Einhleypir í miðjum heimsfaraldri Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2020 07:01 Ekki amalegir menn fyrir einhleypar konur og karla. Eftir einstaklega erfitt ár styttist í árið 2021 og bjartari tíma. Bóluefnið hefur verið fundið upp og ætti næsta ár að vera umtalsvert betra. Árið 2020 er líklega erfiðasta ár einhleypra í sögunni. Lífið hefur því tekið saman lista yfir eftirsótta einhleypa karlmenn hér á landi. Sérstök nefnd Vísis var skipuð til að velja eftirsóttustu piparsveina landsins og má sjá yfirferðina hér að neðan. Hönnunar- og framkvæmdamaðurinn Leifur Welding er á lausu. Hann hefur meðal annars séð um hönnunina á Hótel Geysi og veitingarstöðum á borð við Apótek, Grillmarkaðinn, KOL, Kopar, Fiskfélagið, Sushi Social, Fjallkonan, Sæta svínið, Jamie Italian, PUNK, Bastard og fjölmörgum sumarbústöðum. Leifur er mikill golfari og ævintýramaður. View this post on Instagram A post shared by Leifur Welding (@leifurwelding) Hannes Steindórsson er einn farsælasti fasteignasali landsins og hefur verið það í fjöldamörg ár. Hannes þykir einstaklega myndalegur, góður faðir og elskar útivist og hreyfingu. View this post on Instagram A post shared by Hannes Steindórsson (@hannessteindorsson) Ljósmyndarinn og fyrirsætan Helgi Ómarsson þykir einn eftirsóttasti piparsveinn landsins. Hann er virkur á samfélagsmiðlum og bloggar reglulega á síðunni Trendnet. Helgi var á sínum tíma einn af álitsgjöfunum í þáttunum vinsælu Falleg íslensk heimili. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Leikstjórinn Arnór PálmiArnarson hefur verið að gera frábæra hluti sem leikstjóri hér á landi. Í vetur komu út tvær þáttaraðir í hans leikstjórn, Ráðherrann og Eurogarðurinn. Nefndin var fljót að tilnefna Arnór Pálma á listann yfir heitustu piparsveina landsins. View this post on Instagram A post shared by Arnór Pálmi (@arnorpalmi) Plötusnúðurinn og markaðsmaðurinn Daníel Ólafsson, betur þekktur sem Dj Danni Deluxe, er einhleypur. Daníel þykir með eindæmum skemmtilegur, vel klæddur og sérstaklega myndarlegur. View this post on Instagram A post shared by danielolafsson (@danielolafsson) Magnús Sigurbjörnsson starfaði áður sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, var í veðmálabransanum og er nú sem stafrænn ráðgjafi. Hann er á lausu. Magnús er eldri bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra en hann er ávallt hress, skemmtilegur og ekki skemma lokkarnir fyrir. View this post on Instagram A post shared by Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) Daníel Auðunsson, gítarleikari og verkfræðingur, hefur lengi vel verið í hljómsveitinni Árstíðum og gert góða hluti með bandinu. Hann er sérstaklega sjarmerandi og góður hljóðfæraleikari. View this post on Instagram A post shared by Daníel Auðunsson (@danielauduns) Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem DJ Óli Dóri, hefur í mörg ár verið einn vinsælasti plötusnúður landsins og einnig starfað sem útvarpsmaður. Óli er ljúfur sem lamb og frábær drengur. Hann rauk rakleitt á listann yfir eftirsóttustu bitana. View this post on Instagram A post shared by Óli Dóri (@olidori) Ágúst Bent Sigbertsson, betur þekktur sem rapparinn Bent, hefur í mörg ár verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Í dag starfar Bent mestmegnis sem leikstjóri og hefur gert góða hluti á því sviði. View this post on Instagram A post shared by Ágúst Bent (@agustbent) Kolbeinn Óttarsson Proppé varaformaður þingflokks VG og þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suðurs er einhleypur og sjóðheitur biti. Kolbeinn vann lengi vel sem blaðamaður áður en hann sneri sér að þingmennsku. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Proppé (@kolbeinnproppe) Halldór Armand rithöfundur þykir einn efnilegasti rithöfundur landsins en fyrir þessi jól kom út bókin Bróðir eftir Halldór. Hann hefur einnig ritað pistla við góðar undirtektir. Halldór er ungur og á uppleið. View this post on Instagram A post shared by Halldór Armand (@halldor.armand) Tónlistar- og listamaðurinn Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi Naglbítur, er einn af eftirsóttustu piparsveinum landsins. Hann hefur náð langt á sínu sviði og einnig starfað reglulega sem fjölmiðlamaður hér á landi, þó að listinn eigi hug hans og hjarta í dag. View this post on Instagram A post shared by Vilhelm Anton Jónsson (@vilhelmanton) Sölvi Tryggvason hefur verið fjölmiðlamaður og fyrirlesari hér á landi í mörg ár. Hann fór að stað með nýja hlaðvarpsþætti á árinu sem slegið hafa í gegn og þar fær sjarmi Sölva að nóta sín. Hann er einhleypur sem kemur eflaust mörgum á óvart. View this post on Instagram A post shared by Sölvi Tryggvason (@solvitrygg) Ástin og lífið Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Lífið hefur því tekið saman lista yfir eftirsótta einhleypa karlmenn hér á landi. Sérstök nefnd Vísis var skipuð til að velja eftirsóttustu piparsveina landsins og má sjá yfirferðina hér að neðan. Hönnunar- og framkvæmdamaðurinn Leifur Welding er á lausu. Hann hefur meðal annars séð um hönnunina á Hótel Geysi og veitingarstöðum á borð við Apótek, Grillmarkaðinn, KOL, Kopar, Fiskfélagið, Sushi Social, Fjallkonan, Sæta svínið, Jamie Italian, PUNK, Bastard og fjölmörgum sumarbústöðum. Leifur er mikill golfari og ævintýramaður. View this post on Instagram A post shared by Leifur Welding (@leifurwelding) Hannes Steindórsson er einn farsælasti fasteignasali landsins og hefur verið það í fjöldamörg ár. Hannes þykir einstaklega myndalegur, góður faðir og elskar útivist og hreyfingu. View this post on Instagram A post shared by Hannes Steindórsson (@hannessteindorsson) Ljósmyndarinn og fyrirsætan Helgi Ómarsson þykir einn eftirsóttasti piparsveinn landsins. Hann er virkur á samfélagsmiðlum og bloggar reglulega á síðunni Trendnet. Helgi var á sínum tíma einn af álitsgjöfunum í þáttunum vinsælu Falleg íslensk heimili. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Leikstjórinn Arnór PálmiArnarson hefur verið að gera frábæra hluti sem leikstjóri hér á landi. Í vetur komu út tvær þáttaraðir í hans leikstjórn, Ráðherrann og Eurogarðurinn. Nefndin var fljót að tilnefna Arnór Pálma á listann yfir heitustu piparsveina landsins. View this post on Instagram A post shared by Arnór Pálmi (@arnorpalmi) Plötusnúðurinn og markaðsmaðurinn Daníel Ólafsson, betur þekktur sem Dj Danni Deluxe, er einhleypur. Daníel þykir með eindæmum skemmtilegur, vel klæddur og sérstaklega myndarlegur. View this post on Instagram A post shared by danielolafsson (@danielolafsson) Magnús Sigurbjörnsson starfaði áður sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, var í veðmálabransanum og er nú sem stafrænn ráðgjafi. Hann er á lausu. Magnús er eldri bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra en hann er ávallt hress, skemmtilegur og ekki skemma lokkarnir fyrir. View this post on Instagram A post shared by Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) Daníel Auðunsson, gítarleikari og verkfræðingur, hefur lengi vel verið í hljómsveitinni Árstíðum og gert góða hluti með bandinu. Hann er sérstaklega sjarmerandi og góður hljóðfæraleikari. View this post on Instagram A post shared by Daníel Auðunsson (@danielauduns) Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem DJ Óli Dóri, hefur í mörg ár verið einn vinsælasti plötusnúður landsins og einnig starfað sem útvarpsmaður. Óli er ljúfur sem lamb og frábær drengur. Hann rauk rakleitt á listann yfir eftirsóttustu bitana. View this post on Instagram A post shared by Óli Dóri (@olidori) Ágúst Bent Sigbertsson, betur þekktur sem rapparinn Bent, hefur í mörg ár verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Í dag starfar Bent mestmegnis sem leikstjóri og hefur gert góða hluti á því sviði. View this post on Instagram A post shared by Ágúst Bent (@agustbent) Kolbeinn Óttarsson Proppé varaformaður þingflokks VG og þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suðurs er einhleypur og sjóðheitur biti. Kolbeinn vann lengi vel sem blaðamaður áður en hann sneri sér að þingmennsku. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Proppé (@kolbeinnproppe) Halldór Armand rithöfundur þykir einn efnilegasti rithöfundur landsins en fyrir þessi jól kom út bókin Bróðir eftir Halldór. Hann hefur einnig ritað pistla við góðar undirtektir. Halldór er ungur og á uppleið. View this post on Instagram A post shared by Halldór Armand (@halldor.armand) Tónlistar- og listamaðurinn Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi Naglbítur, er einn af eftirsóttustu piparsveinum landsins. Hann hefur náð langt á sínu sviði og einnig starfað reglulega sem fjölmiðlamaður hér á landi, þó að listinn eigi hug hans og hjarta í dag. View this post on Instagram A post shared by Vilhelm Anton Jónsson (@vilhelmanton) Sölvi Tryggvason hefur verið fjölmiðlamaður og fyrirlesari hér á landi í mörg ár. Hann fór að stað með nýja hlaðvarpsþætti á árinu sem slegið hafa í gegn og þar fær sjarmi Sölva að nóta sín. Hann er einhleypur sem kemur eflaust mörgum á óvart. View this post on Instagram A post shared by Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Ástin og lífið Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira