Lífið

Halldór og Eiríkur fara á kostum í nýrri snjóbrettamynd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúmlega fjörutíu mínútna snjóbrettamynd sem frumsýnd var í vikunni.
Rúmlega fjörutíu mínútna snjóbrettamynd sem frumsýnd var í vikunni.

Snjóbrettakapparnir og bræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir fara mikinn í glænýrri snjóbrettamynd, Scandalnavians 2, sem frumsýnd var í vikunni.

Þeir snjóbrettakappar sem taka þátt í myndinnir eru Svíarnir Sven Thorgren, Nisse Arvidsson, Johan Nordhag, Ludvig Billtoft, Norðmennirnir Alek Østereng, Fridtjof „Fridge“ Tischendorf, Len Roald Jørgensen Finninn Antti Jussila og síðan bræðurnir Halldór Helgason og Eiríkur Helgason.

Við efni Íslendingana má heyra lögin Efnið með Gísla Pálma og Reykjavík með Vonbrigði. Það hefur tekið tvö ár að framleiða myndina og var það orðið að áskorun að klára myndina vegna heimsfaraldursins en enginn gat flogið á milli skíðabrekka til að taka upp efni fyrir myndina eins og venjulega.

Atriði Halldórs byrjar eftir um 16 mínútur í myndinni og Eika þegar tæpar 24 mínútur eru liðnar. Að venju leika þeir listir sínar á Akureyri, meðal annars ofan á vegskála Vaðlaheiðarganga, en þeir fara einnig víðar um Ísland.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.