Kvenfélagskonur nýttu nóttina í að baka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2020 12:19 Kvenfélagskonur úr uppsveitum Árnessýslu, sem komu saman í vottuðu eldhúsi Skálholts í gærkvöldi og bökuðu þar um eitt þúsund kleinur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur kvenfélagskvenna stendur nú fyrir áheitabakstri eftir að hafa fengið grænt ljós hjá almannavörnum og heilbrigðiseftirlitinu. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús. Baksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til klukkan 18.:00 í dag. Í takt við tíðarfarið munu Kvenfélagskonur víða um land taka þátt með fjarbakstri heimavið. Kvenfélagskonur um allt land nýttu nóttina við bakstur í stað þess að sofa en nú stendur yfir áheitabakstur í einn sólarhring þar sem konurnar baka í fjarbakstri heimavið. Kvenfélagskonu í uppsveitum Árnessýslu bökuðu til dæmis þúsund kleinur í gærkvöldi, auk þess að baka rúgbrauð í hver í Laugarási. Áheitabaksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til 18:00 í dag. Með bakstrinum eru kvenfélagskonur að styðja við söfnunina „Gjöf til allra kvenna á Íslandi“ en þar er verið að safna fyrir tækjakosti og hugbúnaði þeim tengdum, þ.e. rafrænar tengingar við sérfræðinga kvennadeildar Landsspítalans og stuðla þannig að bættri heilsuvernd kvenna um land allt. Baksturinn er líka í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús og á heimilum kvenfélagskvenna um allt land. Elínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna og hennar konur í uppsveitum Árnessýslu láta ekki sitt eftir liggja í bakstrinum. „Já, það er rétt, ég til dæmis fór í gærkvöldi ásamt nokkrum kvenfélagskonum í eldhúsið í Skálholti, fékk þar inni og við steiktum þar um þúsund kleinur og svo fór ég með tuttugu rúgbrauð í hverapott hér í nágrenninu við mig í Laugarási og seyddi þau þar í nótt, þau þurfa tuttugu og fjóra tíma og ég var að taka upp rúgbrauð og fara með þessar kleinur og er komin til Reykjavíkur með þetta allt saman,“ segir Elínborg. Kvenfélagskonur eru þekktar fyrir margrómaðan bakstur. Hér er Elínborg að störfum við kleinubaksturinn. .Áheitabaksturinn er tengslum við söfnunina „Gjöf til allra kvenna.“Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg segir að það sé búið að baka mikið af löglegum sörum í vottaða eldhúsinu í Kópavogi, enda sé búið að panta mikið af þeim og þá séu marens botnar mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á fjölbreytt úrval af smákökum. „Svo ætlum við að selja þetta í dag, bæði í Jólaþorpinu í Hafnarfirði og í Eldstæðinu í Kópavogi, sem stendur við Nýbýlaveg og svo er líka hægt að panta og fá heimsent á höfuðborgarsvæðinu gegn vægu gjaldi.“ Hægt er að panta kræsingar í gegnum símanúmerið 792-1930 og boðið er upp á heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar um baksturinn, söfnunina og hvar er hægt að kaupa góðgætið af kvenfélögunum má finna á heimasíðunni gjöf til allra kvenna puntur.is Bláskógabyggð Matur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Kvenfélagskonur um allt land nýttu nóttina við bakstur í stað þess að sofa en nú stendur yfir áheitabakstur í einn sólarhring þar sem konurnar baka í fjarbakstri heimavið. Kvenfélagskonu í uppsveitum Árnessýslu bökuðu til dæmis þúsund kleinur í gærkvöldi, auk þess að baka rúgbrauð í hver í Laugarási. Áheitabaksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til 18:00 í dag. Með bakstrinum eru kvenfélagskonur að styðja við söfnunina „Gjöf til allra kvenna á Íslandi“ en þar er verið að safna fyrir tækjakosti og hugbúnaði þeim tengdum, þ.e. rafrænar tengingar við sérfræðinga kvennadeildar Landsspítalans og stuðla þannig að bættri heilsuvernd kvenna um land allt. Baksturinn er líka í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús og á heimilum kvenfélagskvenna um allt land. Elínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna og hennar konur í uppsveitum Árnessýslu láta ekki sitt eftir liggja í bakstrinum. „Já, það er rétt, ég til dæmis fór í gærkvöldi ásamt nokkrum kvenfélagskonum í eldhúsið í Skálholti, fékk þar inni og við steiktum þar um þúsund kleinur og svo fór ég með tuttugu rúgbrauð í hverapott hér í nágrenninu við mig í Laugarási og seyddi þau þar í nótt, þau þurfa tuttugu og fjóra tíma og ég var að taka upp rúgbrauð og fara með þessar kleinur og er komin til Reykjavíkur með þetta allt saman,“ segir Elínborg. Kvenfélagskonur eru þekktar fyrir margrómaðan bakstur. Hér er Elínborg að störfum við kleinubaksturinn. .Áheitabaksturinn er tengslum við söfnunina „Gjöf til allra kvenna.“Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg segir að það sé búið að baka mikið af löglegum sörum í vottaða eldhúsinu í Kópavogi, enda sé búið að panta mikið af þeim og þá séu marens botnar mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á fjölbreytt úrval af smákökum. „Svo ætlum við að selja þetta í dag, bæði í Jólaþorpinu í Hafnarfirði og í Eldstæðinu í Kópavogi, sem stendur við Nýbýlaveg og svo er líka hægt að panta og fá heimsent á höfuðborgarsvæðinu gegn vægu gjaldi.“ Hægt er að panta kræsingar í gegnum símanúmerið 792-1930 og boðið er upp á heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar um baksturinn, söfnunina og hvar er hægt að kaupa góðgætið af kvenfélögunum má finna á heimasíðunni gjöf til allra kvenna puntur.is
Bláskógabyggð Matur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira