Lögreglan stefnir Sjóvá vegna tjóns sem varð vegna ofsaaksturs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 06:36 Sjóvá hafnar bótaábyrgð í málinu og hefur úrskurðarnefnd vátryggingarmála fallist á sjónarmið tryggingafélagsins. Lögreglan leitar hins vegar réttar síns fyrir dómstólum. Vísir/Hanna Ríkislögreglustjóri hefur stefnt tryggingafélaginu Sjóvá vegna tjóns sem varð á lögreglubíl þegar lögregla veitti ökumanni eftirför sem ók á ofsahraða á Miklubraut árið 2018. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að réttaróvissa ríki um ábyrgð á því tjóni sem verður á lögreglubílum þegar ökumönnum er veitt eftirför eða þeir stöðvaðir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar. Lögreglan vilji að tjónið verði bætt í gegnum ábyrgðartryggingu ökumanns en tryggingafélagið hafni bótaáabyrgð þar sem lögreglan valdi tjóni af ásetningi. Málið kom til kasta úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan verði að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því hlutverki hennar að halda uppi lögum og reglu. Lögreglan lítur engu að síður áfram svo á að tryggingafélagi ökumannsins beri að bæta tjónið og hefur sérstaklega vísað til 15. greinar og 19. greinar lögreglulaga. Sú fyrri kveður á um að lögreglu sé heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana á kostnað manns til þess að koma í veg fyrir að óhlýðni hans stofni almenningi í hættu eða valdi tjóni. Síðarnefnda greinin kveður á um skyldu almennings að hlýða fyrirmælum lögreglu. Að því er segir í Fréttablaðinu leitast ríkislögreglustjóri við það með málshöfðun sinni nú að eyða réttaróvissu um ábyrgð á tjóni lögreglunnar af aðgerðum sem þessum. Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og stendur gagnaöflun nú yfir. Dómsmál Tryggingar Lögreglan Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur stefnt tryggingafélaginu Sjóvá vegna tjóns sem varð á lögreglubíl þegar lögregla veitti ökumanni eftirför sem ók á ofsahraða á Miklubraut árið 2018. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að réttaróvissa ríki um ábyrgð á því tjóni sem verður á lögreglubílum þegar ökumönnum er veitt eftirför eða þeir stöðvaðir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar. Lögreglan vilji að tjónið verði bætt í gegnum ábyrgðartryggingu ökumanns en tryggingafélagið hafni bótaáabyrgð þar sem lögreglan valdi tjóni af ásetningi. Málið kom til kasta úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan verði að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því hlutverki hennar að halda uppi lögum og reglu. Lögreglan lítur engu að síður áfram svo á að tryggingafélagi ökumannsins beri að bæta tjónið og hefur sérstaklega vísað til 15. greinar og 19. greinar lögreglulaga. Sú fyrri kveður á um að lögreglu sé heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana á kostnað manns til þess að koma í veg fyrir að óhlýðni hans stofni almenningi í hættu eða valdi tjóni. Síðarnefnda greinin kveður á um skyldu almennings að hlýða fyrirmælum lögreglu. Að því er segir í Fréttablaðinu leitast ríkislögreglustjóri við það með málshöfðun sinni nú að eyða réttaróvissu um ábyrgð á tjóni lögreglunnar af aðgerðum sem þessum. Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og stendur gagnaöflun nú yfir.
Dómsmál Tryggingar Lögreglan Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira