Uppfletting landamæravarðar í LÖKE fer fyrir Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2020 13:00 Málið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Vísir/Hanna Hæstiréttur hefur veitt landamæraverði áfrýjunarleyfi sem dæmdur var fyrir að brot í opinberu starfi. Þetta kemur fram á vef Hæstaréttar en rétturinn tekur fyrir minnihluta þeirra mála sem dæmd hafa verið í Landsrétti. Þá helst ef málin hafa fordæmisgildi. Landamæravörðurinn, 42 ára kona, var sakfelld bæði í Héraðsdómi Reykjaness og svo Landsrétti fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu LÖKE. Refsing hennar var ákveðin 100 þúsund króna sekt. Fram kom í dómi Landsréttar að konan hefði á ákveðnu tímabili ítrekað flett upp málum sem tengdust þeim án þess að uppflettingarnar væru vegna starfs hennar sem landamæravörður. Í niðurstöðukafla dóms Landsréttar sagði: „Ákærða hefur játað að hafa gert fyrirspurnir í lögreglukerfinu um nánar tilgreinda einstaklinga án þess að það hafi tengst starfi hennar. […] Misnotaði hún með því aðstöðu sína sem landamæravörður.“ Þannig hefði konan hallað réttindum fólksins til friðhelgi einkalífs án lögmætrar ástæðu. Ekki skipti máli að hún hefði ekki miðlað upplýsingunum eða nýtt á annan hátt. Landamæravörðurinn telur að uppflettingar hennar í LÖKE falli ekki undir verknaðarlýsingu í 139. grein almennra hegningarlaga, einmitt þar sem þær hafi ekki verið henni né öðrum til ávinnings. Málið hafi fordæmisgildi. Í greininni segir: Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Ákæruvaldið lagðist ekki gegn áfrýjunarbeiðni landamæravarðarins. Hæstiréttur segir að miðað við gögn málsins verði að líta svo á að úrlausn um beitingu 139. greinar almennra hegningarlaga myndi hafa verulega almenna þýðingu. Var beiðnin því samþykkt. Dómsmál Lögreglan Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Landamæravörðurinn, 42 ára kona, var sakfelld bæði í Héraðsdómi Reykjaness og svo Landsrétti fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu LÖKE. Refsing hennar var ákveðin 100 þúsund króna sekt. Fram kom í dómi Landsréttar að konan hefði á ákveðnu tímabili ítrekað flett upp málum sem tengdust þeim án þess að uppflettingarnar væru vegna starfs hennar sem landamæravörður. Í niðurstöðukafla dóms Landsréttar sagði: „Ákærða hefur játað að hafa gert fyrirspurnir í lögreglukerfinu um nánar tilgreinda einstaklinga án þess að það hafi tengst starfi hennar. […] Misnotaði hún með því aðstöðu sína sem landamæravörður.“ Þannig hefði konan hallað réttindum fólksins til friðhelgi einkalífs án lögmætrar ástæðu. Ekki skipti máli að hún hefði ekki miðlað upplýsingunum eða nýtt á annan hátt. Landamæravörðurinn telur að uppflettingar hennar í LÖKE falli ekki undir verknaðarlýsingu í 139. grein almennra hegningarlaga, einmitt þar sem þær hafi ekki verið henni né öðrum til ávinnings. Málið hafi fordæmisgildi. Í greininni segir: Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Ákæruvaldið lagðist ekki gegn áfrýjunarbeiðni landamæravarðarins. Hæstiréttur segir að miðað við gögn málsins verði að líta svo á að úrlausn um beitingu 139. greinar almennra hegningarlaga myndi hafa verulega almenna þýðingu. Var beiðnin því samþykkt.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira