Innlent

Fjármálaráðherra segir ekki lausn í kreppunni að fjölga opinberum starfsmönnum

Heimir Már Pétursson skrifar
Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að kórónuveirufaraldurinn hefði sýnt fram á bráða þörf á fjölgun heilbrigðisstarfsmanna. Fjármálaráðherra segist ósammála.
Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að kórónuveirufaraldurinn hefði sýnt fram á bráða þörf á fjölgun heilbrigðisstarfsmanna. Fjármálaráðherra segist ósammála. Vísir/Vilhelm

Fjármálaráðherra segir ekki forgangsmál að fjölga opinberum starfsmönnum heldur að auka fjárfestingar fyrirtækja til að fjölga störfum. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að kórónuveirufaraldurinn hefði sýnt fram á bráða þörf á fjölgun heilbrigðisstarfsmanna.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm

Þá þyrfti einnig að fjölga opinberum starfsmönnum á ýmsum öðrum sviðum til að bæta þjónustu við almenning samhliða því að styðja við einkageirann í kreppunni.

„En það er ekki nóg að byggja spítala og hjúkrunarheimili. Það þarf að manna þau. Mönnunarvandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er risavaxin áskorun og kallar á langtíma áætlun um að bæta aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta. Við í Samfylkingunni höfum tlað fyrir því að ráðist verði í átak gegn undirmönnun í almannaþjónustu. Til að fjölga störfum í atvinnukreppu, bæta heilbrigðisþjónustu og mikilvæga þjónustu við fólk," sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hugmyndafræði Samfylkingarinnar um að hægt væri að komast út úr kreppunni með fjölgun opinberra starfsmanna ekki taka á rót vandans.

„Rót vandans sem við stöndum frami fyrir núna er hrun í einkageiranum. Það er rót vandans og við verðum að ráðast á þá rót með því að örva, skapa, tryggja að viðspyrna sé til staðar. Auka landsframleiðsluna að nýju. Vegna þess að ef það mistekst höfum við ekki efni á að halda úti þeirri opinberu þjónustu sem við höldum úti í dag. Hvað þá að fara að stækka kökuna," sagði Bjarni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×