Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2020 07:49 Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. Því sé mikilvægt að bregðast við og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður. Vísir/Vilhelm Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið. Þetta segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir að núverandi laug sé ekki nægilega stór samkvæmt alþjóðlegum stöðum EAZA, Sambands evrópskra dýragarða og verði laugin stækkuð í samræmi við staðla til að hægt sé að tryggja nægt pláss og sem bestan aðbúnað þeirra sela sem eru í garðinum. Í kjölfar borgarstjórnarfundar í gær blossaði upp nokkur umræða á Twitter þar sem einhverjir vildu meina að áframhaldandi selahald í garðinum og stækkun laugarinnar fæli ekki í sér dýravernd, heldur væri réttara að sleppa selunum. Dóra Björt segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. „Ég skil mjög vel viðhorf þeirra sem vilja ekki sjá dýr í búrum eða innilokuð enda finnst mér mjög góð hugmynd að gera garðinn að dýraathvarfi, griðar- og umönnunarstað fyrir dýr sem þurfa aðstoð og fara frá gamaldags dýragarðsvirkni. Slík þróun fær allan minn stuðning,“ segir Dóra Björt. Kópur í Húsdýragarðinum.Vísir/Vilhelm Engin markviss fjölgun sela fyrirhuguð Dóra Björt segir að markviss fjölgun sela í garðinum sé ekki fyrirhuguð en að haldin verði aðstaða til að taka við selum í hremmingum. „Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað. Ákveðið hefur verið að stækka selalaugina og betrumbæta aðstæður sela og uppfæra laugina í takt við þau alþjóðaviðmið og út frá þeim nútímakröfum sem nú ríkja svo dýrin eigi þar góða ævidaga. Einnig verður hægt að taka við selum og sjófuglum í neyð sem gerist með reglulegu millibili. Þannig teljum við að laugin nýtist betur sem athvarf. Ekki má sleppa selum úr haldi samkvæmt núverandi löggjöf og því mikilvægt að búa vel að þeim selum sem þarna lifa.“ Húsdýragarðuinn í Laugardal. Selalaugin er fyrir fyrir miðri mynd, aðeins til vinstri.Vísir/Vilhelm Aukin lausaganga dýranna og nýtt fræðsluhús Dóra Björt segir að í raun sé verið að fara í saumana á öllu dýrahaldi meðfram innleiðingu nýrrar sameinaðrar dýraþjónustu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það eigi að hefjast handa við byggingu fræðsluhúss á næsta ári sem sé bæði fyrir fræðslu innan garðs og einnig á vegum dýraþjónustunnar. „Starfsmannahús verður sambyggt því. Þá er verið að gera breytingar í garðinum sem miða að aukinni lausagöngu dýra og minni innivist og þegar eru hafnar breytingar fyrir sauðfé og geitfé.“ Hún segir það óboðlegt í nútímasamfélagi að bjóða dýrum í haldi upp á of lítið rými. Í raun sé mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn sé ekki fullnægjandi. „Því er mikilvægt að bregðast við þessu og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður.“ Borgarstjórn Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Þetta segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir að núverandi laug sé ekki nægilega stór samkvæmt alþjóðlegum stöðum EAZA, Sambands evrópskra dýragarða og verði laugin stækkuð í samræmi við staðla til að hægt sé að tryggja nægt pláss og sem bestan aðbúnað þeirra sela sem eru í garðinum. Í kjölfar borgarstjórnarfundar í gær blossaði upp nokkur umræða á Twitter þar sem einhverjir vildu meina að áframhaldandi selahald í garðinum og stækkun laugarinnar fæli ekki í sér dýravernd, heldur væri réttara að sleppa selunum. Dóra Björt segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. „Ég skil mjög vel viðhorf þeirra sem vilja ekki sjá dýr í búrum eða innilokuð enda finnst mér mjög góð hugmynd að gera garðinn að dýraathvarfi, griðar- og umönnunarstað fyrir dýr sem þurfa aðstoð og fara frá gamaldags dýragarðsvirkni. Slík þróun fær allan minn stuðning,“ segir Dóra Björt. Kópur í Húsdýragarðinum.Vísir/Vilhelm Engin markviss fjölgun sela fyrirhuguð Dóra Björt segir að markviss fjölgun sela í garðinum sé ekki fyrirhuguð en að haldin verði aðstaða til að taka við selum í hremmingum. „Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað. Ákveðið hefur verið að stækka selalaugina og betrumbæta aðstæður sela og uppfæra laugina í takt við þau alþjóðaviðmið og út frá þeim nútímakröfum sem nú ríkja svo dýrin eigi þar góða ævidaga. Einnig verður hægt að taka við selum og sjófuglum í neyð sem gerist með reglulegu millibili. Þannig teljum við að laugin nýtist betur sem athvarf. Ekki má sleppa selum úr haldi samkvæmt núverandi löggjöf og því mikilvægt að búa vel að þeim selum sem þarna lifa.“ Húsdýragarðuinn í Laugardal. Selalaugin er fyrir fyrir miðri mynd, aðeins til vinstri.Vísir/Vilhelm Aukin lausaganga dýranna og nýtt fræðsluhús Dóra Björt segir að í raun sé verið að fara í saumana á öllu dýrahaldi meðfram innleiðingu nýrrar sameinaðrar dýraþjónustu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það eigi að hefjast handa við byggingu fræðsluhúss á næsta ári sem sé bæði fyrir fræðslu innan garðs og einnig á vegum dýraþjónustunnar. „Starfsmannahús verður sambyggt því. Þá er verið að gera breytingar í garðinum sem miða að aukinni lausagöngu dýra og minni innivist og þegar eru hafnar breytingar fyrir sauðfé og geitfé.“ Hún segir það óboðlegt í nútímasamfélagi að bjóða dýrum í haldi upp á of lítið rými. Í raun sé mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn sé ekki fullnægjandi. „Því er mikilvægt að bregðast við þessu og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður.“
Borgarstjórn Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira