Innlent

Fullt tungl og leiðindaveður í kortunum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Gul viðvörun er í gildi víða um landið.
Gul viðvörun er í gildi víða um landið. Veðurstofa Íslands

Gul veðurviðvörun er í gildi víðast hvar um land í kvöld að suðausturströndinni undanskilinni. Búist er við vaxandi suðaustanátt með kvöldinu og hvessir enn í nótt. Þá má búast við snjókomu og slyddu þótt þurrt verði að mestu fyrir norðan fram á miðnætti en tekur að rigna í nótt, fyrst suðvestan til.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varar við versnandi veðri í færslu á Facebook í kvöld þar sem bent er á að færð geti farið að þyngjast í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu, á sunnanverðu Snæfellsnesi, norðanverðum Breiðafirði og á sunnanverðum Vestfjörðum.

„Strax á morgun fer í stífa norðanátt með hríð á norðanverðu landinu og getur kafsnjóað og fer í hvassviðri eða storm fram á föstudag. Þá gætu fjallvegir lokast og erfitt gæti verið að halda þeim opnum á köflum. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar,“ segir í færslunni.

Þá er fullt tungl í dag og má því búast við stórstreymi næstudaga. „Þess gæti gætt á sunnan- og vestanverðu landinu nú í kvöld en fyrir Norðurlandi í norðanátt fram á föstudag. Vegna vind- og ölduáhlaðanda má því gera ráð fyrir að sjávarhæð verði hærri en sjávarfallaspár gefa til kynna, fyrst sunnan- og vestanlands en svo um norðanvert landið um og eftir miðja vikuna.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.