Gáttuð á niðurlægingu vinnufélaganna gagnvart föður hennar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 20:48 Feðginin Ingibjörg Arngrímsdóttir og Arngrímur Jónsson. úr einkasafni Dóttir manns sem mætti til vinnu eftir þrálát veikindi í fyrradag kveðst gáttuð og sorgmædd yfir móttökunum sem hann fékk hjá vinnufélögum sínum. Hún segir þá hafa niðurlægt föður sinn og ekkert skeytt um heilsufar hans og aðstæður. Fyrirtækið hefur brugðist við málinu og beðist afsökunar. Arngrímur Jónsson faðir Ingibjargar Arngrímsdóttur var sjómaður í 44 ár en hóf að vinna á bryggjunni hjá Eimskip árið 2017. Árið eftir lenti hann í alvarlegu slysi og lá í kjölfarið á gjörgæslu í um viku. Eftir það tók við langt og strangt bataferli en Arngrímur var frá vinnu í rúmt ár og glímir enn við eftirköst af slysinu, að því er Ingibjörg lýsir í Facebook-færslu um málið sem vakið hefur gríðarlega athygli síðan hún var birt í gær. Það er ekki oft sem ég tjái mig hérna á Facebook en þetta grætti mig. Pabbi minn var sjómaður í 44 ár þar til hann...Posted by Ingibjörg Arngrímsdóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2020 Hlógu og tóku upp myndband Í haust hafi heilsu hans svo byrjað að hraka aftur og hann þurft að leggjast ítrekað inn á spítala. Þar liggur hann til að mynda núna í fjórða sinn á nokkrum mánuðum. Ingibjörg lýsir því í færslunni að í fyrradag hefði Arngrímur mætt til vinnu, „hálfslappur enda hörkutól“. Þar hafi móttökur vinnufélaganna þó ekki verið upp á marga fiska. „Þegar pabbi fer inní skúrinn í vinnunni taka á móti honum karlar og hann boðinn velkominn til vinnu með bikar sem stendur á „til hamingju þú mættir í 4 daga til vinnu í síðustu viku“. Síðan stóðu allir og hlógu að honum og allt tekið upp á video. Atburður sem var planaður og virkilega lagt vinnu í hann. Niðurlægingin svo mikil að mér sárnaði inn að hjartarótum vitandi af pabba í þessum aðstæðum og vitandi best að hann myndi gera allt fyrir góða heilsu og það hefur verið nógu erfitt fyrir okkur fjölskylduna að horfa uppá pabba svona veikan,“ skrifar Ingibjörg. Arngrímur var lagður inn á spítala í gær og liggur þar enn, en er að braggast að sögn Ingibjargar.úr einkasafni Hún kveðst hafa grátið í 40 mínútur þegar hún frétti af málinu og furðar sig á því að þetta hafi í alvöru verið móttökurnar sem faðir hennar fékk eftir allt sem á undan var gengið. „Hann leikur sér ekki að því að mæta ekki í vinnuna, að vinna er það skemmtilegasta sem hann gerir og heldur honum gangandi, án vinnunnar er hann ómögulegur,“ skrifar Ingibjörg. „Pabbi minn er duglegasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst og ég vona að þessir menn sem voru inn í þessum skúr í gær sjái að sér. Þeir vita ekkert hvað hefur farið fram inn um veggi spítalans og hafa ekki hugmynd um hvort það sem hann er að kljást við sé gott eða illt.“ Eimskip brugðist mjög vel við Ingibjörg segir í samtali við Vísi í kvöld að Arngrímur pabbi hennar hafi ekki orðið fyrir viðlíka meðferð af hálfu vinnufélaga áður hjá fyrirtækinu. Hún segir að viðbrögðin við færslunni hafi verið afar góð; þau feðgin hafi fundið fyrir miklum stuðningi úr samfélaginu. Þá hafi Eimskip einnig brugðist mjög vel við málinu, að mati Ingibjargar. „Ég var ekki að búast við svo góðum viðbrögðum frá þeim. Mannauðsstjórar og forstjórinn hringdu í pabba í dag og eiginlega allir yfirmenn. Svo hafa margir af þeim sem voru inni í skúrnum beðist afsökunar,“ segir Ingibjörg. Þá muni sérstakt teymi taka á móti pabba hennar þegar hann mæti aftur til vinnu. „Þau koma mjög vel að þessu og eiga stórt hrós skilið,“ segir Ingibjörg. Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri fyrirtækisins, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið í dag að brugðist yrði við atvikinu af festu og ábyrgð innan fyrirtækisins. „Okkur þykir málið mjög leitt og hefur viðkomandi aðili verið beðinn afsökunar fyrir hönd félagsins.“ Ingibjörg segir föður sinn nú að braggast en hann var lagður inn á spítala í gær, daginn eftir atvikið. „Maður vill bara að hann fari heldur ekki of hratt af stað í vinnu aftur. Eimskip sagði að hann ætti að taka sér nægan tíma til þess,“ segir Ingibjörg. Vinnustaðamenning Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Arngrímur Jónsson faðir Ingibjargar Arngrímsdóttur var sjómaður í 44 ár en hóf að vinna á bryggjunni hjá Eimskip árið 2017. Árið eftir lenti hann í alvarlegu slysi og lá í kjölfarið á gjörgæslu í um viku. Eftir það tók við langt og strangt bataferli en Arngrímur var frá vinnu í rúmt ár og glímir enn við eftirköst af slysinu, að því er Ingibjörg lýsir í Facebook-færslu um málið sem vakið hefur gríðarlega athygli síðan hún var birt í gær. Það er ekki oft sem ég tjái mig hérna á Facebook en þetta grætti mig. Pabbi minn var sjómaður í 44 ár þar til hann...Posted by Ingibjörg Arngrímsdóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2020 Hlógu og tóku upp myndband Í haust hafi heilsu hans svo byrjað að hraka aftur og hann þurft að leggjast ítrekað inn á spítala. Þar liggur hann til að mynda núna í fjórða sinn á nokkrum mánuðum. Ingibjörg lýsir því í færslunni að í fyrradag hefði Arngrímur mætt til vinnu, „hálfslappur enda hörkutól“. Þar hafi móttökur vinnufélaganna þó ekki verið upp á marga fiska. „Þegar pabbi fer inní skúrinn í vinnunni taka á móti honum karlar og hann boðinn velkominn til vinnu með bikar sem stendur á „til hamingju þú mættir í 4 daga til vinnu í síðustu viku“. Síðan stóðu allir og hlógu að honum og allt tekið upp á video. Atburður sem var planaður og virkilega lagt vinnu í hann. Niðurlægingin svo mikil að mér sárnaði inn að hjartarótum vitandi af pabba í þessum aðstæðum og vitandi best að hann myndi gera allt fyrir góða heilsu og það hefur verið nógu erfitt fyrir okkur fjölskylduna að horfa uppá pabba svona veikan,“ skrifar Ingibjörg. Arngrímur var lagður inn á spítala í gær og liggur þar enn, en er að braggast að sögn Ingibjargar.úr einkasafni Hún kveðst hafa grátið í 40 mínútur þegar hún frétti af málinu og furðar sig á því að þetta hafi í alvöru verið móttökurnar sem faðir hennar fékk eftir allt sem á undan var gengið. „Hann leikur sér ekki að því að mæta ekki í vinnuna, að vinna er það skemmtilegasta sem hann gerir og heldur honum gangandi, án vinnunnar er hann ómögulegur,“ skrifar Ingibjörg. „Pabbi minn er duglegasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst og ég vona að þessir menn sem voru inn í þessum skúr í gær sjái að sér. Þeir vita ekkert hvað hefur farið fram inn um veggi spítalans og hafa ekki hugmynd um hvort það sem hann er að kljást við sé gott eða illt.“ Eimskip brugðist mjög vel við Ingibjörg segir í samtali við Vísi í kvöld að Arngrímur pabbi hennar hafi ekki orðið fyrir viðlíka meðferð af hálfu vinnufélaga áður hjá fyrirtækinu. Hún segir að viðbrögðin við færslunni hafi verið afar góð; þau feðgin hafi fundið fyrir miklum stuðningi úr samfélaginu. Þá hafi Eimskip einnig brugðist mjög vel við málinu, að mati Ingibjargar. „Ég var ekki að búast við svo góðum viðbrögðum frá þeim. Mannauðsstjórar og forstjórinn hringdu í pabba í dag og eiginlega allir yfirmenn. Svo hafa margir af þeim sem voru inni í skúrnum beðist afsökunar,“ segir Ingibjörg. Þá muni sérstakt teymi taka á móti pabba hennar þegar hann mæti aftur til vinnu. „Þau koma mjög vel að þessu og eiga stórt hrós skilið,“ segir Ingibjörg. Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri fyrirtækisins, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið í dag að brugðist yrði við atvikinu af festu og ábyrgð innan fyrirtækisins. „Okkur þykir málið mjög leitt og hefur viðkomandi aðili verið beðinn afsökunar fyrir hönd félagsins.“ Ingibjörg segir föður sinn nú að braggast en hann var lagður inn á spítala í gær, daginn eftir atvikið. „Maður vill bara að hann fari heldur ekki of hratt af stað í vinnu aftur. Eimskip sagði að hann ætti að taka sér nægan tíma til þess,“ segir Ingibjörg.
Vinnustaðamenning Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels