Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2020 07:49 Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. Því sé mikilvægt að bregðast við og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður. Vísir/Vilhelm Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið. Þetta segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir að núverandi laug sé ekki nægilega stór samkvæmt alþjóðlegum stöðum EAZA, Sambands evrópskra dýragarða og verði laugin stækkuð í samræmi við staðla til að hægt sé að tryggja nægt pláss og sem bestan aðbúnað þeirra sela sem eru í garðinum. Í kjölfar borgarstjórnarfundar í gær blossaði upp nokkur umræða á Twitter þar sem einhverjir vildu meina að áframhaldandi selahald í garðinum og stækkun laugarinnar fæli ekki í sér dýravernd, heldur væri réttara að sleppa selunum. Dóra Björt segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. „Ég skil mjög vel viðhorf þeirra sem vilja ekki sjá dýr í búrum eða innilokuð enda finnst mér mjög góð hugmynd að gera garðinn að dýraathvarfi, griðar- og umönnunarstað fyrir dýr sem þurfa aðstoð og fara frá gamaldags dýragarðsvirkni. Slík þróun fær allan minn stuðning,“ segir Dóra Björt. Kópur í Húsdýragarðinum.Vísir/Vilhelm Engin markviss fjölgun sela fyrirhuguð Dóra Björt segir að markviss fjölgun sela í garðinum sé ekki fyrirhuguð en að haldin verði aðstaða til að taka við selum í hremmingum. „Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað. Ákveðið hefur verið að stækka selalaugina og betrumbæta aðstæður sela og uppfæra laugina í takt við þau alþjóðaviðmið og út frá þeim nútímakröfum sem nú ríkja svo dýrin eigi þar góða ævidaga. Einnig verður hægt að taka við selum og sjófuglum í neyð sem gerist með reglulegu millibili. Þannig teljum við að laugin nýtist betur sem athvarf. Ekki má sleppa selum úr haldi samkvæmt núverandi löggjöf og því mikilvægt að búa vel að þeim selum sem þarna lifa.“ Húsdýragarðuinn í Laugardal. Selalaugin er fyrir fyrir miðri mynd, aðeins til vinstri.Vísir/Vilhelm Aukin lausaganga dýranna og nýtt fræðsluhús Dóra Björt segir að í raun sé verið að fara í saumana á öllu dýrahaldi meðfram innleiðingu nýrrar sameinaðrar dýraþjónustu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það eigi að hefjast handa við byggingu fræðsluhúss á næsta ári sem sé bæði fyrir fræðslu innan garðs og einnig á vegum dýraþjónustunnar. „Starfsmannahús verður sambyggt því. Þá er verið að gera breytingar í garðinum sem miða að aukinni lausagöngu dýra og minni innivist og þegar eru hafnar breytingar fyrir sauðfé og geitfé.“ Hún segir það óboðlegt í nútímasamfélagi að bjóða dýrum í haldi upp á of lítið rými. Í raun sé mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn sé ekki fullnægjandi. „Því er mikilvægt að bregðast við þessu og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður.“ Borgarstjórn Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Þetta segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir að núverandi laug sé ekki nægilega stór samkvæmt alþjóðlegum stöðum EAZA, Sambands evrópskra dýragarða og verði laugin stækkuð í samræmi við staðla til að hægt sé að tryggja nægt pláss og sem bestan aðbúnað þeirra sela sem eru í garðinum. Í kjölfar borgarstjórnarfundar í gær blossaði upp nokkur umræða á Twitter þar sem einhverjir vildu meina að áframhaldandi selahald í garðinum og stækkun laugarinnar fæli ekki í sér dýravernd, heldur væri réttara að sleppa selunum. Dóra Björt segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. „Ég skil mjög vel viðhorf þeirra sem vilja ekki sjá dýr í búrum eða innilokuð enda finnst mér mjög góð hugmynd að gera garðinn að dýraathvarfi, griðar- og umönnunarstað fyrir dýr sem þurfa aðstoð og fara frá gamaldags dýragarðsvirkni. Slík þróun fær allan minn stuðning,“ segir Dóra Björt. Kópur í Húsdýragarðinum.Vísir/Vilhelm Engin markviss fjölgun sela fyrirhuguð Dóra Björt segir að markviss fjölgun sela í garðinum sé ekki fyrirhuguð en að haldin verði aðstaða til að taka við selum í hremmingum. „Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað. Ákveðið hefur verið að stækka selalaugina og betrumbæta aðstæður sela og uppfæra laugina í takt við þau alþjóðaviðmið og út frá þeim nútímakröfum sem nú ríkja svo dýrin eigi þar góða ævidaga. Einnig verður hægt að taka við selum og sjófuglum í neyð sem gerist með reglulegu millibili. Þannig teljum við að laugin nýtist betur sem athvarf. Ekki má sleppa selum úr haldi samkvæmt núverandi löggjöf og því mikilvægt að búa vel að þeim selum sem þarna lifa.“ Húsdýragarðuinn í Laugardal. Selalaugin er fyrir fyrir miðri mynd, aðeins til vinstri.Vísir/Vilhelm Aukin lausaganga dýranna og nýtt fræðsluhús Dóra Björt segir að í raun sé verið að fara í saumana á öllu dýrahaldi meðfram innleiðingu nýrrar sameinaðrar dýraþjónustu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það eigi að hefjast handa við byggingu fræðsluhúss á næsta ári sem sé bæði fyrir fræðslu innan garðs og einnig á vegum dýraþjónustunnar. „Starfsmannahús verður sambyggt því. Þá er verið að gera breytingar í garðinum sem miða að aukinni lausagöngu dýra og minni innivist og þegar eru hafnar breytingar fyrir sauðfé og geitfé.“ Hún segir það óboðlegt í nútímasamfélagi að bjóða dýrum í haldi upp á of lítið rými. Í raun sé mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn sé ekki fullnægjandi. „Því er mikilvægt að bregðast við þessu og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður.“
Borgarstjórn Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira