Arnór leitar að fyrsta Evrópumarkinu frá því á Santiago Bernabéu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 13:01 Arnór Sigurðsson fagnar marki sínu gegn Real Madrid á Santiago Bernabéu fyrir tveimur árum. getty/VI Images Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, hefur ekki skorað í Evrópuleik síðan hann negldi síðasta naglann í kistu Real Madrid fyrir tæpum tveimur árum. Íslendingaliðið CSKA Moskva tekur á móti Feyenoord í 4. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA Moskvu hafa ekki farið vel af stað í Evrópudeildinni og eru í neðsta sæti K-riðils með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki. Rússarnir þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Arnór skoraði mark CSKA Moskvu í 1-1 jafntefli við Sochi á laugardaginn. CSKA Moskva er með eins stigs forskot á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar. Arnór hefur skorað tvö deildarmörk á tímabilinu en á enn eftir að skora í Evrópudeildinni. Raunar bíður hann eftir sínu fyrsta marki í Evrópukeppni síðan hann skoraði í fræknum 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Meistaradeild Evrópu 12. desember 2018. Arnór lagði upp fyrsta mark CSKA Moskvu fyrir Fedor Chalov á 37. mínútu og skoraði svo sjálfur þriðja mark rússneska liðsins á 73. mínútu. Hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma en Hörður Björgvin lék allan leikinn í vörn CSKA Moskvu sem vann báða leikina gegn Real Madrid þetta tímabil, 4-0 samanlagt. Arnór skoraði einnig í 1-2 tapi fyrir Roma í Meistaradeildinni þetta tímabil (2018-19). Honum tókst hins vegar ekki að skora í fimm leikjum í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Skagamaðurinn hefur alls leikið 70 leiki fyrir CSKA Moskvu, skorað þrettán mörk og lagt upp sex. Hann kom til liðsins frá Norrköping í Svíþjóð 2018. CSKA Moskva átti ekki góðu gengi að fagna í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og endaði í neðsta sæti H-riðils með fimm stig. x önnur Íslendingalið verða í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson gæti fengið tækifæri milli stanganna hjá Arsenal sem sækir Molde heim í B-riðli. Skytturnar eru á toppi riðilsins með níu stig og komnir langleiðina í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Leikur Molde og Arsenal hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar fá topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Sociedad, í heimsókn í F-riðli. Mikil spenna er í þessum riðli en AZ, Real Sociedad og Napoli eru öll með sex stig. Albert hefur skorað tvö mörk í Evrópudeildinni í vetur. Leikur AZ og Real Sociedad hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá mæta Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK PSV í Eindhoven í E-riðli klukkan 20:00. PAOK er með fimm stig í 2. sæti riðilsins. Evrópudeild UEFA Rússneski boltinn Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Körfubolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Sjá meira
Íslendingaliðið CSKA Moskva tekur á móti Feyenoord í 4. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA Moskvu hafa ekki farið vel af stað í Evrópudeildinni og eru í neðsta sæti K-riðils með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki. Rússarnir þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Arnór skoraði mark CSKA Moskvu í 1-1 jafntefli við Sochi á laugardaginn. CSKA Moskva er með eins stigs forskot á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar. Arnór hefur skorað tvö deildarmörk á tímabilinu en á enn eftir að skora í Evrópudeildinni. Raunar bíður hann eftir sínu fyrsta marki í Evrópukeppni síðan hann skoraði í fræknum 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Meistaradeild Evrópu 12. desember 2018. Arnór lagði upp fyrsta mark CSKA Moskvu fyrir Fedor Chalov á 37. mínútu og skoraði svo sjálfur þriðja mark rússneska liðsins á 73. mínútu. Hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma en Hörður Björgvin lék allan leikinn í vörn CSKA Moskvu sem vann báða leikina gegn Real Madrid þetta tímabil, 4-0 samanlagt. Arnór skoraði einnig í 1-2 tapi fyrir Roma í Meistaradeildinni þetta tímabil (2018-19). Honum tókst hins vegar ekki að skora í fimm leikjum í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Skagamaðurinn hefur alls leikið 70 leiki fyrir CSKA Moskvu, skorað þrettán mörk og lagt upp sex. Hann kom til liðsins frá Norrköping í Svíþjóð 2018. CSKA Moskva átti ekki góðu gengi að fagna í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og endaði í neðsta sæti H-riðils með fimm stig. x önnur Íslendingalið verða í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson gæti fengið tækifæri milli stanganna hjá Arsenal sem sækir Molde heim í B-riðli. Skytturnar eru á toppi riðilsins með níu stig og komnir langleiðina í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Leikur Molde og Arsenal hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar fá topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Sociedad, í heimsókn í F-riðli. Mikil spenna er í þessum riðli en AZ, Real Sociedad og Napoli eru öll með sex stig. Albert hefur skorað tvö mörk í Evrópudeildinni í vetur. Leikur AZ og Real Sociedad hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá mæta Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK PSV í Eindhoven í E-riðli klukkan 20:00. PAOK er með fimm stig í 2. sæti riðilsins.
Evrópudeild UEFA Rússneski boltinn Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Körfubolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Sjá meira