Undanfarna mánuði hefur verið unnið að mótun klasastefnu fyrir Ísland. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur í dag fyrir fjarfundi þar sem farið verður yfir þá vinnu og kallað eftir umræðu og athugasemdum. Fundurinn ber titilinn „Nýsköpunarvistkerfi atvinnulífsins – Klasastefna í mótun“.
Klasar eru efnahagsleg vistkerfi sem notaðir eru til að bæta samkeppnishæfni og verðmætasköpun jafnt fyrirtækja, atvinnugreina, landsvæða og þjóða.
Fundurinn hefst klukkan níu en áhorfendur geta sent inn spurningar á slido.com með kóðanum #klasar. Hægt er að fylgjast með fundinum hér fyrir neðan.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Ávarp: Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Innsýn í vinnu við stefnumótun: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans
Pallborð:Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans
Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku Sesselja Barðdal, framkvæmdastjóri EIMS og Kaffi Kú
Gylfi Magnússon, prófessor við HÍ
Umræðustjóri er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir