Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 18:31 Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu bendir á mannsöfnuð fyrir utan verslanir vegna fjöldatakmarkana og telur að endurskoða þurfi reglurnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Samtök atvinnulífsins kölluðu í dag eftir því að stjórnvöld sníði skýran ramma um mögulegar aðgerðir á næstunni. Staðan kalli ekki á viðvarandi krísuástand. Sóttvarnalæknir segir kröfuna skiljanlega en erfiða viðureigar vegna ófyrirsjáanleika veirunnar. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu, óskar eftir samtali yfirvalda við atvinnulífið. Jafnvel þótt hagsmunir þeirra þyki kunna að stangast á við markmið sóttvarnaryfirvalda. Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís, og formaður Samtaka verslunar og þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að það sé nú hygginna manna háttur að hlusta á ráðin. Hvaðan sem þau koma. Það þarf líka að meta það að við höfum þó reynsluna af því að vinna úr þessum aðgerðum. Þetta samtal skiptir svo miklu máli til þess að við getum leyst úr þessu með skilvirkum hætti. Þetta snýst ekki bara um hvernig sóttvarnayfirvöld meta ástandið. Þetta snýst líka um pólitíska forrystu og við getum ekki látið atvinnulífið eða samfélagið stoppa. Við verðum að sjá til þess að hér geti daglegt líf gengið áfram. Við þurfum bara að gera það með öruggum hætti og ég held að það sé allt í lagi að það sé hlustað á það sem við höfum að segja,“ segir Jón. Hann telur að endurskoða þurfi fjöldatakmörk í samræmi við stærð verslana til að koma meðal annars í veg fyrir hópamyndun fyrir utan þær. „Ef við horfum á samræmið í aðgerðum finnst mér það skorta. Til dæmis erum við með risa verslunarhúsnæði; Byko, Húsasmiðjuna, Elko, Bauhaus. Þau búa við sömu takmarkanir og lítil apótek hér í bæ. Þetta gengur ekki upp. Við sjáum mannsöfnuð fyrir framan verslanir og þá myndast hætta á smitum.“ Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Litakóðakerfið mögulega kynnt á morgun Hann telur einnig varhugavert að draga of miklar ályktanir af einstökum viðburðum og vísar þar í ummæli sóttvarnalæknis um smit í verslunarmiðstöð á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Ég held að við ættum að forðast að draga of stórar ályktanir af því sem verður síðan grundvöllur að einhverjum aðgerðum sem ná heilt yfir. Ég treysti rakningateyminu til að finna fljótt og vel út úr þessu,“ segir Jón. Almannavarnir hafa unnið að litakóðakerfi fyrir stöðu faraldursins og stefnt er að því að kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Horft hefur verið til þess fyrir atvinnulífið en Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá ríkislögreglustjóra, sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af því að fólk beri mögulega of miklar væntingar til kerfisins. „Að það muni leysa eitthvað eða breyta einhverju dramatísku. Þetta er bara eins og við þekkjum með veðrið. Bara til að lýsa ástandi,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira
Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Samtök atvinnulífsins kölluðu í dag eftir því að stjórnvöld sníði skýran ramma um mögulegar aðgerðir á næstunni. Staðan kalli ekki á viðvarandi krísuástand. Sóttvarnalæknir segir kröfuna skiljanlega en erfiða viðureigar vegna ófyrirsjáanleika veirunnar. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu, óskar eftir samtali yfirvalda við atvinnulífið. Jafnvel þótt hagsmunir þeirra þyki kunna að stangast á við markmið sóttvarnaryfirvalda. Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís, og formaður Samtaka verslunar og þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að það sé nú hygginna manna háttur að hlusta á ráðin. Hvaðan sem þau koma. Það þarf líka að meta það að við höfum þó reynsluna af því að vinna úr þessum aðgerðum. Þetta samtal skiptir svo miklu máli til þess að við getum leyst úr þessu með skilvirkum hætti. Þetta snýst ekki bara um hvernig sóttvarnayfirvöld meta ástandið. Þetta snýst líka um pólitíska forrystu og við getum ekki látið atvinnulífið eða samfélagið stoppa. Við verðum að sjá til þess að hér geti daglegt líf gengið áfram. Við þurfum bara að gera það með öruggum hætti og ég held að það sé allt í lagi að það sé hlustað á það sem við höfum að segja,“ segir Jón. Hann telur að endurskoða þurfi fjöldatakmörk í samræmi við stærð verslana til að koma meðal annars í veg fyrir hópamyndun fyrir utan þær. „Ef við horfum á samræmið í aðgerðum finnst mér það skorta. Til dæmis erum við með risa verslunarhúsnæði; Byko, Húsasmiðjuna, Elko, Bauhaus. Þau búa við sömu takmarkanir og lítil apótek hér í bæ. Þetta gengur ekki upp. Við sjáum mannsöfnuð fyrir framan verslanir og þá myndast hætta á smitum.“ Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Litakóðakerfið mögulega kynnt á morgun Hann telur einnig varhugavert að draga of miklar ályktanir af einstökum viðburðum og vísar þar í ummæli sóttvarnalæknis um smit í verslunarmiðstöð á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Ég held að við ættum að forðast að draga of stórar ályktanir af því sem verður síðan grundvöllur að einhverjum aðgerðum sem ná heilt yfir. Ég treysti rakningateyminu til að finna fljótt og vel út úr þessu,“ segir Jón. Almannavarnir hafa unnið að litakóðakerfi fyrir stöðu faraldursins og stefnt er að því að kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Horft hefur verið til þess fyrir atvinnulífið en Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá ríkislögreglustjóra, sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af því að fólk beri mögulega of miklar væntingar til kerfisins. „Að það muni leysa eitthvað eða breyta einhverju dramatísku. Þetta er bara eins og við þekkjum með veðrið. Bara til að lýsa ástandi,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira