn á skrifstofunni hafi orðið alvarlega veikur. Áfram fari fram fundir og ráðgjafaþjónusta í húsnæðinu við Suðurgötu og reynt verði að ráðast í hreinsunarframkvæmdir á nýju ári. Húsnæði Samtakanna við Suðurgötu 3.Vísir/Egill Samtökin leigja rýmið á Hverfisgötu sem nú hýsir skrifstofuna af ferðaskrifstofunni Pink Iceland. „Þau eru alveg frábær. Rýmið hefur verið lítið notað síðustu mánuði en þau gerðu þetta yndislegt og fínt fyrir okkur,“ segir Daníel. Hinsegin Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
„Eins og formaður Samtakanna ’78 tilkynnti á félagsfundi nýverið þá fannst mygla í húsakynnum Samtakanna ’78 í Suðurgötu 3 sem getur haft skaðleg áhrif á starfsfólk sem er í átta tíma á dag, fimm sinnum í viku inni á skrifstofu,“ segir í tilkynningu Samtakanna í dag. Nú sé leitað leiða til að losna við mygluna. Þá muni ráðgjafaþjónusta Samtakanna einnig flytja tímabundið í upphafi nýs árs. „Við látum engan bilbug á okkur finna og munum vinna hörðum höndum að öllum góðum verkum héðan frá Hverfisgötu, að minnsta kosti í bili.“ Skrifstofa Samtakanna 78 hefur nú tímabundið flutt yfir á Hverfisgötu, nánar tiltekið Hverfisgötu 39 í bakhúsi hjá...Posted by Samtökin '78 on Föstudagur, 4. desember 2020 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna og einn starfsmaður skrifstofunnar sem nú er flutt, segir í samtali við Vísi að starfsfólkið hafi byrjað að finna fyrir einkennum sem líktust veikindum af völdum myglu. Verkfræðistofan EFLA hafi í kjölfarið verið fengin til að kanna málið og fundið myglu í húsinu. Daníel segir þó að myglan hafi ekki talist skæð og að enginn á skrifstofunni hafi orðið alvarlega veikur. Áfram fari fram fundir og ráðgjafaþjónusta í húsnæðinu við Suðurgötu og reynt verði að ráðast í hreinsunarframkvæmdir á nýju ári. Húsnæði Samtakanna við Suðurgötu 3.Vísir/Egill Samtökin leigja rýmið á Hverfisgötu sem nú hýsir skrifstofuna af ferðaskrifstofunni Pink Iceland. „Þau eru alveg frábær. Rýmið hefur verið lítið notað síðustu mánuði en þau gerðu þetta yndislegt og fínt fyrir okkur,“ segir Daníel.
Hinsegin Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira