„Þetta læðist greinilega að öllum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 11:11 Ljósmyndari Vísis náði mynd af Víði í sóttkvínni á Hótel Reykjavík Natura við Nauthólsveg. Sóttkvíin kemur bersýnilega ekki í veg fyrir að yfirlögregluþjónninn mæti til vinnu í lögreglubúningnum. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvernig sá sem útsetti hann fyrir smiti smitaðist af veirunni. „Það var aðili mér tengdur sem greindist í gær þannig að ég lendi í sóttkví. Það er eins og gengur í þessu, þessi veira er lævís og lúmsk og hún er víða,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Líkt og fram kom í gær fór Víðir í sýnatöku síðdegis í gær, auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfs Guðansonar sóttvarnalæknis. Öll þrjú reyndust þau neikvæð fyrir veirunni. Víðir verður að öllu óbreyttu í sóttkví fram á mánudag en hann var útsettur í gær. „Mér líður bara vel. Maður er bara í þessum gír, eins og allir aðrir sem lenda í þessu. Maður tekur þessu bara, leggur sitt af mörkum í baráttunni og reynir að sinna vinnunni á þessum skrýtnu tímum,“ segir Víðir. Ekki vitað hvernig smitið barst Þá segir Víðir erfitt að meta það hvort miklar líkar séu á því að hann hafi smitast. „Það er erfitt að segja. Eins og þegar þetta var seinast þá veit maður ekkert. Maður er náttúrulega alltaf að reyna að passa sig en þetta læðist greinilega að öllum.“ Þá hefur smitrakning ekki getað varpað ljósi á það hvernig veiran barst í nærumhverfi Víðis. „Nei, það er nefnilega svo skrýtið að það finnst ekki neitt út úr því enn þá. Það er verið að reyna að finna út úr því en það eru engin tengsl sem við finnum.“ Líkt og áður segir dvelur Víðir nú á hóteli og hefur komið sér upp skrifstofu, þar sem hann mun áfram sinna vinnu sinni í baráttunni við faraldurinn. „Megnið af vinnunni er hvort sem er í fjarfundum þannig að þetta hefur ekki teljandi áhrif á verkefnin,“ segir Víðir. Þetta er í annað sinn sem Víðir þarf að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sýktan af kórónuveirunni. Í september fór hann í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sem var talinn vera mjög smitandi daginn sem hann hitti viðkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvernig sá sem útsetti hann fyrir smiti smitaðist af veirunni. „Það var aðili mér tengdur sem greindist í gær þannig að ég lendi í sóttkví. Það er eins og gengur í þessu, þessi veira er lævís og lúmsk og hún er víða,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Líkt og fram kom í gær fór Víðir í sýnatöku síðdegis í gær, auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfs Guðansonar sóttvarnalæknis. Öll þrjú reyndust þau neikvæð fyrir veirunni. Víðir verður að öllu óbreyttu í sóttkví fram á mánudag en hann var útsettur í gær. „Mér líður bara vel. Maður er bara í þessum gír, eins og allir aðrir sem lenda í þessu. Maður tekur þessu bara, leggur sitt af mörkum í baráttunni og reynir að sinna vinnunni á þessum skrýtnu tímum,“ segir Víðir. Ekki vitað hvernig smitið barst Þá segir Víðir erfitt að meta það hvort miklar líkar séu á því að hann hafi smitast. „Það er erfitt að segja. Eins og þegar þetta var seinast þá veit maður ekkert. Maður er náttúrulega alltaf að reyna að passa sig en þetta læðist greinilega að öllum.“ Þá hefur smitrakning ekki getað varpað ljósi á það hvernig veiran barst í nærumhverfi Víðis. „Nei, það er nefnilega svo skrýtið að það finnst ekki neitt út úr því enn þá. Það er verið að reyna að finna út úr því en það eru engin tengsl sem við finnum.“ Líkt og áður segir dvelur Víðir nú á hóteli og hefur komið sér upp skrifstofu, þar sem hann mun áfram sinna vinnu sinni í baráttunni við faraldurinn. „Megnið af vinnunni er hvort sem er í fjarfundum þannig að þetta hefur ekki teljandi áhrif á verkefnin,“ segir Víðir. Þetta er í annað sinn sem Víðir þarf að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sýktan af kórónuveirunni. Í september fór hann í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sem var talinn vera mjög smitandi daginn sem hann hitti viðkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Sjá meira
Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01
Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19