Fjórir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2020 13:39 Charlotte Perelli hefur tvívegis verið fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision. Í fyrra skiptið, árið 1999, vann hún keppnina með lagið Take Me to Your Heaven. Getty Að minnsta kosti fjórir fyrrverandi fulltrúar Svíþjóðar í Eurovision munu taka þátt í Melodifestivalen, undankeppni Svía fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer í Rotterdam í maí næstkomandi. Aftonbladet hefur birt lista yfir 27 atriði sem munu taka þátt af alls 28. Á þeim lista má meðal annars sjá sveitina The Mamas sem bar sigur úr býtum í Melodifestivalen fyrr á árinu með laginu Move. Þar sem Eurovision-keppninni var aflýst í vor vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar varð þó aldrei úr því að þær stigu á stóra sviðið. Þær höfðu þó séð um bakraddir í sænska framlaginu árið 2019 – Too Late for Love með John Lundvik sem hafnaði í fimmta sæti. Á listanum er einnig að finna Charlotte Perelli sem vann sigur í Eurovision árið 1999 með laginu Take Me to Your Heaven, þá undir nafninu Charlotte Nilsson. Það var einmitt árið sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með laginu All Out of Luck. Perelli var einnig fulltrúi Svía í Eurovision árið 2008 með lagið Hero. Hafnaði hún þá í átjánda sæti. Eric Saade mun einnig taka þátt í Melodifestivalen, en hann var fulltrúi Svía árið 2011 með laginu Popular og hafnaði þá í þriðja sæti. Einnig má nefna sveitina Arvingarna sem voru fulltrúar Svía í Eurovision árið 1993. Fluttu þeir þá lagið Eloise og höfnuðu í sjöunda sæti. Meðal annarra atriða sem verða í Melodifestivalen í ár má nefna Danny Saucedo, Anton Ewald, Elisa Lindström og Dotter. Melodifestivalen fer fram dagana 6. febrúar til 13. mars án áhorfenda og alltaf í Stokkhólmi, en öll undanúrslitakvöldin hafa verið haldið víðs vegar um Svíþjóð síðustu ár. Eurovision Tónlist Svíþjóð Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Aftonbladet hefur birt lista yfir 27 atriði sem munu taka þátt af alls 28. Á þeim lista má meðal annars sjá sveitina The Mamas sem bar sigur úr býtum í Melodifestivalen fyrr á árinu með laginu Move. Þar sem Eurovision-keppninni var aflýst í vor vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar varð þó aldrei úr því að þær stigu á stóra sviðið. Þær höfðu þó séð um bakraddir í sænska framlaginu árið 2019 – Too Late for Love með John Lundvik sem hafnaði í fimmta sæti. Á listanum er einnig að finna Charlotte Perelli sem vann sigur í Eurovision árið 1999 með laginu Take Me to Your Heaven, þá undir nafninu Charlotte Nilsson. Það var einmitt árið sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með laginu All Out of Luck. Perelli var einnig fulltrúi Svía í Eurovision árið 2008 með lagið Hero. Hafnaði hún þá í átjánda sæti. Eric Saade mun einnig taka þátt í Melodifestivalen, en hann var fulltrúi Svía árið 2011 með laginu Popular og hafnaði þá í þriðja sæti. Einnig má nefna sveitina Arvingarna sem voru fulltrúar Svía í Eurovision árið 1993. Fluttu þeir þá lagið Eloise og höfnuðu í sjöunda sæti. Meðal annarra atriða sem verða í Melodifestivalen í ár má nefna Danny Saucedo, Anton Ewald, Elisa Lindström og Dotter. Melodifestivalen fer fram dagana 6. febrúar til 13. mars án áhorfenda og alltaf í Stokkhólmi, en öll undanúrslitakvöldin hafa verið haldið víðs vegar um Svíþjóð síðustu ár.
Eurovision Tónlist Svíþjóð Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira