Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:00 TF-GRO situr föst í flugskýli Landhelgisgæslunnar og er óstarfhæf þar sem reglubundnu viðhaldi hefur ekki verið sinnt vegna verkfalls flugvirkja. Vísir/Sigurjón Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. „Lítill hluti hópsins var upptekinn við samningaviðræður í gær en aðrir sem búist hafði verið við mættu ekki. Vegna þessa er ljóst að ekki mun takast að ljúka skoðuninni á tveimur dögum eins og allt kapp hefur verið lagt á,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Þeir sinna venjulega viðhaldi á þyrlum stofnunarinnar en Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að nýta ætti þá flugvirkja sem ekki væru í verkfalli til að sinna viðhaldi á TF-GRO. „Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,“ sagði Georg. Þetta virðist ekki hafa gengið eftir miðað við fyrrnefnda tilkynningu Gæslunnar sem barst í morgun. Vonast var til að viðhaldið tæki ekki lengri tíma en tvo sólarhringa og að TF-GRO yrði þá tiltæk aftur á miðnætti í kvöld. „Landhelgisgæslan sendi flugvirkjum, sem stofnunin telur að eigi að vera við vinnu, bréf á miðvikudag vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem upp er komin á flugflotanum og hvatti flugvirkjana til að mæta og sinna skoðuninni vegna þess neyðarástands sem nú ríkir,“ segir í tilkynningu Gæslunnar. Þá hafi stofnunin jafnframt óskað eftir undanþágu frá verkfallinu til Flugvirkjafélagsins í ljósi alvarleika stöðunnar. „Beiðninni var synjað. Þetta var fjórða undanþágubeiðnin sem Flugvirkjafélag Íslands hafnar vegna verkfallsins sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan hefur ítrekað sent félaginu beiðni um undanþágu frá verkfallinu til að tryggja megi neyðarbjörgunarþjónustu en án árangurs. Landhelgisgæslan batt vonir við að samningafundur gærdagsins bæri árangur til að unnt væri að fá flugvirkja stofnunarinnar aftur til starfa. Mikið liggur við að koma TF-GRO í flughæft ástand sem allra fyrst og vinna niður uppsafnað viðhald á öðrum loftförum sem gegna veigamiklu hlutverki við leit og björgun á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Lítill hluti hópsins var upptekinn við samningaviðræður í gær en aðrir sem búist hafði verið við mættu ekki. Vegna þessa er ljóst að ekki mun takast að ljúka skoðuninni á tveimur dögum eins og allt kapp hefur verið lagt á,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Þeir sinna venjulega viðhaldi á þyrlum stofnunarinnar en Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að nýta ætti þá flugvirkja sem ekki væru í verkfalli til að sinna viðhaldi á TF-GRO. „Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,“ sagði Georg. Þetta virðist ekki hafa gengið eftir miðað við fyrrnefnda tilkynningu Gæslunnar sem barst í morgun. Vonast var til að viðhaldið tæki ekki lengri tíma en tvo sólarhringa og að TF-GRO yrði þá tiltæk aftur á miðnætti í kvöld. „Landhelgisgæslan sendi flugvirkjum, sem stofnunin telur að eigi að vera við vinnu, bréf á miðvikudag vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem upp er komin á flugflotanum og hvatti flugvirkjana til að mæta og sinna skoðuninni vegna þess neyðarástands sem nú ríkir,“ segir í tilkynningu Gæslunnar. Þá hafi stofnunin jafnframt óskað eftir undanþágu frá verkfallinu til Flugvirkjafélagsins í ljósi alvarleika stöðunnar. „Beiðninni var synjað. Þetta var fjórða undanþágubeiðnin sem Flugvirkjafélag Íslands hafnar vegna verkfallsins sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan hefur ítrekað sent félaginu beiðni um undanþágu frá verkfallinu til að tryggja megi neyðarbjörgunarþjónustu en án árangurs. Landhelgisgæslan batt vonir við að samningafundur gærdagsins bæri árangur til að unnt væri að fá flugvirkja stofnunarinnar aftur til starfa. Mikið liggur við að koma TF-GRO í flughæft ástand sem allra fyrst og vinna niður uppsafnað viðhald á öðrum loftförum sem gegna veigamiklu hlutverki við leit og björgun á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.
Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira