„Þetta læðist greinilega að öllum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 11:11 Ljósmyndari Vísis náði mynd af Víði í sóttkvínni á Hótel Reykjavík Natura við Nauthólsveg. Sóttkvíin kemur bersýnilega ekki í veg fyrir að yfirlögregluþjónninn mæti til vinnu í lögreglubúningnum. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvernig sá sem útsetti hann fyrir smiti smitaðist af veirunni. „Það var aðili mér tengdur sem greindist í gær þannig að ég lendi í sóttkví. Það er eins og gengur í þessu, þessi veira er lævís og lúmsk og hún er víða,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Líkt og fram kom í gær fór Víðir í sýnatöku síðdegis í gær, auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfs Guðansonar sóttvarnalæknis. Öll þrjú reyndust þau neikvæð fyrir veirunni. Víðir verður að öllu óbreyttu í sóttkví fram á mánudag en hann var útsettur í gær. „Mér líður bara vel. Maður er bara í þessum gír, eins og allir aðrir sem lenda í þessu. Maður tekur þessu bara, leggur sitt af mörkum í baráttunni og reynir að sinna vinnunni á þessum skrýtnu tímum,“ segir Víðir. Ekki vitað hvernig smitið barst Þá segir Víðir erfitt að meta það hvort miklar líkar séu á því að hann hafi smitast. „Það er erfitt að segja. Eins og þegar þetta var seinast þá veit maður ekkert. Maður er náttúrulega alltaf að reyna að passa sig en þetta læðist greinilega að öllum.“ Þá hefur smitrakning ekki getað varpað ljósi á það hvernig veiran barst í nærumhverfi Víðis. „Nei, það er nefnilega svo skrýtið að það finnst ekki neitt út úr því enn þá. Það er verið að reyna að finna út úr því en það eru engin tengsl sem við finnum.“ Líkt og áður segir dvelur Víðir nú á hóteli og hefur komið sér upp skrifstofu, þar sem hann mun áfram sinna vinnu sinni í baráttunni við faraldurinn. „Megnið af vinnunni er hvort sem er í fjarfundum þannig að þetta hefur ekki teljandi áhrif á verkefnin,“ segir Víðir. Þetta er í annað sinn sem Víðir þarf að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sýktan af kórónuveirunni. Í september fór hann í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sem var talinn vera mjög smitandi daginn sem hann hitti viðkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvernig sá sem útsetti hann fyrir smiti smitaðist af veirunni. „Það var aðili mér tengdur sem greindist í gær þannig að ég lendi í sóttkví. Það er eins og gengur í þessu, þessi veira er lævís og lúmsk og hún er víða,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Líkt og fram kom í gær fór Víðir í sýnatöku síðdegis í gær, auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfs Guðansonar sóttvarnalæknis. Öll þrjú reyndust þau neikvæð fyrir veirunni. Víðir verður að öllu óbreyttu í sóttkví fram á mánudag en hann var útsettur í gær. „Mér líður bara vel. Maður er bara í þessum gír, eins og allir aðrir sem lenda í þessu. Maður tekur þessu bara, leggur sitt af mörkum í baráttunni og reynir að sinna vinnunni á þessum skrýtnu tímum,“ segir Víðir. Ekki vitað hvernig smitið barst Þá segir Víðir erfitt að meta það hvort miklar líkar séu á því að hann hafi smitast. „Það er erfitt að segja. Eins og þegar þetta var seinast þá veit maður ekkert. Maður er náttúrulega alltaf að reyna að passa sig en þetta læðist greinilega að öllum.“ Þá hefur smitrakning ekki getað varpað ljósi á það hvernig veiran barst í nærumhverfi Víðis. „Nei, það er nefnilega svo skrýtið að það finnst ekki neitt út úr því enn þá. Það er verið að reyna að finna út úr því en það eru engin tengsl sem við finnum.“ Líkt og áður segir dvelur Víðir nú á hóteli og hefur komið sér upp skrifstofu, þar sem hann mun áfram sinna vinnu sinni í baráttunni við faraldurinn. „Megnið af vinnunni er hvort sem er í fjarfundum þannig að þetta hefur ekki teljandi áhrif á verkefnin,“ segir Víðir. Þetta er í annað sinn sem Víðir þarf að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sýktan af kórónuveirunni. Í september fór hann í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sem var talinn vera mjög smitandi daginn sem hann hitti viðkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01
Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19