Töluverðar tafir urðu á Reykjanesbraut í suðurátt á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs eftir að vélarbilun kom upp í eldri bíl.
Samkvæmt upplýsingum á höfuðborgarsvæðinu var um að ræða bíl sem má muna sinn fífil fegurri og sauð á honum. Um leið lokaðist akrein á brautinni sem hafi valdið töluverðum töfum í nokkurn tíma.
Aðgerðum slökkviliðs á vettvangi er lokið en lögregla var enn að gæta öryggi fólks á svæðinu síðast þegar fréttist.

