Erfitt fyrir foreldra að börnin séu ekki í öryggi fjölskyldunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2020 22:15 Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Egill Aðalsteinsson Mikil fólksfækkun hefur orðið í Reykhólahreppi á árinu en þar hefur íbúum fækkað um tíu prósent. Sveitarstjórinn telur eina skýringuna þá að fjölskyldur flytja fremur en að senda unglingana að heiman í framhaldsnám. Fyrir ári, þann 1. desember 2019, voru íbúar Reykhólahrepps 262 talsins. Ellefu mánuðum síðar, þann 1. nóvember síðastliðinn, var íbúafjöldinn kominn niður í 236 íbúa. Fólksfækkunin nemur 26 manns en fimm fjölskyldur hafa flutt brott á árinu, að sögn sveitarstjórans. „Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Rifja má upp að fyrir sjö árum sögðum við frá óvenju miklum barnafjölda þegar oddvitinn hafði ekki undan að prjóna peysur á öll börnin sem fæddust. Ingibjörg bendir á að þegar börnin vaxa úr grasi og ljúka grunnskóla sé framhaldsskólinn næsta skólastig en hann sé á forræði ríkisins. Frá Reykhólum.Egill Aðalsteinsson Þegar börnin í Reykhólasveit fara að huga að framhaldsnámi þá er langt í næsta valkost. Næsti framhaldsskóli er í Borgarnesi og þangað er tveggja tíma akstur. Ingibjörg segir þetta snúast um börn á aldrinum sextán til átján ára. „Hvernig getum við haldið utan um þessi börn í heimabyggð í staðinn fyrir að senda þau frá okkur? Vegna þess að foreldrar eiga oft erfitt með það og vilja fylgja börnunum sínum eftir í framhaldsskólana.“ Hún vill samstarf við ríkið um fjarkennslusetur á Reykhólum fyrir framhaldsskólanám. „Þar sem færi fram umsjón með þessum börnum á þessum aldri. Leyfa börnum að vera börn til átján ára aldurs. Þau geti stundað nám, jafnvel í hvaða framhaldsskóla sem er, en haft umsjón og starfsmann til að fylgjast með sér. Koma saman og vera heima. Vera í öryggi fjölskyldunnar sinnar,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 um barnasprengjuna fyrir sjö árum má sjá hér: Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Byggðamál Tengdar fréttir Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fyrir ári, þann 1. desember 2019, voru íbúar Reykhólahrepps 262 talsins. Ellefu mánuðum síðar, þann 1. nóvember síðastliðinn, var íbúafjöldinn kominn niður í 236 íbúa. Fólksfækkunin nemur 26 manns en fimm fjölskyldur hafa flutt brott á árinu, að sögn sveitarstjórans. „Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Rifja má upp að fyrir sjö árum sögðum við frá óvenju miklum barnafjölda þegar oddvitinn hafði ekki undan að prjóna peysur á öll börnin sem fæddust. Ingibjörg bendir á að þegar börnin vaxa úr grasi og ljúka grunnskóla sé framhaldsskólinn næsta skólastig en hann sé á forræði ríkisins. Frá Reykhólum.Egill Aðalsteinsson Þegar börnin í Reykhólasveit fara að huga að framhaldsnámi þá er langt í næsta valkost. Næsti framhaldsskóli er í Borgarnesi og þangað er tveggja tíma akstur. Ingibjörg segir þetta snúast um börn á aldrinum sextán til átján ára. „Hvernig getum við haldið utan um þessi börn í heimabyggð í staðinn fyrir að senda þau frá okkur? Vegna þess að foreldrar eiga oft erfitt með það og vilja fylgja börnunum sínum eftir í framhaldsskólana.“ Hún vill samstarf við ríkið um fjarkennslusetur á Reykhólum fyrir framhaldsskólanám. „Þar sem færi fram umsjón með þessum börnum á þessum aldri. Leyfa börnum að vera börn til átján ára aldurs. Þau geti stundað nám, jafnvel í hvaða framhaldsskóla sem er, en haft umsjón og starfsmann til að fylgjast með sér. Koma saman og vera heima. Vera í öryggi fjölskyldunnar sinnar,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 um barnasprengjuna fyrir sjö árum má sjá hér:
Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Byggðamál Tengdar fréttir Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent