Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 13:11 Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur og Helga Þ. Kristjánssonar verði skoðuð nánar af dómsmálaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. Reimar Pétursson lögmaður Ólafs Helga sendi dómsmálaráðuneytinu bréf þann 14. ágúst fyrir hönd Ólafs þess efnis að því er fram kemur hjá Fréttablaðinu í dag. Þá segir að bréfið hafi verið sent til ráðuneytisins áður en það og Ólafur Helgi náðu samkomulagi um tilfærslu hans í starfi en hann mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Alda Hrönn og Helgi fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þau eru að sögn Fréttablaðsins enn í veikindaleyfi. Efast veikindi Öldu Hrannar og Helga Fram kemur í bréfinu sem sent var dómsmálaráðuneytinu að Ólafur efist að einmitt á þeim tíma sem undirmenn tvímenninganna hafi misst á þeim trú og þau stæðu einnig í illdeilum við lögreglustjóra hafi þau samtímis „tekið ótilgreinda sótt.“ Ólafur hafi kallað eftir skoðun trúnaðarlæknis á læknisvottorðum þeirra og hafi sú skoðun leitt í ljós að annað þeirra hafi fengið svonefnt „eftirávottorð“ læknis útgefið og standist það ekki reglur. Trúnaðarlæknir hafi því neitað að taka vottorðið gilt. Hitt vottorðið geri trúnaðarlæknir ekki athugasemd við. „Lögreglustjóri telur þó þessa atburðarrás þarfnast frekari skoðunar. Skal í því samhengi nefnt að svo virðist sem þau tvö hafi gefið í skyn við dómsmálaráðuneytið að þau muni læknast af veikindum sínum hverfi lögreglustjóri úr embætti. Sé þetta rétt, og ekki síst ef ráðuneytið kýs að leggja [það] til grundvallar, staðfestir það að ráðuneytið deili sýn umbjóðanda míns á trúðverðugleika yfirmannanna tveggja og tilkynningu þeirra um veikindin,“ segir í bréfinu. Í bréfinu mótmælir Ólafur Helgi einnig fyrirhuguðu flutningum sínum til Vestmannaeyja eins og þá stóð til en eins og áður hefur komið fram virðist hafa náðst sátt milli ráðuneytis og Ólafs Helga en hann mun hefja þar störf um mánaðamót. Þá mótmælir hann einnig fullyrðingum um að lögreglan á Suðurnesjum hafi verið óstarfhæf vegna illdeilna yfirstjórnar. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. Reimar Pétursson lögmaður Ólafs Helga sendi dómsmálaráðuneytinu bréf þann 14. ágúst fyrir hönd Ólafs þess efnis að því er fram kemur hjá Fréttablaðinu í dag. Þá segir að bréfið hafi verið sent til ráðuneytisins áður en það og Ólafur Helgi náðu samkomulagi um tilfærslu hans í starfi en hann mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Alda Hrönn og Helgi fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þau eru að sögn Fréttablaðsins enn í veikindaleyfi. Efast veikindi Öldu Hrannar og Helga Fram kemur í bréfinu sem sent var dómsmálaráðuneytinu að Ólafur efist að einmitt á þeim tíma sem undirmenn tvímenninganna hafi misst á þeim trú og þau stæðu einnig í illdeilum við lögreglustjóra hafi þau samtímis „tekið ótilgreinda sótt.“ Ólafur hafi kallað eftir skoðun trúnaðarlæknis á læknisvottorðum þeirra og hafi sú skoðun leitt í ljós að annað þeirra hafi fengið svonefnt „eftirávottorð“ læknis útgefið og standist það ekki reglur. Trúnaðarlæknir hafi því neitað að taka vottorðið gilt. Hitt vottorðið geri trúnaðarlæknir ekki athugasemd við. „Lögreglustjóri telur þó þessa atburðarrás þarfnast frekari skoðunar. Skal í því samhengi nefnt að svo virðist sem þau tvö hafi gefið í skyn við dómsmálaráðuneytið að þau muni læknast af veikindum sínum hverfi lögreglustjóri úr embætti. Sé þetta rétt, og ekki síst ef ráðuneytið kýs að leggja [það] til grundvallar, staðfestir það að ráðuneytið deili sýn umbjóðanda míns á trúðverðugleika yfirmannanna tveggja og tilkynningu þeirra um veikindin,“ segir í bréfinu. Í bréfinu mótmælir Ólafur Helgi einnig fyrirhuguðu flutningum sínum til Vestmannaeyja eins og þá stóð til en eins og áður hefur komið fram virðist hafa náðst sátt milli ráðuneytis og Ólafs Helga en hann mun hefja þar störf um mánaðamót. Þá mótmælir hann einnig fullyrðingum um að lögreglan á Suðurnesjum hafi verið óstarfhæf vegna illdeilna yfirstjórnar.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
„Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42
Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14
Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06