Innlent

Flughálka víða um land

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vetrarfærð er á vegum landsins og má búast við flughálku á köflum á Norður- og Vesturlandi.
Vetrarfærð er á vegum landsins og má búast við flughálku á köflum á Norður- og Vesturlandi. Vísir/Vilhelm

Það er flughált víða á vegum landsins. Þannig er til að mynda flughálka á austasta kafla Þverárfjalls og á milli Hofsós og Ketilsás á Norðurlandi en þar er einnig mjög hvasst. Í landshlutanum er hálka eða hálkublettir á vegum.

Þá lokar snjóflóð veginum um Kleifaheiði á Vestfjörðum og er ekki vitað hvenær vegurinn opnar. Því er ófært á heiðinni sem og á Dynjandisheiði.

Flughálka er á Gemlufellsheiði, Barðaströnd, Innstrandavegi, Þröskuldum, Drangsnesvegi og í Súgandafirði en þæfingsfærð á Súðavíkurhlið, Bjarnafjarðarhálsi og norður í Árneshrepp. Karpi er í Ísafjarðardjúpi.

Á Norðausturlandi er flughált á Tjörnesi og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði. Þæfingsfærð á Hófaskarði og Hálsum og krapi, hálka eða hálkublettir á öðrum leiðum.

Á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði en krapi á Fagradal. Annars hálka eða hálkublettir á leiðum en greiðfært Reyðarfirði með ströndinni að Höfn.

Hálka er á flestum leiðum á Suðausturlandi en þó krapi á Breiðamerkursandi. Á Suðurlandi er flughált á nokkrum leiðum í uppsveitum en annars hálka eða hálkublettir. Greiðfært er á þjóðvegi 1.

Á Vesturlandi er síðan flughálka á Bröttubrekku og Svínadal, þungfært á Vatnaleið og ófært á Fróðárheiði. Verið er að kanna ástand á öðrum leiðum.

Fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar sem og á Twitter.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×