„Þetta læðist greinilega að öllum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 11:11 Ljósmyndari Vísis náði mynd af Víði í sóttkvínni á Hótel Reykjavík Natura við Nauthólsveg. Sóttkvíin kemur bersýnilega ekki í veg fyrir að yfirlögregluþjónninn mæti til vinnu í lögreglubúningnum. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvernig sá sem útsetti hann fyrir smiti smitaðist af veirunni. „Það var aðili mér tengdur sem greindist í gær þannig að ég lendi í sóttkví. Það er eins og gengur í þessu, þessi veira er lævís og lúmsk og hún er víða,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Líkt og fram kom í gær fór Víðir í sýnatöku síðdegis í gær, auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfs Guðansonar sóttvarnalæknis. Öll þrjú reyndust þau neikvæð fyrir veirunni. Víðir verður að öllu óbreyttu í sóttkví fram á mánudag en hann var útsettur í gær. „Mér líður bara vel. Maður er bara í þessum gír, eins og allir aðrir sem lenda í þessu. Maður tekur þessu bara, leggur sitt af mörkum í baráttunni og reynir að sinna vinnunni á þessum skrýtnu tímum,“ segir Víðir. Ekki vitað hvernig smitið barst Þá segir Víðir erfitt að meta það hvort miklar líkar séu á því að hann hafi smitast. „Það er erfitt að segja. Eins og þegar þetta var seinast þá veit maður ekkert. Maður er náttúrulega alltaf að reyna að passa sig en þetta læðist greinilega að öllum.“ Þá hefur smitrakning ekki getað varpað ljósi á það hvernig veiran barst í nærumhverfi Víðis. „Nei, það er nefnilega svo skrýtið að það finnst ekki neitt út úr því enn þá. Það er verið að reyna að finna út úr því en það eru engin tengsl sem við finnum.“ Líkt og áður segir dvelur Víðir nú á hóteli og hefur komið sér upp skrifstofu, þar sem hann mun áfram sinna vinnu sinni í baráttunni við faraldurinn. „Megnið af vinnunni er hvort sem er í fjarfundum þannig að þetta hefur ekki teljandi áhrif á verkefnin,“ segir Víðir. Þetta er í annað sinn sem Víðir þarf að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sýktan af kórónuveirunni. Í september fór hann í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sem var talinn vera mjög smitandi daginn sem hann hitti viðkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvernig sá sem útsetti hann fyrir smiti smitaðist af veirunni. „Það var aðili mér tengdur sem greindist í gær þannig að ég lendi í sóttkví. Það er eins og gengur í þessu, þessi veira er lævís og lúmsk og hún er víða,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Líkt og fram kom í gær fór Víðir í sýnatöku síðdegis í gær, auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfs Guðansonar sóttvarnalæknis. Öll þrjú reyndust þau neikvæð fyrir veirunni. Víðir verður að öllu óbreyttu í sóttkví fram á mánudag en hann var útsettur í gær. „Mér líður bara vel. Maður er bara í þessum gír, eins og allir aðrir sem lenda í þessu. Maður tekur þessu bara, leggur sitt af mörkum í baráttunni og reynir að sinna vinnunni á þessum skrýtnu tímum,“ segir Víðir. Ekki vitað hvernig smitið barst Þá segir Víðir erfitt að meta það hvort miklar líkar séu á því að hann hafi smitast. „Það er erfitt að segja. Eins og þegar þetta var seinast þá veit maður ekkert. Maður er náttúrulega alltaf að reyna að passa sig en þetta læðist greinilega að öllum.“ Þá hefur smitrakning ekki getað varpað ljósi á það hvernig veiran barst í nærumhverfi Víðis. „Nei, það er nefnilega svo skrýtið að það finnst ekki neitt út úr því enn þá. Það er verið að reyna að finna út úr því en það eru engin tengsl sem við finnum.“ Líkt og áður segir dvelur Víðir nú á hóteli og hefur komið sér upp skrifstofu, þar sem hann mun áfram sinna vinnu sinni í baráttunni við faraldurinn. „Megnið af vinnunni er hvort sem er í fjarfundum þannig að þetta hefur ekki teljandi áhrif á verkefnin,“ segir Víðir. Þetta er í annað sinn sem Víðir þarf að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sýktan af kórónuveirunni. Í september fór hann í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sem var talinn vera mjög smitandi daginn sem hann hitti viðkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01
Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?