„Hugsunin góð“ hjá Páli en hefði viljað ganga lengra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 12:52 Páll Magnússon og Benedikt Jóhannesson mættust í umræðu um sjávarútveg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, mættust í umræðu um sjávarútveg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Páll hefur sjálfur lagt fram frumvarp á Alþingi sem ætlað er að girða fyrir óeðlilega samþjöppun aflaheimilda. Athygli hefur vakið að Páll leggi fram frumvarpið upp á eigin spýtur, einkum í ljósi þess að ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Kristján Þór Júlíusson, fer fyrir ráðuneyti sjávarútvegsmála. „Í fiskveiðistjórnunarlögunum er þak sem á að koma í veg fyrir að of mikið af aflaheimildum safnist á fáar hendur. Þetta þak er, ein viðmiðunin er að enginn einn aðili má fara með meira en 12% af heildaraflaheimildunum við Ísland. Þversögnin hins vegar í fiskveiðistjórnunarlögunum er sú að þessi aðili, sem hugsanlega væri kominn með 12% hann getur hins vegar keypt 49,9% í öllum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi, án þess að heimildir þeirra teldust til hans eða bættust við,“ sagði Páll. Þannig gætu tæknilega að sögn Páls, átta fyrirtæki sem ættu hvert um sig upp í þakið 12% en eitt þeirra ætti síðan helminginn í öllum hinum. „Þetta tel ég vera mikla gloppu í lögunum og ég vil freista þess að laga það með þessu frumvarpi,“ sagði Páll. Benedikt sagðist taka undir hugsunina hjá Páli, hún sé í sjálfu sér góð en að sjálfur myndi hann vilja ganga lengra. „Mér finnst þetta, af því það má eflaust deila um þessi 12%, hvort þau séu endilega rétta talan, en ef við erum með einhverja svona viðmiðun þá á náttúrlega að fara eftir því. Mér finnst hugsunin hjá Páli vera ágæt að reyna að laga þetta en mér finnst hann reyndar ekki ganga nógu langt vegna þess að fyrirtæki sem á 49,9% í einhverju fyrirtæki stjórnar því náttúrlega. Það er ráðandi hlutur. Við vitum það að á hlutabréfamarkaði að þá þurfa aðilar að gera yfirtökutilboð ef þeir fara yfir 30%, þá eru þeir taldir ráðandi í félaginu,“ sagði Benedikt. Þegar séu dæmi þessa til staðar er varðar sjávarútveginn. „Samherji á 49% að minnsta kosti í Síldarvinnslunni og þar var, að minnsta kosti til skamms tíma, forstjóri Samherja stjórnarformaður en svo er því haldið fram að þetta séu alls óskildir aðilar. Þetta er auðvitað galli og Páll bendir á þetta. Ég myndi vilja að segja að menn mættu ekki eignast ráðandi hlut, ég myndi ganga skrefinu lengra,“ segir Benedikt. Sjávarútvegur Alþingi Sprengisandur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Páll hefur sjálfur lagt fram frumvarp á Alþingi sem ætlað er að girða fyrir óeðlilega samþjöppun aflaheimilda. Athygli hefur vakið að Páll leggi fram frumvarpið upp á eigin spýtur, einkum í ljósi þess að ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Kristján Þór Júlíusson, fer fyrir ráðuneyti sjávarútvegsmála. „Í fiskveiðistjórnunarlögunum er þak sem á að koma í veg fyrir að of mikið af aflaheimildum safnist á fáar hendur. Þetta þak er, ein viðmiðunin er að enginn einn aðili má fara með meira en 12% af heildaraflaheimildunum við Ísland. Þversögnin hins vegar í fiskveiðistjórnunarlögunum er sú að þessi aðili, sem hugsanlega væri kominn með 12% hann getur hins vegar keypt 49,9% í öllum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi, án þess að heimildir þeirra teldust til hans eða bættust við,“ sagði Páll. Þannig gætu tæknilega að sögn Páls, átta fyrirtæki sem ættu hvert um sig upp í þakið 12% en eitt þeirra ætti síðan helminginn í öllum hinum. „Þetta tel ég vera mikla gloppu í lögunum og ég vil freista þess að laga það með þessu frumvarpi,“ sagði Páll. Benedikt sagðist taka undir hugsunina hjá Páli, hún sé í sjálfu sér góð en að sjálfur myndi hann vilja ganga lengra. „Mér finnst þetta, af því það má eflaust deila um þessi 12%, hvort þau séu endilega rétta talan, en ef við erum með einhverja svona viðmiðun þá á náttúrlega að fara eftir því. Mér finnst hugsunin hjá Páli vera ágæt að reyna að laga þetta en mér finnst hann reyndar ekki ganga nógu langt vegna þess að fyrirtæki sem á 49,9% í einhverju fyrirtæki stjórnar því náttúrlega. Það er ráðandi hlutur. Við vitum það að á hlutabréfamarkaði að þá þurfa aðilar að gera yfirtökutilboð ef þeir fara yfir 30%, þá eru þeir taldir ráðandi í félaginu,“ sagði Benedikt. Þegar séu dæmi þessa til staðar er varðar sjávarútveginn. „Samherji á 49% að minnsta kosti í Síldarvinnslunni og þar var, að minnsta kosti til skamms tíma, forstjóri Samherja stjórnarformaður en svo er því haldið fram að þetta séu alls óskildir aðilar. Þetta er auðvitað galli og Páll bendir á þetta. Ég myndi vilja að segja að menn mættu ekki eignast ráðandi hlut, ég myndi ganga skrefinu lengra,“ segir Benedikt.
Sjávarútvegur Alþingi Sprengisandur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira