Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 11:49 Í þingsályktunartillögunni segir að eftir orkuskipti gæti hljóðmengun jafnvel heyrt að mestu sögunni til vegna þess að rafknúnar vélar eru nánast hljóðlausar á flugi. Vísir/Vilhelm Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að samgöngu- og sveitastjórnarráðherra verði falið í samráði við umhverfis og ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að setja á fót starfshóp sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi. Hópnum er gert að skila skýrslu með tillögum eigi síðar en 1. nóvember á næsta ári. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, vonar að tillagan komist á dagskrá þingins á næstu dögum og segir mikla samtöðu um málið innan nefndarinnar. Hann segir markmið um að meirihluti flugvéla í innanlandsflugi gangi fyrir grænni orku frá árinu 2030 raunhæft. „Þróun á flugvélum sem gætu nýst hér í innanlandsflug er mjög hröð. Það er áætlað að 2025-2026 verði komnar hérna 19 sæta vélar sem ganga fyrir grænni orku,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Þær vélar nýtist víða í innanlandsflugi og á þeim tímapunkti verði stutt í að stærri vélar verði jafnframt í boði. „Þarna er fyrst og fremst um að ræða tvinnvélar eða rafhleðsluvélar og ekki síður vetnis, eldsneyti sem við Íslendingar eigum mikil tækifæri í að framleiða.“ Málið svipar til þingsályktunartillögu Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingar, þar sem lagt er til að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Jón segir viðbúið að kostnaður við flugferðir innanlands stórlækki. „Þær tölur sem við höfum séð í kynningu á þessu máli gefa til kynna að kostnaður gæti orðið um fjórðungur eða fimmtungur af því sem hann er í dag fyrir hvert flugsæti. Bæði er þar um að ræða miklu ódýrara eldsneyti og allt viðhald og slíkt verður einfaldara og ódýrara fyrir flugfélögin. Þannig þetta mun geta haft í för með sér algjöra byltingu hvað varðar nýtingu innanlandsflugs,“ segir Jón Gunnarsson. Alþingi Fréttir af flugi Byggðamál Orkumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að samgöngu- og sveitastjórnarráðherra verði falið í samráði við umhverfis og ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að setja á fót starfshóp sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi. Hópnum er gert að skila skýrslu með tillögum eigi síðar en 1. nóvember á næsta ári. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, vonar að tillagan komist á dagskrá þingins á næstu dögum og segir mikla samtöðu um málið innan nefndarinnar. Hann segir markmið um að meirihluti flugvéla í innanlandsflugi gangi fyrir grænni orku frá árinu 2030 raunhæft. „Þróun á flugvélum sem gætu nýst hér í innanlandsflug er mjög hröð. Það er áætlað að 2025-2026 verði komnar hérna 19 sæta vélar sem ganga fyrir grænni orku,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Þær vélar nýtist víða í innanlandsflugi og á þeim tímapunkti verði stutt í að stærri vélar verði jafnframt í boði. „Þarna er fyrst og fremst um að ræða tvinnvélar eða rafhleðsluvélar og ekki síður vetnis, eldsneyti sem við Íslendingar eigum mikil tækifæri í að framleiða.“ Málið svipar til þingsályktunartillögu Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingar, þar sem lagt er til að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Jón segir viðbúið að kostnaður við flugferðir innanlands stórlækki. „Þær tölur sem við höfum séð í kynningu á þessu máli gefa til kynna að kostnaður gæti orðið um fjórðungur eða fimmtungur af því sem hann er í dag fyrir hvert flugsæti. Bæði er þar um að ræða miklu ódýrara eldsneyti og allt viðhald og slíkt verður einfaldara og ódýrara fyrir flugfélögin. Þannig þetta mun geta haft í för með sér algjöra byltingu hvað varðar nýtingu innanlandsflugs,“ segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Fréttir af flugi Byggðamál Orkumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira