Innlent

Lægð nálgast landið úr suðri

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Norðaustanátt fylgir lægðinni sem nálgast landið.
Norðaustanátt fylgir lægðinni sem nálgast landið. Vísir/Vilhelm

Fremur hægur vindur verður á landinu í dag og víða þurrt, þó gera megi ráð fyrir eilitlum snjó suðaustanlands. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Á morgun nálgast lægð úr suðri landið en henni fylgir ákveðin norðaustanátt með dálítilli snjókomu eða éljum á Austurlandi. Hins vegar má búast við bjartviðri á Vesturlandi. Frost verður frá frostmarki niður í fimm stig.

Á þriðjudag er þá útlit fyrir norðanátt með éljum fyrir norðan og austan. Seint á miðvikudag er þá von á vaxandi sunnanátt og rigningu eða slyddu vestantil á landinu um kvöldið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á þriðjudag:

Norðlæg átt 5-13, skýjað og lítilsháttar snjókoma eða él N- og A-lands. Frost 0 til 5 stig.

Á miðvikudag:

Vestlæg átt, bjart með köflum og frost 2 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa V-til seinni partinn, hvassviðri með slyddu og síðar rigningu þar um kvöldið.

Á fimmtudag:

Sunnanátt og rigning eða slydda, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig.

Á föstudag og laugardag:

Útlit fyrir sunnan- eða suðvestanátt með skúrum eða éljum sunnan- og vestantil á landinu. Hiti nálægt frostmarki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.