Allt í tómu COVID-19 tjóni hjá Baltimore Ravens Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 11:31 Lamar Jackson er einn af mörgum leikmönnum Baltimore Ravens sem hafa smitast. Getty/Maddie Meyer Besti leikmaður NFL í fyrra er komin með kórónuveiruna og leikmenn Baltimore Ravens mega ekki mæta í vinnuna fyrr en eftir helgi. Það er mikil óvissa í gangi hjá NFL-liðinu Baltimore Ravens því það lítur út fyrir að menn hafi misst stjórn á kórónuveirusmiti innan leikmannahópsins. Leikstjórnandinn Lamar Jackson er síðasti leikmaðurinn hjá Baltimore Ravens til að fá kórónuveiruna og það eru ekki miklar líkur á því að leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers geti farið fram um helgina. Lamar Jackson var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í fyrra á fullu húsi og er stærsta stjarna NFL-deildarinnar til þessa sem greinist með kórónuveiruna. Hann þarf nú að fara í einangrun í tíu daga og gæti því einnig misst af leik á móti Dallas Cowboys á fimmtudaginn kemur. Ravens QB Lamar Jackson has tested positive for COVID-19, a source confirmed to @jamisonhensley.The news was first reported by the NFL Network. pic.twitter.com/LqFe0iV1aM— SportsCenter (@SportsCenter) November 27, 2020 Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers áttu að spila í nótt, kvöldleikinn eftirsótta á Þakkargjörðardeginum, en leiknum var frestað fram á sunnudaginn. Eftir nýjustu smitin hjá Baltimore Ravens þá þarf félagið að loka öllu hjá sér fram yfir helgi og því nær engar líkur á því að leikurinn fari fram á sunnudaginn. Þjálfarinn John Harbaugh tilkynnti leikmönnum sínum að þær mættu ekki mæta fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn. Praying for my brother @Lj_era8 and every player, staff member and their families dealing with COVID-19. Ensuring the safety of the entire organization is important.Handling this outbreak within the team is bigger than football— Robert Griffin III (@RGIII) November 27, 2020 Forráðamenn Baltimore Ravens halda því fram að Lamar Jackson hafi smitast á leiknum á móti Tennessee Titans síðasta sunnudag en hann var þá í návígi við senterinn sem fékk jákvætt smitpróf á miðvikudaginn. Hlaupararnir J.K. Dobbins og Mark Ingram II eru báðir með COVID-19 og alls hafa átta leikmenn liðsins smitast. Það gekk allt upp hjá Baltimore Ravens í fyrra þangað til í úrslitakeppninni en árið í ár hefur ekki verið dans á rósum. NFL Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sjá meira
Það er mikil óvissa í gangi hjá NFL-liðinu Baltimore Ravens því það lítur út fyrir að menn hafi misst stjórn á kórónuveirusmiti innan leikmannahópsins. Leikstjórnandinn Lamar Jackson er síðasti leikmaðurinn hjá Baltimore Ravens til að fá kórónuveiruna og það eru ekki miklar líkur á því að leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers geti farið fram um helgina. Lamar Jackson var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í fyrra á fullu húsi og er stærsta stjarna NFL-deildarinnar til þessa sem greinist með kórónuveiruna. Hann þarf nú að fara í einangrun í tíu daga og gæti því einnig misst af leik á móti Dallas Cowboys á fimmtudaginn kemur. Ravens QB Lamar Jackson has tested positive for COVID-19, a source confirmed to @jamisonhensley.The news was first reported by the NFL Network. pic.twitter.com/LqFe0iV1aM— SportsCenter (@SportsCenter) November 27, 2020 Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers áttu að spila í nótt, kvöldleikinn eftirsótta á Þakkargjörðardeginum, en leiknum var frestað fram á sunnudaginn. Eftir nýjustu smitin hjá Baltimore Ravens þá þarf félagið að loka öllu hjá sér fram yfir helgi og því nær engar líkur á því að leikurinn fari fram á sunnudaginn. Þjálfarinn John Harbaugh tilkynnti leikmönnum sínum að þær mættu ekki mæta fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn. Praying for my brother @Lj_era8 and every player, staff member and their families dealing with COVID-19. Ensuring the safety of the entire organization is important.Handling this outbreak within the team is bigger than football— Robert Griffin III (@RGIII) November 27, 2020 Forráðamenn Baltimore Ravens halda því fram að Lamar Jackson hafi smitast á leiknum á móti Tennessee Titans síðasta sunnudag en hann var þá í návígi við senterinn sem fékk jákvætt smitpróf á miðvikudaginn. Hlaupararnir J.K. Dobbins og Mark Ingram II eru báðir með COVID-19 og alls hafa átta leikmenn liðsins smitast. Það gekk allt upp hjá Baltimore Ravens í fyrra þangað til í úrslitakeppninni en árið í ár hefur ekki verið dans á rósum.
NFL Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sjá meira