Ólafur Helgi í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2020 16:19 Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er einn mesti aðdáandi Rolling Stones hér á landi. Vísir/SigurjónÓ Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er kominn í leyfi frá störfum sínum í dómsmálaráðuneytinu. Ólafur Helgi hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssasksóknara að meintu broti á þagnarskyldu hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Ólafur Helgi hefði verið kallaður til yfirheyrslu vegna fyrrnefndrar rannsóknar. Auk þess hefðu tveir starfsmenn til viðbótar hjá lögreglunni á Suðurnesjum verið sendir í leyfi. Í framhaldinu greindi Ríkisútvarpið frá því að Ólafur Helgi hefði verið sendur í tímabundið leyfi og hafði eftir heimildum. Vísir hefur sömuleiðis fengið þetta staðfest. Ólafur Helgi lét af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í ágúst og hóf störf í kjölfarið sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson tók tímabundið við stöðu Ólafs Helga. Í nóvember var Úlfar Lúðvíksson, sem hafði verið lögreglustjóri á Vesturlandi, ráðinn í embættið. Fjölmiðlar fjölluðu í sumar um deilur innan lögreglunnar á Suðurnesjum og var meðal annars greint frá því að yfirlögfræðingur, mannauðsstjóri og aðstoðarsaksóknari embættisins fóru í veikindaleyfi eftir að tveir starfsmenn embættisins kvörtuðu undan einelti yfirmannanna til Ólafs Helga. Hafa yfirmennirnir alfarið neitað þeim ásökunum. Að því er heimildir Fréttablaðsins herma snýr meint trúnaðarbrot að hluta til að birtingu bréfs sem Ólafur Helgi sendi dómsmálaráðuneytinu í sumar, áður en hann lét af störfum sem lögreglustjóri. Í bréfinu fór hann fram á að ráðuneytið myndi skoða veikindi fyrrnefndra yfirmanna nánar. Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins, segir að ráðuneytið tjái sig ekki um einstaka starfsmenn. Í svari við almennri fyrirspurn fréttastofu segir að starfsmenn sem hljóti réttarstöðu sakbornings við rannsókn yfirvalda fari í tímabundið leyfi. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35 Úlfar og Grímur skipaðir í stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum Þeir Úlfar og Grímur eru skipaðir í embætti að undangengnu mati hæfnisnefndar og miðast upphaf skipunartíma við 16. nóvember næstkomandi. 11. nóvember 2020 20:19 „Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Ólafur Helgi hefði verið kallaður til yfirheyrslu vegna fyrrnefndrar rannsóknar. Auk þess hefðu tveir starfsmenn til viðbótar hjá lögreglunni á Suðurnesjum verið sendir í leyfi. Í framhaldinu greindi Ríkisútvarpið frá því að Ólafur Helgi hefði verið sendur í tímabundið leyfi og hafði eftir heimildum. Vísir hefur sömuleiðis fengið þetta staðfest. Ólafur Helgi lét af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í ágúst og hóf störf í kjölfarið sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson tók tímabundið við stöðu Ólafs Helga. Í nóvember var Úlfar Lúðvíksson, sem hafði verið lögreglustjóri á Vesturlandi, ráðinn í embættið. Fjölmiðlar fjölluðu í sumar um deilur innan lögreglunnar á Suðurnesjum og var meðal annars greint frá því að yfirlögfræðingur, mannauðsstjóri og aðstoðarsaksóknari embættisins fóru í veikindaleyfi eftir að tveir starfsmenn embættisins kvörtuðu undan einelti yfirmannanna til Ólafs Helga. Hafa yfirmennirnir alfarið neitað þeim ásökunum. Að því er heimildir Fréttablaðsins herma snýr meint trúnaðarbrot að hluta til að birtingu bréfs sem Ólafur Helgi sendi dómsmálaráðuneytinu í sumar, áður en hann lét af störfum sem lögreglustjóri. Í bréfinu fór hann fram á að ráðuneytið myndi skoða veikindi fyrrnefndra yfirmanna nánar. Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins, segir að ráðuneytið tjái sig ekki um einstaka starfsmenn. Í svari við almennri fyrirspurn fréttastofu segir að starfsmenn sem hljóti réttarstöðu sakbornings við rannsókn yfirvalda fari í tímabundið leyfi.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35 Úlfar og Grímur skipaðir í stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum Þeir Úlfar og Grímur eru skipaðir í embætti að undangengnu mati hæfnisnefndar og miðast upphaf skipunartíma við 16. nóvember næstkomandi. 11. nóvember 2020 20:19 „Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35
Úlfar og Grímur skipaðir í stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum Þeir Úlfar og Grímur eru skipaðir í embætti að undangengnu mati hæfnisnefndar og miðast upphaf skipunartíma við 16. nóvember næstkomandi. 11. nóvember 2020 20:19
„Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent