Fjórir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2020 13:39 Charlotte Perelli hefur tvívegis verið fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision. Í fyrra skiptið, árið 1999, vann hún keppnina með lagið Take Me to Your Heaven. Getty Að minnsta kosti fjórir fyrrverandi fulltrúar Svíþjóðar í Eurovision munu taka þátt í Melodifestivalen, undankeppni Svía fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer í Rotterdam í maí næstkomandi. Aftonbladet hefur birt lista yfir 27 atriði sem munu taka þátt af alls 28. Á þeim lista má meðal annars sjá sveitina The Mamas sem bar sigur úr býtum í Melodifestivalen fyrr á árinu með laginu Move. Þar sem Eurovision-keppninni var aflýst í vor vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar varð þó aldrei úr því að þær stigu á stóra sviðið. Þær höfðu þó séð um bakraddir í sænska framlaginu árið 2019 – Too Late for Love með John Lundvik sem hafnaði í fimmta sæti. Á listanum er einnig að finna Charlotte Perelli sem vann sigur í Eurovision árið 1999 með laginu Take Me to Your Heaven, þá undir nafninu Charlotte Nilsson. Það var einmitt árið sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með laginu All Out of Luck. Perelli var einnig fulltrúi Svía í Eurovision árið 2008 með lagið Hero. Hafnaði hún þá í átjánda sæti. Eric Saade mun einnig taka þátt í Melodifestivalen, en hann var fulltrúi Svía árið 2011 með laginu Popular og hafnaði þá í þriðja sæti. Einnig má nefna sveitina Arvingarna sem voru fulltrúar Svía í Eurovision árið 1993. Fluttu þeir þá lagið Eloise og höfnuðu í sjöunda sæti. Meðal annarra atriða sem verða í Melodifestivalen í ár má nefna Danny Saucedo, Anton Ewald, Elisa Lindström og Dotter. Melodifestivalen fer fram dagana 6. febrúar til 13. mars án áhorfenda og alltaf í Stokkhólmi, en öll undanúrslitakvöldin hafa verið haldið víðs vegar um Svíþjóð síðustu ár. Eurovision Tónlist Svíþjóð Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Aftonbladet hefur birt lista yfir 27 atriði sem munu taka þátt af alls 28. Á þeim lista má meðal annars sjá sveitina The Mamas sem bar sigur úr býtum í Melodifestivalen fyrr á árinu með laginu Move. Þar sem Eurovision-keppninni var aflýst í vor vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar varð þó aldrei úr því að þær stigu á stóra sviðið. Þær höfðu þó séð um bakraddir í sænska framlaginu árið 2019 – Too Late for Love með John Lundvik sem hafnaði í fimmta sæti. Á listanum er einnig að finna Charlotte Perelli sem vann sigur í Eurovision árið 1999 með laginu Take Me to Your Heaven, þá undir nafninu Charlotte Nilsson. Það var einmitt árið sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með laginu All Out of Luck. Perelli var einnig fulltrúi Svía í Eurovision árið 2008 með lagið Hero. Hafnaði hún þá í átjánda sæti. Eric Saade mun einnig taka þátt í Melodifestivalen, en hann var fulltrúi Svía árið 2011 með laginu Popular og hafnaði þá í þriðja sæti. Einnig má nefna sveitina Arvingarna sem voru fulltrúar Svía í Eurovision árið 1993. Fluttu þeir þá lagið Eloise og höfnuðu í sjöunda sæti. Meðal annarra atriða sem verða í Melodifestivalen í ár má nefna Danny Saucedo, Anton Ewald, Elisa Lindström og Dotter. Melodifestivalen fer fram dagana 6. febrúar til 13. mars án áhorfenda og alltaf í Stokkhólmi, en öll undanúrslitakvöldin hafa verið haldið víðs vegar um Svíþjóð síðustu ár.
Eurovision Tónlist Svíþjóð Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira