Uppfletting landamæravarðar í LÖKE fer fyrir Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2020 13:00 Málið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Vísir/Hanna Hæstiréttur hefur veitt landamæraverði áfrýjunarleyfi sem dæmdur var fyrir að brot í opinberu starfi. Þetta kemur fram á vef Hæstaréttar en rétturinn tekur fyrir minnihluta þeirra mála sem dæmd hafa verið í Landsrétti. Þá helst ef málin hafa fordæmisgildi. Landamæravörðurinn, 42 ára kona, var sakfelld bæði í Héraðsdómi Reykjaness og svo Landsrétti fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu LÖKE. Refsing hennar var ákveðin 100 þúsund króna sekt. Fram kom í dómi Landsréttar að konan hefði á ákveðnu tímabili ítrekað flett upp málum sem tengdust þeim án þess að uppflettingarnar væru vegna starfs hennar sem landamæravörður. Í niðurstöðukafla dóms Landsréttar sagði: „Ákærða hefur játað að hafa gert fyrirspurnir í lögreglukerfinu um nánar tilgreinda einstaklinga án þess að það hafi tengst starfi hennar. […] Misnotaði hún með því aðstöðu sína sem landamæravörður.“ Þannig hefði konan hallað réttindum fólksins til friðhelgi einkalífs án lögmætrar ástæðu. Ekki skipti máli að hún hefði ekki miðlað upplýsingunum eða nýtt á annan hátt. Landamæravörðurinn telur að uppflettingar hennar í LÖKE falli ekki undir verknaðarlýsingu í 139. grein almennra hegningarlaga, einmitt þar sem þær hafi ekki verið henni né öðrum til ávinnings. Málið hafi fordæmisgildi. Í greininni segir: Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Ákæruvaldið lagðist ekki gegn áfrýjunarbeiðni landamæravarðarins. Hæstiréttur segir að miðað við gögn málsins verði að líta svo á að úrlausn um beitingu 139. greinar almennra hegningarlaga myndi hafa verulega almenna þýðingu. Var beiðnin því samþykkt. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Landamæravörðurinn, 42 ára kona, var sakfelld bæði í Héraðsdómi Reykjaness og svo Landsrétti fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu LÖKE. Refsing hennar var ákveðin 100 þúsund króna sekt. Fram kom í dómi Landsréttar að konan hefði á ákveðnu tímabili ítrekað flett upp málum sem tengdust þeim án þess að uppflettingarnar væru vegna starfs hennar sem landamæravörður. Í niðurstöðukafla dóms Landsréttar sagði: „Ákærða hefur játað að hafa gert fyrirspurnir í lögreglukerfinu um nánar tilgreinda einstaklinga án þess að það hafi tengst starfi hennar. […] Misnotaði hún með því aðstöðu sína sem landamæravörður.“ Þannig hefði konan hallað réttindum fólksins til friðhelgi einkalífs án lögmætrar ástæðu. Ekki skipti máli að hún hefði ekki miðlað upplýsingunum eða nýtt á annan hátt. Landamæravörðurinn telur að uppflettingar hennar í LÖKE falli ekki undir verknaðarlýsingu í 139. grein almennra hegningarlaga, einmitt þar sem þær hafi ekki verið henni né öðrum til ávinnings. Málið hafi fordæmisgildi. Í greininni segir: Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Ákæruvaldið lagðist ekki gegn áfrýjunarbeiðni landamæravarðarins. Hæstiréttur segir að miðað við gögn málsins verði að líta svo á að úrlausn um beitingu 139. greinar almennra hegningarlaga myndi hafa verulega almenna þýðingu. Var beiðnin því samþykkt.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira